Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
3.6.2014 | 21:19
Nú er það fólk sem kallaði sig kristið
- Undanfarna daga hefur geisað á Íslandi einstaklega ógeðfelldur andróður gegn múslimum sem í eðli sínu líkist helst ofsóknum nasista í Þýskalandi á dögum Hitlers
Nú berast hryllingsfréttir frá Írlandi af atburðum sem gerst höfðu á þjónustuheimili sem írskar nunnur ráku þar í landi. Væntanlega í nafni kristinnar trúar. Getur verið að svæsnir fordómar hafi ráðið gjörðum nunnanna og þá um leið Írsku kirkjunnar sem var ríkiskirkja væntanlega.
Líkamsleifar 800 barna finnast í rotþró (RÚV)
Þýskaland er og var kristið samfélag og þar gátu ofsóknir orðið ríkjandi gjörningur stjórnvalda. Það er einnig ljóst að svipaðir atburðir gerðust í Rússlandi og síðar í Sovétríkjunum undir stjórn Stalín sem var reyndar menntaður guðfræðingur. Eitt að mestu leyndarmálum sögunnar er spurningin um andóf kirkjunnar í Þýskalandi gegn þessum færibandamorðum í Þýskalandi og sama má segja um Svétið.
- Það er ljóst að hryllingsatburðir geta gerst í öllum löndum og allstaðar geta ill stjórnvöld misnotað trúarbrögð fólks. Breytir þá engu hver trúarbrögðin eru.
. - Ofstæki sem þessi byrja gjarnan með ofsóknum eins og hefur mátt sjá og heyra undanfarna daga hér á Íslandi. Þetta endar oftar en ekki með manndrápum
. - Það undrar mig mest að ekki skulu berast af því fréttir að lögreglan hafi stungið þessum mönnum í steininn. Morðhótanir hlýtur að þurfa að taka alvarlega.
- Þetta heimili starfaði til 1961.
800 börn grafin í rotþró | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.5.2014 | 18:34
Það yrði af því mikill skaði
- Ekki síður yrði af því mikill sjónarsviptir
- Ef Hanna Birna færi úr þessu embætti.
Ég vil hafa hana þarna sem lengst. Hanna Birna eins og Vigdís Hauksdóttir eru ómissandi táknmyndir fyrir þá flokka sem þær tilheyra. Þær eru glæsilegir fulltrúar fyrir sitt fólk og ekki síður dæmigerðar fyir tegundina.
Hún gerði mörg mistök þann stutta tíma sem hún var borgarstjóri og mun henni einnig verða hált á svellinu í þessu ráðuneyti.
Sneypulegust var tilraun hennar til þessa er þegar hún fór aftan að formanni sínum og reyndi að hrekja hann formannssætinu hjá flokknum.
Guð blessi Ísland
Vilja að Hanna Birna segi af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 18:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.2.2014 | 17:26
Geir Jón er örugglega hinn vænsti maður
- Þótt hann hafi farið gróflega yfir strikið að mér finnst, þegar hann lét eftir sér óum beðinn að skrifa flokkspólitíka skýrslu um mótmæla aðgerðirnar í miðborginni eftir hrunið.
. - Hann gerir það með þeim hætti að hann taldi að það gagnaðist honum í prófkjörslag innan Sjálfstæðisflokksins af öllum flokkum. Hann er kominn á þing.
Ég er viss um að fjöldamörg ungmenni treysti þessum manni sem trúuðum og vel gerðum manni sem vildi öllum vel. En það er sú mynd sem ungmenni eiga flest um þjóna þjóðkirkjunnar á Íslandi a.m.k. Þ.e.a.s. að unga fólkið treysti því að hann hafi alla staði unnið sitt starf í kristilegum kærleiksanda og af fórnfýsi.
- Svona með góðum föðurlegum hætti. Enda þekktur fyrir sín störf innan Hvítasunnuhreyfingarinnar og innan þjóðkirkjunnar þar sem hann sýndi af sér góðar hliðar.
M.ö.o. mér finnst einnig að hann hafa brugðist því trausti sem fólk sýndi honum þegar hann fer að tíunda eitt og annað sem mátti liggja í þagnargildi. Hann leyfði sér að gaspra með ósannar samsæriskenningar um að hinir og þessir stjórnmálaflokkar hafi skipulagt þessi fundarhöld.
Þessi maður af öllum á að hafa í heiðri fyrirgefninguna og kærleikan sem hann hefur boðað í frístundum sínum og sem yfirmaður í lögreglunni.
Mér fannst það afar sérkennilegt að heyra það frá einum lögreglumanni sem stóð vaktina við Alþingishúsið forðum, hve þeir lögreglumennirnir voru lítt hrifnir af vinnubrögðum þessa manns sem yfirmanns á þessari vakt. Sagði hann augnaþjón.
Mér þætti gaman að vita í hverju öll þessi menntun þingmannsins er fólgin. Hvort hún er fólgin í iðnáminu hans sem mér sýnist vera merkilegast af þessari skólgöngu sem hér upp talin og eða í söngnáminu. Ég hefði haldið að óspurðu að hún hefði hlotnast honum í 40 ára lögreglustarfi einna helst.
Ég efast um að skólaganga þessi hafi menntað hann sérstaklega.
- Já ég veit það, að það erfitt að reyna að vera kristinn maður hverja stund í lífinu. Rétt eins og það erfitt að vera góður vinstrimaður
Geir Jón tók sæti á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.1.2014 | 15:01
Hjá hverjum starfa alþingismenn?
- E.t.v. teljast þeir ekki vera starfsmenn
- Er e.t.v. ekki litið svo á þeir reyni að starfa á Alþingi?
Á sérstökum lista sem Guðlaugur Þór birtir eru taldir upp fjöldi starfsmanna Alþingis en alþingismenn eru ekki með á þeim lista.
Ég verð þá leiðréttur ef ég fer með rangt mál. Hefur þessi þingmaður sem hefur þegið mestu styrki frá hvers kyns hagsmuna aðilum sem um getur án þess að gefa upp hverjir greiða bera í hann fé.
Kanski að hann sé enn, launþegi hjá þessum aðilum?
Hefur hann nokkurntíma starfað öðru vísi en sem opinber starfsmaður af einhverju tagi?
Yfir 21 þúsund starfa hjá ríkinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2013 | 13:43
Jón og séra Jón
Hún er um margt merkileg umræðan um Jón Baldvin þessa dagana sem hefur þegar komið miklu umróti á eitt og annað í háskólasamfélaginu. Fílabeinsturninn nötrar örlítið.
Viðtölin við ýmsa stjórnendur á háskólastiginu eru um margt afar loðin og furðuleg.
Ekki ætla ég að bera blak af seinni náttúru þessa fyrrverandi ráðherra og stjórnleysi hans á áráttu þessari. Sú sem fyrir áreiti Jón Baldvins varð, hefur aldeilis fengið að njóta þess í fjölmiðlum sem hún lenti í og ég efast um að viðkomandi njóti þessarar athygli. En fjölmiðlar sjá greinilega um að viðhalda kvöl þolandans. Henni skal greinilega vera refsað.
Auðvitað er ekki hægt að réttlæta þessi glöp gamla stjórnmálaforingjans og ljóst er að Íslands nútímans líður ekki hátterni af þessu tagi og að þau verða aldrei fyrirgefin. En þjóðin á auðveldara með að fyrirgefa háttsettum stjórnmálamönnum fyrir önnur afbrot. Þ.e.a.s. fyrir önnur mjög alvarleg afbrot.
- Það er ekki laust við, að þarna standi þessi þjóðþekkti maður algjörlega berskjaldaður og getur aldrei fengið uppreisn æru sinnar.
. - Þá vaknar spurningin hvort málið hefði farið í annan farveg ef Jón Baldvin hefði verið algjörlega óþekktur og sauðsvartur einstaklingur.
Efnahagslega verður enginn ríkur af þeim launum sem gestakennarar fá fyrir vinnu sína og störf hjá háskólastiginu. Það þekki ég. Þannig að það hefur tæplega verið það sem hvatti Jón Baldvin að sinna þessu gestahlutverki heldur eitthvað allt annað.
Skilgreiningar Jóns Ólafssonar voru beinlínis barnalegar nú í útvarpinu í morgun. Hæfni kennara á háskólastiginu ræðst ekki af framleiðslu manna á ýmsum ritgerðum og kenningasmíðum.
Það er örugglega hægt að fá jafn mikilvega þekkingu öðru vísi sem er jafn mikilvæg fyrir samfélagið í heild sinni og fræðasamfélagið. Þær eru nú ekki allar merkilegar og eða mikilvægar þessar ritgerðir og eða kenningar sem settar eru fram í þeim.
Væntanlega eru nemendur háskólans komnir yfir 18 ára aldur.
- Myndi stjórnmálamaður sem hefur verið dæmdur fyrir stjórnarskrárbrot geta komið og flutt fyrirlestra sem gestakennari á námskeiði.
Nú fer skólin væntanlega yfir feril allra þeirra sem starfa fyrir háskólanna í landinu frá 16 ára aldri. Annað væri auðvitað mismunun.
,,
Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum".
Rektor biðst afsökunar á verklagsreglum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2013 | 20:40
Barnaníði er haldið leyndu
Nokkuð sem fer í berhögg við íslensk lög.
- Dæmi um hið mikla yfirþjóðlega og pólitíska vald sem kaþólska hafði um aldir og virðist enn við lýði hjá þessari kirkju víða um lönd.
Það hlýtur að vera krafa íslenskra lögregluyfirvalda að kaþólska kirkja lúti íslenskum lögum hér á Íslandi. Sem er að þessi rannsóknarnefnd skili yfirvöldum þessumrannsóknargögnum.
Það verður síðan íslenskar dómsyfirvalda að taka ákvörðun um hvað gera skuli við gögnin. Einu sinni var páfinn og kaþólska kirkjan yfirboðlegt vald. Það vald nær ekki lengur yfir íslenska þjóð og fulltrúar þessarar kirkju á Íslandi verður að lúta íslenskum lögum og dómstólum.
- Breytir þá engu hvað trúarsetningar segja.
Þá er það skýrt í íslenskum lögum, að ef starfandi t.d. prestur á Íslandi verður þess áskynja að brotin hafi verið lög á börnum í þessu landi t.d. með hverskonar ofbeldi skal strax tilkynna slíkt til íslenskra yfirvalda. Það er ekki í valdi presta að ákvarða það hvort eigi að tilkynna um slíkt.
- Breytir þá í engu um, hvaða trúarbrögðum viðkomandi prestur þjónar.
- Það breytir heldur engu um í hvaða trúfélag barnið er skráð.
Tilskipun kaþólskra andstæð lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt 1.9.2013 kl. 09:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2013 | 18:10
Landsdómur var bæði faglegur og vandaður
- Þuríður var samkvæm sjálfum sér og málefnaleg
Allt þetta ár hefur verið í gangi mikil umræða um Landsdóm og þetta eina verkefni hans þegar fyrrverandi forsætisráðherra Geir Haarde var dæmdur sekur um að brjóta stjórnarskrá landsins í einu atriði. Hann hefur aldrei verið sá maður að viðurkenna sekt sína og eða beðið þjóðina afsökunar.
Flokksfélagar hans hafa allar götur reynt að gera lítið úr þessum dómi þrátt fyrir alvarleika hans. Þá hafa félagar hans reynt að þvo af honum dóminn sem auðvitað verður aldrei hægt að gera.
Eins og áður í þessari umræðu allri að það skortir að þeirri grundvallarspurningu sé svarað hvað alþingismenn áttu að gera, þegar rannsóknarnefndin segir líklegt, að fjórir ráðherrar brotið hafi stjórnarskránna.
Það er engin spurning, að Alþingi brást þjóðinni í málinu því hið eina rétta var að mál allra þessa ráðherra hefðu átt að fá sömu málsmeðferð. Þ.e.a.s. að fara fyrir Landsdóm.
Gamll félagi minn segir að Landsdómur sé ekki dómur þjóðarinnar, en að það séu kosningar. Það er auðvitað rétt að sumu leiti, en sú aðferð til að fella dóm í málum ráðherranna yrði þá fyrst pólitísk og ofsóknarkennd ef það væri aðferðin. Það sjá allir að slík aðferð er gjörsamlega óhæf og ósanngjörn gagnvart þeim ákærðu. Því slíkar kosningar snúast alltaf um miklu fleiri hluti.
Annar gamall félagi minn segir að það megi ekki vera hlutskipti alþingismanna að ákæra hvorn annan um landráð það eigi að vera verkefni ríkissaksóknara með sérstökum lögum. Það er augljóst að slík upp á koma er vandræðaleg. En það er ekki hægt að líta svo á, að alþingismenn hafi verið að dæma hvorn annan.
Saksóknara var falið að fara með þetta mál til að ákveða hvort ákæra ætti Geir eða ekki. En magaverkurinn hjá alþingismönnum var sá, að þeim mörgum fannst þeir vera að dæma þetta fólk ef þeir ákváðu að leggja mál þeirra fyrir Landsdóm. Það voru auðvitað ranghugmyndir.
En það var ekki skoðun flestra þingmanna, heldur hitt að það væri eina raunhæfa leiðin til að fá úr því skorið hvort fullyrðingin sem kom fram í rannsóknarskýrslunni væri rétt eða röng. Ekki gátu alþingismenn látið sem ekkert væri þegar sú ásökun nefndarinnar var reist sem Geir sjálfur skipaði, þá væru þeir í raun að bregðast skyldum sínum.
Með Landsdómsleiðinni fólst ekki, að það væri verið að dæma fólk sekt um óhæfu, heldur var það einnig eina færa leiðin til að sýkna þetta fólk af þessum ásökunum ef það var saklaust. Þessir ráðherrar voru annað hvort.
Nú er staðan sú að þrír fyrrum ráðherrar sem voru ásakaðir um brot á stjórnarskránni í ákæru rannsóknarnefndarinnar stendur enn óhögguð, því það er ekki í valdi Alþingis að dæma og eða sýkna í svona máli. Þessir þrír fyrrverandi ráðherrar hafa ekki verið hreinsaðir af áburði nefndarinnar. Það hlýtur að vera erfið staða.
Þessir félagar mínir hafa ekki svarað grundvallarspurningunni sem er, hver skylda alþingismanna var í þessu máli og hvernig áttu þeir að bregðast öðru vísi við.
Fyrirbærið Landsdómur sem er í raun hluti af Hæstarétti ásamt nokkrum leikmönnum tilnefndur af Alþingi þegar Geir var forsætisráðherra er enn æðsti dómstóll þjóðarinnar um málefni stjórnarskrárinnar þegar í hlut eiga ráðherrar sem verður það á, að fara á skjön við ákvæði stjórnarskrár Íslands.
En ég er sammála því, að það er nauðsynlegt að finna svona málum öðruvísi farveg. Þá verður einnig að svara því, hverjir það eiga að vera sem fá það hlutverk að ákæra ráðherra ef þeir brjóta stjórnarskrá og hverjir eiga að sjá til þess að slík mál séu kláruð
En nú kom ásökunin frá Rannsóknarnefnd Alþingis er þýddi það, að Alþingi gat ekki litið framhjá þeirri óþægilegu staðreynd sem í skýrslunni stóð.
Það er einnig ákaflega lúalegt af núverandi ráðherrum að reyna að gera lítið úr störfum þess fólks sem skipaði Landsdóm. Það hefur örugglega unnið sitt starf að heilindum og samkvæmt lögum og ekki látið pólitísk sjónarmið ráða störfum sínum. Þannig að dómurinn var ekki pólitískur.
En ég er sammála lögmanni Geirs sem segir:Frétt mbl.is: Vandmeðfarið fyrirkomulag
Ver Þuríði Backman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2013 | 19:10
Rannsóknarnefndin ásakaði Ingibjörgu Sólrúnu
- Hún hefur ekki verið hreinsuð formlega af þessum ásökunum, það hefði þurft dóminn til þess.
. - Þá er það ansi bratt af henni að gera lítið úr störfum dómaranna sem skipuðu Landsdóm þegar þetta mál fór fyrir dóminn. Þar voru hæstaréttardómarar og leikmenn og þeirra vinna var fagleg.
Ekki veit ég hvaða sjónarmið réðu hjá alþingismönnum þegar ákveðið var að vísa máli Geirs til Landsdóms. Um leið var ákveðið að sleppa þremur fyrrum ráðherrum við þessa málsmeðferð. Geir hefur sagt að þetta hafi verið pólitísk ákvörðun í og með.
En hann og Ingibjörg Sólrún geta ekki sagt að dómurinn hafi starfað með flokkspólitískum hætti.
- Þ.e.a.s. að dómur hafi tekið við einhverjum slíkum tilskipunum og farið eftir þeim. Það er fáranlegt hugmyndaflug að láta sér detta það í hug. Sérstaklega þegar fyrrum ráðherrar gera slíkt.
. - Þannig að það voru ekki alþingismenn sem dæmdu Geir Haarde, heldur dómarar í Landsdómi. Þeir gerðu það með algjörlega faglegum hætti.
Því eru allar slíkar ásakanir mjög alvarlegar.
Rangt að efna til Landsdóms | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2013 | 17:56
Það eru allir stjórnmálaflokkar sammála um það,
- að breyta þurfi stjórnarskrá Íslands þ.á.m. ákvæðinu um Landsdóm.
. - Er kallar þá á breytingar á lögum um Hæstarétt sem gæti orðið stjórnlagadómstóll með því að komið væri upp millidómstigi í landinu.
Hér segir lögmaður Geirs í raun sannleikann um þetta fyrirkomulag.
Landsdómsfyrirkomulagið er mjög vandmeðfarið og þess vegna á það kannski ekki rétt á sér. Þetta hefur ákveðna kosti en auðvitað galla líka. Af þeirri reynslu sem maður hefur af Landsdómi finnst mér mjög vandmeðfarið að gera greinarmun á pólitískum sjónarmiðum og lögfræðilegum sem gerir það kannski að verkum að það sé allt eins gott að leggja þetta bara af, segir Andri.
Rannsóknarnefnd Alþingis var ekki skipuð óvitum, þar var mjög virt fagfólk sem í raun lagði dóm á störf og gjörninga fjölda manna. Landsdómur var einnig skipaður hæstaréttardómurum ásamt leikmönnum sem hafa unnið verk af fullri fagmennsku.
Því má hrósa Þuríði Backman fyrrum alþingismanni þorði að standa á sínu sjónarmiði og á sjónarmiði meirihluta alþingismanna sem tók mark á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.
Hún stóð í báða fætur þrátt fyrir hagsmunagæslu þessara þingmanna á þessu Evrópuráðsþingi sem margir eru sekir um vafasöm vinnubrögð sjálfir og geta ekki verið hæfir til að fjalla um efni eins og þetta.
Ef Geir telur sig hafa verið dæmdan saklaus hefði hann átt að fara með málið fyrir dóm. Þá á ég við að hann hefði átt að fara með málið til Evrópudómsstólsins.
Geir Haarde hefur alla tíð kosið að líta framhjá þeirri staðreynd, að það var rannsóknanefnd Alþingis sem áleit að Geir hefði gerst sekur um stjórnarskrárbrot ásamt þremur öðrum ráðherrum í hans ríkisstjórn. Þá nefndi rannsóknarnefndin tvo aðra fyrrum ráðherra en þeirra brot voru firnd.
Af þeirri ástæðu einni var nauðsynlegt að fá út úr því skorið fyrir dómi hvort þessir fyrrum ráðherrar hafi verið sekir eða saklausir.
Það hefði einnig verið æskilegt að fara yfir mál gömlu ráðherranna. Það var beinlínis nauðsynlegt að fara með öll málin fyrir dóminn til þess að hreinsa þessa menn af sök hafi þeir allir saklaust dæmdir af rannsóknarnefndinni. Hinir ráðherrarnir hafa á sér þessa ásökun sem ekki verður af þeim hreinsuð.
Það fráleitt af Geir og öðrum ráðherrum sem voru ásakaðir ásamt félögum hans í Sjálfstæðisflokknum að draga í efa að fólkið í Landsdómi hafi blandað pólitík í málið. Þetta er hrein ósvífni, því í sambandi má nefna að Landsdómur var skipaður í hans tíð sem forsætisráðherra.
Það Evrópuráðsþingið hefur orðið sér til minnkunnar ef það er ályktun þess að Landsdómur hafi ekki unnið af fagmennsku. Dómurinn yfir Geir var ekki flokks-pólitískur og hann var ekki dæmdur fyrir pólitísk mistök heldur fyrir eins og áður er sagt fyrir stjórnarskrárbrot.
Þetta þing segir aðeins að ekki skuli dæma stjórnmálamenn fyrir pólitísk mistök og því verður niðurstaðan ekki túlkuð með þeim hætti sem Geir segir. Það er beinlínis rangtúlkun.
Maður spyr sig bara, eru fjölmiðlar hræddir við að segja rétt frá niðurstöðu málsins?
Geir Haarde skuldar þjóðinni beiðni um fyrirgefningu og eða afsökun.
Þessi ályktun hreinsar ekki Geir Haarde af neinni sök , nema síður væri.
Þetta er mín skoðun
Vandmeðfarið fyrirkomulag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 18:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.6.2013 | 12:08
Gott hjá Vigdísi
- Endilega haltu áfram á þessari braut.
Um að gera að koma hressilega við kauninn á þessum listamönnum sem eru að setja þjóðina á hausinn og gera síðan leik að því að eignast alþingismenn sem maka. Best er að þeir séu ráðherrar.
Ég er viss um að Ragnheiður fyrrum krati og bæjarstjóri í Mosfellshreppi kemur í lið með Vigdísi. Ragnheiður er ekkert fyrir neina helgislepju og finnst allt í lagi eins og hún sagði forðum á fjölmennum borgarafundi í sveitinni, að ríða í kirkju.
- En það var Hollývúddfnykur af þeirri upp á komu allri
Íslenskufræðingurinn sjálfur hefur tæplega skripplað á tungunni og sagt eitthvað sem hún meinti ekki. Þá var blessuð konan að fara í prófkjör fyrir Sjálfstæðisflokkinn í fyrsta sinn, búin að gefast upp á Alþýðuflokknum sem hún hafði reynt við í tvígang.
Um að gera, að láta þá þessa andskota gæta sín sem ekki geta gætt að engilskjátum sínum. Breytir þá engu hvort hún sem ráðherra hafi haft einhver áhrif um slíkar úthlutanir eða ekki. Ekki heldur þótt makinn hafi þegið listamannalaun árum saman áður en ráðherrann kynntist rithöfundinum.
- Hertu þig Vigdís
- Nú hafa tveir ráðherrar í Sjálfstæðisflokknum séð ástæðu til þess, að leiðrétta orð Vigdísar Hauksdóttur núna í dag.
- Haltu áfram að pirra og pirra, ekki gefa eftir.
Mér er nóg boðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)