Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
17.12.2016 | 15:11
Mér finnst þessi háttsemi Framsóknarmannsins vera siðleysi
- Hann fór í framboð fyrir ákveðinn stjórnmálaflokk til Alþingis. Hann er kosinn á þing og bæði kjósendur hans og aðrir eiga þá kröfu á þennan mann að hann mæti í þessa vinnu sína.
Það má vel vera að hann sé reiður út í einhverja í Framsóknarflokknum, einhverja sem eru á Alþingi og eða þá sem ekki kusu hann nú en gerðu í síðustu kosningum.
Það má einnig vera að hann sé reiður út í RÚV vegna þess að miðillinn kóaði ekki með honum. Miðillinn tók ekki þátt í því að hylma yfir með honum.
Sigmundur Davíð væri maður af meiri ef hann mætti til þings og ræki sínar skyldur þar við kjósendur sína og þjóð sem greiðir honum laun til að sinna því hlutverki að vera þingmaður.
Það hljóta að vera til reglur um það, þegar þingmaður sem hættir að mæta til þings eigi að hætta að fá greidd laun sem slíkur. Það hlýtur að vera eðlilegt að næsti maður á lista Framsóknarmanna í þessu kjördæmi taki við.
Það verður enginn var við reiði hjá RÚV nema Sigmundur Davíð sjálfur.
Voðaleg reiði er þetta í Ríkisútvarpinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
15.12.2016 | 12:25
Styrkur til iðnfyrirtækja bænda
- Það er ljóst, að samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar til fjáraukalaga er meiningin að styrkja kjötvinnslustöðvar á Íslandi sérstaklega
* - Svo þessi geti auglýst sína ríkisstyrktu vöru erlendis.
Eða eins og Markaðsráð kindakjöts, sem er samstarfsvettvangur bænda og sláturleyfishafa, hefur unnið markvisst að því að finna nýja markaði erlendis, en ljóst er að afsetja þarf um 800 til 1.000 tonn til að koma í veg fyrir uppnám og almenna verðfellingu á kjöti á innlendum markaði seinnipart vetrar og/âeða næsta haust.
M.ö.o. neytendur eiga samkvæmt þessum hugmyndum greiða aukaskatt til kjöt vinnslunnar til að koma í veg fyrir að neytendur geti notið lækkunar á þessari dýru vöru.
Þetta er auðvitað siðleysi.
Stendur agndofa frammi fyrir þessu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.12.2016 | 16:07
Kaupmenn loka greinilega augunum fyrir vanda íslenskra neytenda
- Er búa við óheyrilega og óeðlilega hátt vöruverð og hafa kaupmenn komist upp með það, að velta hverju sem er út í verðlagið.
Sumir myndu segja að það væri vegna samkeppnisleysis raunverulegrar verslunar erlendis frá.
Stjórnvöld hafa lagt niður tolla og vörugjöld af ýmsum vöruflokkum og eðlilega lækkar það í sjálfu sér ekki vöruverð. En eykur álagningu kaupmanna. Verðlag er frjálst og engin er samkeppnin.
Verslun á Íslandi býr við ímyndarvanda sem ætti að vera áhyggjuefni fyrir alla íslenska kaupmenn að sögn Margrétar Kristmannsdóttur, framkvæmdastjóra Pfaff og varaformanns rekstrarfélags Kringlunnar
Einföld skýring sem ekki skýrir vandann, á íslensku þýðir þetta að kaupmenn loka augunum fyrir vanda samfélagsins sem kaupmenn bera mikla ábyrgð á.
Almenningur á Íslandi situr uppi með hand ónýta verslun sem getur velt hverju sem er út í verðlagið.
Verslunin er gríðarlega yfirskuldsett og starfar við gríðarlega stóra og mikla yfirbyggingu. Reksturinn er allt of dýr.
Íslensk verslun býr við ímyndarvanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2016 | 10:54
Skattalækkanir hafa ekki lækkað verð á innfluttum vörum
- Verslun á Íslandi er í raun vanþróuð atvinnugrein
Í gærmorgun fóru kaupmenn íslenskir í naflaskoðun
Til umræðu var á glæsilegri ráðstefnu samkeppnishæfni íslenskrar verslunar við erlendar verslanir sem skyndilega er farin að veita innlendri alvarlega samkeppni.
Við sem störfuðum í íslenskum samkeppnisiðnaði fengum að finna fyrir slíkri samkeppni erlendis frá eftir inngöngu Íslands í EFTA í byrjun árs 1970.
Þá var það sem íslensk verslun gekk í lið með erlendum aðilum og réðust með mikilli grimmd á íslenskan iðnað.
En það hefur verið ljóst í áratugi að innlend verslun er alls ekki samkeppnisfær við erlenda verslun.
Jafnvel nú hefur komið í ljós, eftir að ríkisvaldið hefur létt sköttum af íslenkri verslun, hversu veik þessi starfsemi er á Íslandi og erlendir aðilar eiga nú stóran hlut í íslenskri verslun.
Um helgina kom ég úr 40 daga sumarfríi á Lönguskerjum eða Tenerife og ég komst ekki hjá því að sjá hvað bensín kostar á bíla þar í landi. En líterinn kostaði þar innan við 0,8 evrur, þ.e.a.s. nálægt 97 krónum hver lítri. En Tenerife er úti í ballarhafi rétt eins og Ísland.
Á Íslandi kostar hver lítri 100 kr. meira eða um 197 krónur. Þarna er ekki um verulegan mun á flutningskostnaði að ræða, en væntanlega eru skattar á Íslandi á þessa vöru miklu meiri.
Verðlag á fatnaði og matvöru var u.þ.b. þriðjungur af verði sambærilegra vara á Íslandi og sá verðmunur skýrist ekki af sköttum. Sama má segja um verð á nýjum bílum.
Hafa lækkað verðið um 8-10% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2016 | 10:45
Píratar segja að Katrín hafi gefið frá tækifærið að verða forsætisráðherra
- Það er auðvitað bull að formaður VG verði í náinni framtíð forsætisráðherra og eða utanríkisráðherra.
Félagar í VG ganga ekki með slíkar grillur í maganum eða væntingar. Hafa tæplega áhuga á því vegna þess t.d. hvað það kostar í afslætti og gjörbreytingu á stefnu flokksins.
Það gerir andstaða VG við aðild Íslands að Nató og ESB. Nató hefur komið í veg fyrir slík hlutverk vinstrimanna til þessa. Ísland er í raun og veru ekki frjálsara land en þetta.
Þetta er allt lýðræðið á Íslandi og þetta er undir niðri stóra vandamálið við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Það verður trauðla mynduð ný ríkisstjórn á Íslandi svo eitthvert vit sé í, án þátttöku VG. Engir stjórnmálaflokkar treysta Pírötum.
Flokkarnir sækjast eftir flokknum í stjórn en sætta sig ekki við að flokkurinn beri ábyrgð á þessum ofangreindu ráðuneytum. Píratar eru svo sannarlega á sama báti og aðrir Nató-flokkar á Íslandi.
Allir flokkar að tala saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.12.2016 | 15:53
Satt er það, ríkið á að greiða skuldir sínar.
- Lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs eins og fyrirbærið er kallað í umræðu hefð hægri manna á Íslandi
* - Eru vangoldin laun ríkisins vegna starfsmanna sinna, óreiðuskuldir sem Davíð Oddsson sem forsætisráðherra byrjaði að safna
* - Ríkinu ber að skila í lífeyrissjóð opinberra starfsmanna þessum hluta af launum opinberra starfsmanna
* - Þetta fé er ekki eitthvað sem ríkissjóður ætlar að gefa opinberum starfsmönnum. Eins og heyra má frá hægri mönnum
* - Opinberir starfsmenn hafa þegar unnið fyrir þessum launum sínum með störfum sínum
* - Engir aðrir atvinnurekendur á Íslandi komast upp með að vanrækja þær skyldur sínar að skila á réttum tíma umsömdum launum starfsfólks þangað sem þær eiga að lenda
* - Ég reikna með því að aumingja þingmaðurinn líti svo á, að hann vinni fyrir þeim hluta launa sinna sem vinnuveitanda hans ber að skila í lífeyrissjóð þingmanna
* - Það er a.m.k. ljóst að vinstri menn vilja að ríkissjóður greiði skuldir sínar og að allir landsmenn taki þátt í því að halda uppi samfélaginu með sama hætti en ekki bara sumir.
Aldrei rætt um að lækka skuldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2016 | 10:07
Viðreisn vill í raun óbreytt ástand í svávarútvegsmálum
- Viðreisn vill framselja kvótann til 33ja ára
* - Eftir 33 ár verða börnin mín á aldrinum 73 til 85 ára gömul
* - Ég löngu dauður og gleymdur öllum.
Engar líkur eru á, að erfingjar núverandi sægreifa myndu ekki kasta eign sinni á aflaheimildir þjóðarinnar. Á grundvelli hefðarréttar eftir slíkan tíma. Þeir telja sig vera hefðarmenn.
Viðreisn er varðstöðuflokkur um skattkerfi og hyglunarkerfi Sjálfstæðisflokksins.
Það eru allar kerfisbreytingarnar og frjálslyndið sem Viðreisn stendur fyrir.
- Varðstaða um óbreytt þjóðfélag.
- Varðstaða um auðmenn og sægreifa.
- Ónýtt velferðarkerfi.
- Um einkavædd sjúkrahús og skóla.
Ketill skrækur fylgir Skuggasveini hvert sem hann fer.
Finna hvar sársaukamörkin liggja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.12.2016 | 12:22
Allir vilja starfa með VG
- Flokkar með stefnu og hugsjón
* - Eru og verða alltaf vandamál fyrir aðra flokka eins og t.d. í íslensku flokkakerfi
* - Það er einnig ástæðulaust að reyna að gera lítið úr slíkri stefnufestu.
Því það er aldrei auðvelt að sýna staðfestu.
Það er ekki að ástæðulausu að miðjuflokkarnir sæki það svo stíft að eiga samstarf við VG í ríkisstjórn.
Það er þeirra eini möguleiki til að hafa áhrif á Alþingi.
Stefnufesta flokksins er skýr og öllum ljós, kostur sem skiptir alla máli bæði aðra stjórnmálaflokka og almenning.
Greinilegt er, að reynslulitlir og sessusjúkir stjórnmálamenn eru auðveld bráð fyrir Morgunblaðið sem hefur alla tíð lagt metnað sinn í að skapa sundrungu meðal stjórnmálamanna sem eru blaðinu ekki þóknanlegir.
Aumkunnarverður er Össur um þessar mundir sem ekki hafði vit á því að finna sér annað starf fyrir síðustu kosningar.
Hann og mágkona hans eiga reyndar helstu sökina á hvernig farið er fyrir Samfylkingunni.
Össur er svo sannarlega með stjörnu í brók og á að hafa vit á því að skammast sín og hætta að reyna að skaða flokk sinn.
Telja VG vera vandamálið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.12.2016 | 11:16
Greinilegur stefnumunur
- Eðlilega hefur VG aðra stefnu og viðhorf en miðjuflokkarnir svo ekki sé minnst á hægri flokkanna.
* - Ef ekki væri flokkurinn óþarfur.
Það er einnig ljóst að í samstarfi með VG verða miðjuflokkarnir miklu áhrifameiri enn í samstarfi með gamla valdaflokknum.
Flokknum sem er sífellt fyrir hagsmuni útgerðarinnar, peningaaflana og fyrir fyrri störf í nær samfellt í 70 ár.
Væntanlega eru það félagsleg viðhorf VG sem eru öllum flokkum erfið. Með þessu sannar VG gildi sitt sem stjórnmálaflokkur á Íslandi sem krefst þess að störf Alþingis og ríkisstjórna taki mið að þörfum fólks ó landinu.
Fjórir af fimm flokkum samstíga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2016 | 14:46
Heimboð á heiðarbýlið
Það er greinilegt að það eru ekki sjónarmið samvinnumanna sem ráða ferðinni í ranni Framsóknarflokksins á þessu landshorni.
Greinilegt er að klofningurinn í þessum 100 ára flokki er staðfestur enda er flokkurinn búinn að gera sig óþarfan í íslensku samfélagi.
Sigmundur boðar til veislu nyrðra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)