Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
15.6.2016 | 20:43
Ég spái Davíð 4. sæti
- Þótt eldri kynslóðir á Íslandi þekki marga galla Dvaíðs Oddssonar þá er langt í frá að þessar kynslóðir þekki alla galla þessa manns.
* - Því með marga galla hans hefur verið farið með leynt.
* - Hann hefur reynst ákaflega illa sem ráðamaður hjá þessari þjóð. Þó ekki sé meira sagt.
Vissulega hefur hann marga galla þessi frambjóðandi og sumir svo stórir að hver og einn þeirra dugir til þess að hann er ekki hæfur til að verða forseti, að mínu mati.
Eflaust hefur Davíð marga kosti einnig, en hann hefur bara ekki sýnt þjóðinni þá enn að mínu mati. Ef Davíð væri jafnskýr og núverandi forseti hefði hann haft vit á því að draga framboð sitt til baka.
Það er ótrúlegt að þessi maður sem hefur sigrað í flestum þeim kosningum sem hann hefur tekið þátt í til þessa, skuli vilja enda sinn feril með því að tapa kosningum jafn svakalega og allt bendir til.
Hann nær ekki einu sinni fylgi Sjálfstæðisflokksins.
Eða er hann ekki sjálfstæður í þessu framboði? Hann er auðvitað forsetaefni útgerðarinnar í landinu og ef ólíklega vildi til að hann næði kjöri yrði hann að hlýða húsbændum sínum.
Guðni með 51% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2016 | 20:56
Of auðvelt að kenna sveitarfélögunum um, hvernig fór
- Það er ekki nema eðlilegt að hrósa mínum gömlu félögum fyrir baráttuþrekið.
* - En það verður ekki auðvelt fyrir grunnskólakennara að sækja meira réttlæti hjá sveitarfélögunum.
Það er auðvitað auðvelt að kenna sveitarfélögunum um þetta, en um leið verður ekki litið framhjá frammistöðu forystumanna félagsins. Í svona málum er aldrei bara öðrum um að kenna þegar ekki hefur verið fullreynt.
Það má alveg reikna með því að stóru salek-félögin munu vilja stjórna því hvaða laun kennarar fái fyrir vinnu sína. Út á það virðist stéttarbaráttan ganga síðustu árin eða allar götur frá 1991. Það eru auðvitað allar líkur á, að salek gengið standi þarna á bak við.
Það eru samtök atvinnurekenda og stór hópur félaga innan ASÍ sem telja að kennarar eigi ekki að hafa nema takmarkað samningsfrelsi og helst ekki verkfallsrétt.
Ef einhver andmælir þessari skoðun minni er ég alveg tilbúinn að ræða það. En það vill svo til að ég var formaður í baráttuglöðu verkalýðsfélagi innan ASÍ og hef síðan verið félagi í kennarasamtökunum í 25 ár.
Ég þekki báðar hliðar málsins, andstöðu fjölmargra félaga innan ASÍ við baráttu margra félaga innan ASÍ og hvernig þessi sömu félög láta nákvæmlega eins gagnvart opinberum starfsmönnum.
Eðlilegast væri að þessi niðurstaða kallaði á verulegar breytingar í brúnni. Enda kominn tími á breytingar á þessum bæ, núverandi forysta hefur þegar fengið sín tækifæri. Það á ekki að vera eitthvert framtíðarstarf að vera formaður í félagi grunnskólakennara.
Það hefur margsannast að mælskulist og málæði skilar engum árangri í kjaramálum grunnskólakennara. Félagsmenn hafa lengi verið mjög óánægðir með þessa forystu klækjabragðanna.
Kennarar treysti ekki sveitarfélögunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2016 | 13:55
Alþingi getur ekki skuldbundið fólk til að vinna yfirvinnu
- Þ.e.a.s. umfram það sem Vinnulöggjöfin segir til um. Lög nr.80,1938. Þar er skýring á slíkri undanþágu sem efirvinna er, samkvæmt orðanna hljóðan í lögunum.
Rétt eins og formaður stéttarfélags flugumferðastjóra segir, að þá geta svona lög ekki náð yfir fólk sem einstaklinga.
Lögin ná yfir ákveðnar athafnir félagsins En félagið má ekki lengur hvetja menn til að vinna ekki yfirvinnu.
En auðvitað má félagið túlka kjarasamninga félagsins fyrir félagsmenn um skilgreindan og umsaminn dagvinnutíma.
Reykjavíkurflugvöllur lokaður í nótt
Mikil vonbrigði flugumferðarstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2016 | 13:22
Póstþjónustan hefur skyndilega aukist í Grafarholti
- Nú hefur það gerst trekk í trekk að inn í póstkassann minn hefur borist dagblað sem ég vil ekki fá í kassann
Kassinn er kyrfilega merktur með rauðu merki frá póstinum að ekki eigi að setja fjölpóst í kassann og síðan sérstakur miði frá mér eiganda kassans að ekki megi setja útgefin blöð í kassann.
- Nefnd eru dæmi um blöð sem ekki má setja í kassann og nefnd tvenn blöð ,,Fréttatíminn og Morgunblaðið". Allir virða þessi tilmæli nema Morgunblaðsdreifararnir
* - Síðan ber Mogginn á borð fyrir mig lygar eins og sjá má hér á myndinni til hægri.
* - Því Guðni eykur stöðugt fylgi sitt á meðan Davíð tapar stöðugt fylgi. Það eru bara staðreyndir
Ef þessi útburður nú tengist forsetakosningunum er ég alveg viss um að fyrirhöfnin og dónaskapurinn missir algjörlega marks.
Ég reikna með því, að ég lendi í því að bera þessi öll blöð út í bláu tunnuna í fyrramálið.
Fólk tekur ekki þessi blöð með sér og hendir þeim í Fréttablaðskassann. Það eru 8 íbúðir í stigahúsinu og ég er einn um að lesa fréttablaðið og koma því bara tvö blöð í kassann daglega. Kanski ég dreifi þessum blöðum um Hádegismóann á morgunn.
- Það þarf ekki nema einn Mogga fullan af auglýsingum til að fylla kassann og þá kemst ekki nauðsynlegur bréfapóstur í póstkassann. Þetta er auðvitað einstakur yfirgangur
Póstþjónusta mun skerðast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2016 | 18:08
Þetta bara ruddaskapur, rétt eins og kjaftshögg
- Það sama mætti segja, ef einhver ryddi sér braut að honum og gæfi manninum vink. Svona ærlegt kaftshögg
- Áhrifin myndu vara í tvo til þrjá daga og síðan væru þau horfin.
* - En slík árás er ólögleg og það sama má segja um íslenska náttúru.
* - Það er engum leyfilegt að óvirða hana
* - Þetta hátterni er sársaukafullt rétt eins og með kjaftshöggið
Það er ekkert listrænt við þetta uppátæki, síðan gætu margir tekið upp á því að gera það sama ef ekki er refsað fyrir þetta.
Svona rétt eins og með þessa vörðu faralda víða á hálendinu. Þetta er bara gert til að láta á sér bera. Maðurinn er með væntanlega með athyglissýki
- Það er staðreynd, að þegar ein kýrin mígur. Míga þær allar.
Eins og að krota í sand á strönd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2016 | 12:50
Óskalög samtaka atvinnurekenda
- Á árum áður voru fastir dagskrárliðir í Útvarpinu sem báru nöfn eins og ,,Óskalög sjúklinga" og ,,Óskalög sjómanna"
* - Það er ljóst að mikill söknuður hefur ríkt vegna niðurfellingar RÚV á þessum þáttum.
En núverandi ríkisstjórn með tveimur nöfnum hefur verið dugleg við að grípa inn í samningsgerðir milli launafólks og atvinnurekenda á þessum þremur árum sem hún hefur haft umsjón með ráðuneytum þjóðarinnar.
- Stjórnin hefur sett á laggirnar þáttinn
,,Óskalög atvinnurekenda"
Engu breytir hvort um er að ræða láglaunafólk eins og hásetar á Herjólfi eða flugmenn. Samtök atvinnurekenda hafa ekki viljað gefa fyrirtækjunum möguleika á frjálsum samningum.
Enn eina ferðina hafa þessir aðilar í baklandi ríkisstjórnarinnar gefið henni tilskipun um að sett verði bráðabirðalög á flugumferðastjóra.
Það verður auðvitað samið bak við tjöldin að ósk samtaka atvinnurekenda. Allt vegna fordæmisáhrifanna.
Stjórnvöld grípa inn í kjaradeilu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.6.2016 | 12:24
Nú skal leggja niður samningsrétt einstakra verkalýðsfélaga
- Hér er greinilega verið að leggja niður lýðræðisskipulagið hjá launafólki.
* - Þetta á greinilega vera eitthvert fasiskt fyrirkomulag sem á að
verða ráðandi um kaup og kjör fólks
* - Yfirstéttin er að leggja niður samningsréttinn hjá frjálsu launafólki.
Á sama tíma skulu atvinnurekendur og braskarar dingla lausum hala og gera það sem þeim lystir. M.ö.o. þeir skulu ekki þurfa að bera ábyrgð á þeim launum sem þeir greiða. Öllu skal miðstýrt enda miðstýringaröfl sem stjórna samfélaginu.
Ég reikna nú með því að hluti af þessu Salek dæmi sé að launafólk muni eiga fulltrúa í þessu fyrirbæri.
Ljóst er að einherjir bakþankar hafa komið upp og heildarsamtök launafólk sem vilja hafa pólitísk áhrif í gegnum þetta fyrirbrigði.
Þá stendur tvennt eftir sem ekki hafa komið skýringar á.
Nú verða áhrif einstakra verkalýðsfélaga að koma í gegnum landssamtök sem síðan geta komið sínum sjónarmiðum áfram í gegnum miðstjórn t.d. ASÍ .
Ef þetta er staðan hverfur samnings- og verkfallsréttur einstaka félaga í raun.
Hvað verður þá um lögvarin rétt ( lög nr. 40, 1938) þeirra félaga og eða samtaka sem kjósa að standa fyrir utan þessa miðstýringu?
Ég óttast að með þessu fyrirkomulagi takist samtökum atvinnurekenda og ríkisvaldinu að etja félögum saman hverju gegn öðru í enn frekara mæli en verið hefur síðusti 25 árin.
En það hefur verið áberandi síðustu árin að ASÍ félögin vilja stjórna samningum opinberra starfsmanna og kjaramál iðnaðarmanna eru í felum eins og áður.
Neita að taka þátt í stofnun ráðsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2016 | 11:15
Þetta er auðvitað forsíðufrétt Moggans með stærsta letri
Þvert yfir forsíðuna. Davíð missir fylgi
Það er augljóst að þjóðin vill ekki fá gamlan afdankaðan stjórnmálamann í embætti forseta Íslans.
Ekki heldur gamlan ráðherra til margra ára sem lifir í fortíðinni auk þess að vera sendisveinn stórútgerðarinnar í fréttabréfsútgáfu sem þessi hagsmuna aðilar gefa út og kominn á eftirlaunaaldur.
Þessi staðreynd er einnig áfellisdómur um störf núverandi forseta sem þegar hefur skaðað embættið og gert það að jafngildi konungsstóls á 19. öld.
Báðir þessir aðilar eru þekktir fyrir þær athafnir sínar að standa á móti lýðræðisumbótum í landinu. Einnig að vera meðreiðarsveinar útrásarvíkinga og bankasvindlara.
Forsíðufrétt í dag:
Óvissa um salerni í sumar Ríkisstjórnin komið með málið
Þá er málið komið í öruggum höndum
Guðni með mest fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2016 | 20:53
Samtök ferðaþjónustunar eru ómarktæk í kjaramálaumræðu
Fyrirtæki í ferðaþjónustunni eru alræmd fyrir það, að halda ungu fólki að vinnu langt undir löglega gerðum launatöxtum auk þess að virða ekki lög í landinu.
Þá hafa fjölmörg fyrirtæki innan þessa geira verið bert að því að vera með útlendinga í þrælahaldi.
Samtök ferðaþjónustunnar eru aðilar að samtökum atvinnurekenda og eiga að láta sér málið varða á þeim vettvangi. Þessi samtök geta ekki látið sem þeir eigi ekki aðild að vinnubrögðum samtaka atvinnurekenda.
Fáir valdi miklum vandræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2016 | 20:43
Flugumferðastjórar eru ekki aðilar að Salek
Það er ljóst, að allar götur frá 1990 hafa samtök atvinnurekenda og Verkamannasambandið eins og það hét þá unnið að því að hrifsa samnings- og verkfallsréttinn af fámennari stéttarfélögum.
Lögin um verkföll og vinnudeilur frá 1938 hafa verið margbrotin á fjölmörgum félögum.
Bæði á félögum innan ASÍ og utan t.d. í félögum opinberra starfsmanna. Þessir aðilar hafa í gegnum tíðina haft óþolandi afskipti af kjaramálum kennara.
Þessu salek dæmi verður ekki neytt upp á félög með valdi, það verður að gera samninga um aðild félaga að slíkum samningum. Í þeim samningum verður einnig að vera heiðarleg ákvæði um hvernig einstök félög geta sagt sig frá slíku samkomulagi.
Það verður að taka tillit til þess, að flugumferðarstjórar eru ekki í verkfalli þeir hafa aðeins ákveðið að vinna ekki yfirvinnu.
Prófsteinn á Salek-samkomulagið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |