Ragnar Þór er að veikja stöðu VR, það er ekkert nýtt að forysta ASÍ sé gagnrýnd

  • Það var ansi ómerkilegt af hálfu Ragnars Þórs að bera það upp á ASÍ, að það hafi ekki viljað að hann héldi ræðu á Ingólfstorgi 1. maí
    *
  • ASÍ kemur ekkert að slíkum ákvörðunum hverjir eru ræðumenn á baráttudegi verkalýðsins hverju sinni.
    *
  • Það er algjört einsdæmi að formaður í verkalýðsfélagi fylgir ekki félagi sínu 1. maí
    *
  • Hann virðist ekki geta verið í forystu fyrir kjarabaráttu VR. Ætli hann hafi gengið í göngunni með sínu fólki?
    *
  • Hann lætur lýðskrumara plata sig til að halda ræðu á einkafundi sínum á Austurvelli og svíkur um leið félaga sína
    *
  • Ragnar Þór er ekki leiðtogi félagsmanna í VR. og mun standa stutt við sem formaður þar á bæ nema að hann snúi við blaðinu.

Ragnar Þór

ASÍ kemur ekki að því að halda baráttufundi 1. maí ár hvert. Það gera verkalýðsfélögin sjálf um land allt.

Þau semja einnig þá ályktun sem birt er á slíkum fundum og lesið er úr þegar gengið er niður Laugaveginn , síðan gerir fundarstjórinn það einnig.

Í Reykjavík er það ,,Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík" sem er skipað fulltrúum úr öllum verkalýðsfélögum á þessu svæði. Er ber ábyrgð á fundinum og á framkvæmd göngunnar. Þetta er heilmikið mál.

Ráðið skipa öll félög innan ASÍ og einnig öll félög frá opinberum starfsmönnum. Síðan kemur að því að jafnrétti ríki milli karla og kvenna þegar valdir eru ræðumenn. Einn ræðumaður frá félögum innan ASÍ og annar frá opinberum starfsmönnum.

Það er eftirsótt að halda þessa ræður og togstreita er um hver flytur fyrri ræðuna, þannig að það er ekki auðhlaupið að breyta skyndilega um ræðumann er kallar á allskonar sársauka hjá fólki.

Þegar slíkt hefur gerst hefur það getað kostað margra ára ósætti milli aðila í einhver skiptin. Ég man vel eftir slíkri umræðu.

Þetta er allt í mjög föstum skorðum vegna þess hversu mörg verkalýðsfélög eru á félagssvæðum Reykjavíkur félaganna og eru aðilar að ráðinu.

Mynd frá Kristbjörn Árnason.

 


mbl.is Stjórnin fylgdi ekki formanninum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þaða vanter einmitt mann eins og Ragnar Þór í verkalýðshreyfinguna sem er orðin steindauður kjaftaklúbbur.  Megi þeir verða fleiri sem vilja breyta þessu steindauða apparati.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.5.2017 kl. 09:03

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Asthildur, hann er þegar helsti forystumaður ASÍ, honum hefur þegar verið boðið sæti við miðstjórnarborðið sem miðstjórnarmaður væri. Svo hann sjálfur er að bregðast fólki í VR og jafnvel í ASÍ. 

Það hafa margir í gegnum tíðina gagnrýnt stjórn ASÍ með réttu og röngu. Yfirleitt hafa þeir verið áhrifalitlir vegna þess að þá hefur vantað sterkt bakland. Greinilegt er að Ragnar Þór er að glutra niður því baklandi sem hann gæti haft.

Síðan ætla ég að grobba mér af gömlum töktum:

Fréttir af 36. Þingi ASÍ sem haldið var í Kópavogi, í nóvember 1988. Vegna tillagna um breytingar á lögum ASÍ.

,,Skiptar skoðanir þingfulltrúa

Fjölmargar veigamiklar breytingatillögur liggja fyrir þinginu. Fœkkun fulltrúa, kynjakvóti og hámarkstími á forystusveitina.

Fyrri umræðu um lagabreytingar á ASI-þinginu lauk um kvöldmatarleytið í gær og hefur öllum framkomnun tillögum verið vísað til umfjöllunar og afgreiðslu laganefndar.

Síðari umræðu um lagabreytingar var frestað með dagskrártillögu í gær, fram á miðvikudagsmorgun, en Ijóst er að afgreiða þarf tillögurnar fyrir kosningu forseta og miðstjórnar þar sem sumar þeirra taka til þeirra mála.

Miðstjórn ASÍ hefur lýst sig ósammála öllum þeim breytingatillögum sem einstök félög eða einstaklingar hafa lagt fram, nema tillögu um fækkun fulltrúa á þingi sambandsins. Sú tillaga hlaut hins vegar misjafnar undirtektir þingfulltrúa í umræðunni í gær.

Meðal umdeildra tillagna um lagabreytingar sem ræddar voru í gær, eru tillögur frá Kristbirni Árnasyni formanni Félags starfsfólks í húsgagnaiðnaði um sérstakan kynjakvóta við kosningu í miðstjórn og 8 ára hámark á samfellda setu á forsetastól eða í miðstjórn.

Einnig leggur Kristbjörn til að þeir einir geti átt seturétt í miðstjórn ASI, sem eru í fullum réttindum í einhverju aðildarfélagi sambandsins og eigi ekki sæti í stjórn eða varastjórn atvinnufyrirtækis, sem ekki er í eigu ASÍ eða aðildarfélags þess.

Töluvert skiptar skoðanir eru um þessa tillögu en nokkur dæmi eru þess að einstakir fulltrúar í núverandi miðstjórn ASÍ eigi sæti í stjórn eins eða fleiri fyrirtækja, án sérstakrar skipunar verkalýðsfélaga eða samtaka þeirra". (Þjóðviljinn 22. 11. "88)

Samþykkt var tillaga um að í miðstjórn skyldi ríkja sem mest jafnræði milli karla og kvenna. M.ö.o. miðstjórn varð undir í þessu máli. Síðan voru þessi nýsamþykktu lög þverbrotin í kosningunni. Á þinginu voru auðvitað fjöldi kvenna sem sagði ekki eitt einasta orð þegar brotið var á rétti þeirra. Þær héldu bara áfram að prjóna.

Ekkert er jafn andstyggilegt á fundum, sérstaklega á stærri fundum þegar stór hluti fundarmanna er að fást við allt annað en að sinna fundinum og þeim umræðum sem þar fara fram. Dæmi: leikaraskapur í tölvum á þingfundum.

Sérstaklega þegar margir þingfulltrúar hafa lagt á sig mikla undirbúningsvinnu fyrir fundinn. Tillögur að lagabreytingum í ASÍ verður að leggja fram með margra vikna fyrirvara ásamt ýtarlegri greinargerð.

Ég vildi bara rifja upp þessa frétt Þjóðviljans frá 22. nóvember 1988 vegna upp á komunar á Alþingi. Ljósi var einnig varpað á þá staðreynd að margir félagar í ASÍ voru þá atvinnurekendur, oft í ábyrgðarstöðum í sínum félögum og áttu jafnvel sæti í miðstjórn heildarsamtaka launafólks.

Kristbjörn Árnason, 2.5.2017 kl. 09:28

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú hefur markað þitt spor í þessari spgu Kristbjörn, gott hjá þér.  Þú veist að dropinn holar steininn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.5.2017 kl. 10:43

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Mér skylst að varaformaður ASÍ hafi verið formaður 1. maí hátíðahalda nefndarinnar í Reykjavík, er það ekki rétt?

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 3.5.2017 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband