Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
- Engin forsetaframbjóðandi annar en Ólafur Ragnar hefur nokkurntíma í mínu minni komið fram með sama oforsi og hann gerir.
* - Hann ræðst á hina og þessa með miklum látum, rétt eins og hann var í Alþingiskosningum í eina tíð.
Fyrir hvern er Ólafur Ragnar að bjóða sig fram til þessa embættis? Ekki er það fyrir almenning a.m.k.
Kjarninn segir í leiðara:
Ólafur Ragnar er því frambjóðandi elítunar. Þeirra sem vilja viðhalda valdaójafnvægi í samfélaginu með þeim hætti að fáir menn, í krafti óbilandi trúar á eigin yfirburði, ráði sem mestu. Þeirra sem standa varðstöðu um óbreytt kerfi gríðarlegrar misskiptingar auðs, áhrifa og valda. Þeirra sem reka pólitík sem gengur út á að ala á hræðslu við hið óþekkta til að réttlæta eigin tilveru. Þeirra sem líta á sig sem lausnina, en eru í raun vandamálið." Leiðari eftir Þórð Snæ Júlíusson.
- Enn einu sinni sýnir hann af sér einstaklega ógeðfeldan brag í kosningabaráttu um forsetaembættið að mínu mati.
* - Hann ræðst með dónalegum hætti á með frambjóðendur sína. Enginn annar frambjóðandi hefur sýnt honum viðlíka óvirðingu
Hann er forseti á launum í þessarari kosningabaráttu eins og áður og það veldur miklum ójöfnuði milli frambjóðenda. Það getur ekki verið eðlileg staða.
Lætur hann kanski ökumann embættisins aka sér um milli áróðursstaða á embættisbílnum í vinnutíma sínum? Eða hagræðir hann embættisverkum sínum eins og í síðustu kosningum að mér fannst sem henti kosningabaráttunni?
Stundum er forsetinn í harðri vörn fyrir eiginkonuna og telur aðild hennar aflandsreikningum ekki koma embættinu við. Rétt eins og þau séu ekki forsetahjón.
Síðan er hann með barnalegan útúrsnúning eins og hann á vanda til þegar hann er í vonlausri vörn og ræðst að Katrínu Jakopsdóttur:
Það er bara algert bull. Það er ekki minnst á mig einu orði í Panamaskjölunum til eða frá. Þess vegna skiptir líka miklu máli ef við ætlum að ná utan um þessa umræðu sem er mikilvæg á árangursríkan hátt að menn haldi sig við staðreyndir, sérstaklega ábyrgir alþingismenn, segir Ólafur Ragnar.
Katrín talaði ekki um að nafn forsetans kæmi fyrir í þessum Panamaskjölum, heldur að forsetahjónin tengdust þessum reikningum. Það er rétt.
,,Hún talar um upplýsingar úr Panamaskjölunum, nú seinast um forseta lýðveldisins, er augljóslega að ræða þær upplýsingar að tengdafólk hans sé í þessum skjölum enda sitja allir sallarólegir undir þessu.
Ólafur Ragnar er eini maðurinn sem túlkar þetta svo að hún hafi sagt að hann sé nefndur þar, og það er óboðleg túlkun en það hefur s.s. komið fram að hann á erfitt með að skilja bæði spurningar fréttamanna og greinilega fleira sem sagt er".
Síðan getur blessaður forsetinn ekki verið dómari í eigin málum eins og hann telur sig geta verið og hefur áður talið sig geta.
Annað hvort eru þau forsetahjón eða ekki. Forsetafrúin kemur fram fyrir hönd þjóðarinnar ásamt forsetanum á hinum þessum stöðum. Hún er því fulltrúi þjóðarinnar sem slík. Síðast í Svíþjóð.
Forsetinn á bara að hætta
Ég veit ekki til þess, stjórnarskráin veiti forseta Íslands rétt til að sýna öðru fólki dónaskap og óvirðingu
Kosningabaráttan er greinilega hafin, líklega gætir
Morgunblaðið þess að allir frambjóðendur
fái jafnmikla umfjöllun.
Hvað veit forsetinn um sagnfræðileg met? Hvað á hann við og hvernig eru slík met metin ef þau eru til? Er þetta ekki bara einhver örvænting hjá karli?
Guðni slær sagnfræðilegt met | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.5.2016 | 14:12
Enn að ráðskast
- Það er furðulegt að þessi fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar skuli vera að blanda sér inn í málefni Samfylkingarinnar.
Árni Páll er auðvitað hennar fulltrúi og hefur líklega fjarstýrt honum alla tíð eftir að vinstri stjórnin var mynduð. Þau vildi greinilega vinna með hægri mönnum í ríkisstjórn enn ekki með vinstri flokknum. Settir voru afarkostir til þess ætlaðir að rústa VG.
Þeir eru auðvitað fleiri miðflokksmennirnir í flokknum og ESB sinnarnir sem í raun eyðulögðu ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er átti iðulegast meira sameiginlegt með félögum í VG en mörgum samflokksþingmönnum sínum.
- Jóhanna var aldrei ESB-sinni.
Ingibjörg Sólrún hefur aldrei verið sátt eftir að vinstri armurinn krafðist afsagnar ríkisstjórnar Geirs Haarde.
Einnig krafðist hún þess, að þingmenn flokksins lokuðu augunum gagnvart ýmsum slæmum vinnubrögðum hennar í ríkisstjórn Geirs Haarde að mati Rannsóknarnefndarinnar. En margir þeirra voru einmitt með augun opin.
Fylgi þessara fylkinga mældist óvart á síðasta landfundi Samfylkingarinnar er Árni Páll formaður flokksins hélt formannssætinu á einu atkvæði.
Það var ekki vendipunkturinn, en greinilega tilraun til uppgjörs milli fylkinga. Vinstri armurinn hafði verið fótum troðinn síðan að Ingbjörg Sólrún var kjörinn formaður flokksins.
Það kom í ljós, að á fundinum var vinstri armurinn eða verkalýðsarmurinn sterkastur þessara þriggja fylkinga í flokknum.
Þetta var auðvitað gríðarlegt áfall fyrir hægri og miðjuarm flokksins sem höfðu sameinast gegn vinstri arminum hlaupið faðm íhaldsins í trássi við kjósendur flokksins.
Nú reynir auðvitað á, að nógu öflugur foringi finnist sem getur sameinað flokkinn sem vinstri flokk eins og stofnað var til hans á sínum tíma.
Þessi fyrrverandi formaður, Ingibjörg Sólrún ætti auðvitað að vera með sínu fólki í Bjartri framtíð
Árni Páll brást þeim skyldum sínum fyrir flokkinn að sameina flokkinn um nýjan foringja sem flestir flokksmenn gætu sætt sig við. Hann hefur alltaf vitað það, að enginn sátt var um hann innan flokksins sem leiðtoga og ekki heldur meðal kjósenda.
Ekki endilega góð en skiljanleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2016 | 16:20
Árni Páll er maður af því meiri að hætta við framboðið.
- Það hefði auðvitað verið vísasta leiðin til að kljúfa Samfylkinguna.
* - E.t.v. hefur þessi gamli allaballi og Ólafs Ragnars maður séð ljósið.
Kanski hefur hann áttað sig á því, að þótt hann hafi fyrir löngu breyst í miðjumann, að þá eru félagar hans vinstri menn og vilja vera það áfram.
Fólk hjartans, fólk sem þorir að fylgja góðum tilfinningum sínum í lífinu og deila kjörum með sauðsvörtum almúganum.
Samfylkingunni verður ekki snúið til baka til þess að vera miðjumoðið sem gamli Alþýðuflokkurinn var orðinn að.
Auðvitað bar Árna Páli skylda til þess strax eftir kosningarinnar frægu að verða sá foringi sem sameinaði flokkinn að nýju um nýjan formann, en hann brást flokknum að þessu leiti.
Það varð strax ljóst þann stutta tíma sem hann var ráðherra og þann stutta tíma sem hann var í forystu flokksins á tímum vinstri stjórnarinnar, að hann gekk ekki í takt við flokksfélaga sína og eða vinstri menn í hinum flokknum.
Heldur ekki í takt við alþýðufólk í landinu.
- Flestir áttuðu sig á því að Árni Páll vildi vera í stjórn með hægri öflunum.
Árni Páll hættur við framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2016 | 14:17
Er okkur sama um hverjir eru fulltrúar þjóðarinnar?
- eg fæ ekki skilið að nokkur íslendingur kæri sig um það,
að þessi annars ágæta kona komi fram fyrir Íslands hönd sem forsetafrú.
- Eftir þær upplýsingar sem hafa verið dregnar upp á yfirborðið um hana hafa
verið birtar. - Jafnvel þó að þær væru bara að hluta til réttar.
Vill svör frá Bessastöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.5.2016 | 10:28
Mun ekki lækka íbúðarverð á markaði
- En mun auðvitað lækka byggingakostnað.
Gerir það einnig að verkum að verði samdráttur í ferðaþjónustu og að eftirspurn ferðafólks eftir hótelrými minnki megi koma hótelbyggingum í verð á húsnæðismarkaði.
Það eina sem gerist næstu árin er,
að álagning byggingaverktaka eykst við þessar breytingar.
Breyting í átt að lægra verði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.5.2016 | 14:28
Sakleysið uppmálað
- Það ætti auðvitað að vera meðmæli með íslenskum almenningi
þegar honum tókst að hrekja á brott siðspilltan forsætisráðherra.
Væntanlega tekst þessum sama almenningi að losa sig við forsetann sem er doktor og gamall prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sem er svo götóttur milli eyrnanna að átta sig ekki á því að forrík eiginkona hans á í stór viðskiptum um allann heiminn.
Að þykjast ekki sjá það, að þessi ágæta kona er með geymdar miklar peningahrúgur hingað og þangað í stórum peningatönkum. Tankar sem eru látnir líta út sem eitthvað allt annað en þeir eru í raun. Að líta framhjá ákveðnum staðreyndum vegna hagsmuna sinna ber ekki vott um algjört sakleysi forsetans.
Hann á auðvitað að sjá sóma sinn í því, að gera þjóð sinni þann greiða að segja af sér strax hann Ólafur Ragnar. Menn muna auðvitað skrifin um hann í 8. bindi rannsóknarskýrslu Alþingis á bls. 176 og sem Geir Haarde beitti sér fyrir að gerð yrði.
Hann baðst aldrei afsökunar í fullri alvöru en sýndi þjóðinni bara hroka þegar hann gerði lítið úr þessari skýrslu. Þá upplýstist það auðvitað, að hann var á báti með útrásarvíkingum sem sumir hverjir hafa verið dæmdir í fangelsi þótt dinglaðir hafi verið af honum.
Vafi um heimilisfesti Dorritar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.4.2016 | 17:13
Þessi pólitíska aðferð Krisjáns Þórs er gömul og úrelt
- Þ.e.a.s. aðferðafræðin, í staðin fyrir að ráðherrann lætur smíða fyrir sig nýtt frumvarp um heilbrigðismál er byggir alfarið á hugmyndum flokksins og leggur fyrir ríkisstjórnina og slagurinn tekinn.
* - Væri alfarasælla, að Alþingi fengi það verkefni að semja slíkt frumvarp í samstarfi með ráðuneyti heilbrigðismála er gerði það að verkum að þverpólitísk sátt eða málamiðlun gæti myndast um frumvarpið.
Er tryggði það, að næsta ríkisstjórn færi ekki að rífa það niður sem fyrri ríkisstjórn hafði gert.
Reynslan ætti að vera búin að kenna löggjafavaldinu slík vinnubrögð eftir kollsteypur undanfarna áratugi í stórum málum.
Ég er ekki að taka afstöðu til frumvarpsins, til þess er ég ekki hæfur.
Það eru örugglega mörg merk og góð nýmæli í nýju frumvarpi.
Hagsmuna aðilar eru þegar farnir að gera athugasemdir út frá eigin hagsmunum.
En sjúklingar sjálfir hafa ekki sett fram athugasemdir. En það er bara gamla íslenska aðferðin, að þolendur nýrra laga hafa ekkert um málið að segja.
Áætlunin í takt við kröfu undirskriftanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.4.2016 | 14:57
Stjórnarflokkarnir eru áhugalausir um aflandsfélögin
- Umræða fer nú fram á Alþingi um tillögu VG á rannsókn á aflandsfélögum Íslendinga og skattaundanskotum.
Enginn ráðherra er í þingsal og aðeinn einn þingmaður stjórnarflokkanna á mælendaskrá.
Helmingaskiptaflokkarnir hafa greinilega engan áhuga á, að þessi mál verði rannsökuð.
Stigamennirnir auðvitað víðs fjarri
Þetta sagði ríkisskattstjóri 26. janúar:
,,Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri sagði í viðtali á Morgunvaktinni á Rás eitt í morgun að 80 milljarðar væru reiknuð stærð.
Þetta eru ekki 80 milljarðar sem hægt er að sækja. Það eru ýmis viðskipti sem eiga sér stað á grundvelli þess að þau séu dulin.
Ef það færi allt upp á yfirborðið þá er óvíst að af slíkum viðskiptum gæti orðið. Við höfum aukið í eftirlit á undanförnum árum og gerðum það núna síðast í lok síðasta árs og munum gera það meira.
Við erum að fara núna í nýja stefnumótunarvinnu þar sem verður mikil áhersla lögð á annars vegar þjónustu ríkisskattstjóra og hins vegar á eftirlitshlutverk.
Við höfum einnig verið í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins um þetta og nokkrar stofnanir eins og Vinnumálastofnun. Og með því að efla þetta allt er það trú okkar að það takist amk að halda þessu í skefjum, segir Skúli Eggert.
Bankaráðið bar ábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.4.2016 | 20:34
Ólafi Ragnari er ekki tekið fagnandi af þjóðinni
- Tíu dagar eru síðan Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti að hann hefði ákveðið að bjóða sig aftur fram í forsetakosningunum í júní.
* - Í 6. sinn og vill hann verða forseti í 24 ár.
* - Í fyrstu kosningabaráttu hans talaði hann um að eðlilegt væri að forseti sæti ekki nema 2 til 3 kjörtímabil..
Dagana 20. til 27. apríl spurði Gallup hvernig fólki litist á þetta. Þessa könnun verður auðvitað að skoða út frá því, að það var 25. apríl þegar það kemur í ljós að fjölskylda Doritar er með miklar eignir á Tortóla.
22. apríl hafnaði forsetinn því alfarið að fjölskylda frúarinnar tengdist skattaparadísum. Þannig að niðurstaðan fyrir forsetan er afspyrnu léleg.
Þessi uppsetning Mbl á fréttinni, að segja ekki frá því hvenær könnunin er gerð, er blaðinu skammar. Það skiptir auðvitað máli því Panamatengslin skipta máli einkum vegna orða forsetans
Skiptar skoðanir um ákvörðun Ólafs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.4.2016 kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.4.2016 | 15:02
Hvor segir satt, ráðherrann eða prófessorinn?
- Gylfi Magnússon hagfræðingur og fyrrverandi viðskiptaráðherra segir að aflandsvæðingin hafi skapað helsjúkt samfélag og haft gríðarlega vond áhrif á íslenskt efnahags- og viðskiptalíf.
Aflandsvæðingin hefur tvímælalaust haft mjög slæm áhrif. Það en nánast sama hvar drepið er niður fæti þá koma í ljós slæm áhrif.
Auðvitað hafa menn fyrst og fremst horft á skattahliðina og þá staðreynd að svona félög eru í mjög mörgum tilfellum notuð til að komast hjá skattgreiðslum.
Stundum beinlínis ólöglega en stundum með einhverjum flækjum sem standast nú ítrustu próf lögfræðinna þótt þau séu ekki siðleg.
Það þýðir þá auðvitað bara að þeir sem eru með breiðustu bökin þeir eru þá ekki að borga sinn skerf við að halda samfélaginu uppi. Það er auðvitað afleitt.
Þeir sem lenda í því að þurfa að borga, venjulegt launafólk sem getur ekki komið sínum tekjum undan skatti með svona trikkum finna auðvitað fyrir því.
Þetta kom fram í viðtali við Gylfa Magnússon á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Gylfi segir að ruðningsáhrif þessa séu mikil.
Þeir sem notfæra sér svona brögð geta haft forskot á aðra og þar með heltast hinir úr lestinni í samkeppninni. Þannig að við getum endað með helsjúkt samfélag sem ég held því miður að sé ekkert fjarri lagi sem lýsing á efnahagslífinu.
- Gylfi er ekki einn um þessa skoðun, nánast allir hagfræðingar sem vilja láta taka sig alvarlega og þjóðarleiðtogar í lýðræðislöndum eru á þessari skoðun.
* - Bjarni getur ekki sannað það fyrir neinum á hvaða stað íslendingar eru í aflandeyjamálum miðað við aðrar vestrænar þjóðir.
* - En hann getur auðvitað sagt frá því hvaða lýðræðisþjóðir aðrar í Evrópu eru með ráðherra sem eiga eða hafa átt eignir og skráð fyrirtæki í skattaparadísum
* - Bjarni er greinilega í hópi með Pútín og Úkraínu forseta. Allir eru þeir eða hafa verið skráðir fyrir eignum á aflandseyjum Við íslendingar viljum ekki þannig ráðherra.
* - Í fyrirspurn sem Rósa Björk Brynjólfsdóttir varaþingmaður og beinir til fjármálaráðherra er spurt:
Hvort sú staðreynd að ráðherra átti sjálfur aflandsfélag um tíma hafi haft áhrif á afstöðu hans til kaupa skattrannsóknarstjóra á gögnunum um aflandsfélög Íslendinga.
Þá er óskað skýringa á þeim drætti sem varð á málinu eftir að skattrannsóknarstjóri óskaði eftir heimild til kaupanna í október 2014.
RÚV á hrós skilið fyrir að taka þetta viðtal við Gylfa og útvarpa því. Slíkt viðtal er ekki til vinsælda fallið af ráðamönnum þjóðarinnar. Elítunni sem eru með fé á Tortóla og fleiri stöðum í skattaskjóli.
Í fararbroddi í skattaskjólsmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)