Færsluflokkur: Kjaramál
22.7.2016 | 11:47
Gott framtak bæjarstjórans
- Að koma niður af stallinum og viðurkenna að þetta ábyrga fólk er að gera góða hluti og taka vandaða afstöðu.
* - En þetta tónlistafólk spilar t.d. ekkert á böllum þar sem mikil drykkja og önnur ómenning á sér oft stað
Nú þegar hefur bæjarstjórinn i eyjum sýnt þann manndóm og viðurkennt að svonefnd þjóðhátíð í Herjólfsdal skiptir bæjarstjórn og bæjarsjóð máli.
En síðast en ekki síst ungmenni í eyjum og annarstaðar á Íslandi.
Elliði á heiður skilinn fyrir þetta. Nú ætti bæjarstjórinn að reyna að beina þessari þjóðhátíð til framtíðar að uppbyggilegri skemmtun fyrir alla.
Að reyna að losna við drykkjuásýndina sem mun þegar til lengdar lætur eyðileggja þessar skemmtanir. Einnig að passa upp á goslokahátíðina að hún rati ekki í þennan farveg.
Hittast aftur vegna Þjóðhátíðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2016 | 17:57
Óttarlegt bull hjá einfaranum
- Þessi uppákoma ár hvert skiptir sveitarsjóð í eyjum
gríðarlega miklu máli.
Því ef íþróttafélögin hefðu ekki mjög miklar tekjur af þessum samkomum yrði sveitarsjóður að styrkja félögin með mjög miklum fjárframlögum á hverju ári.
Þessi félög gætu einfaldlega ekki verið þátttakendur í hverskonar íþróttamótum sem haldin eru á landsgrundvelli.
Þetta skiptir sveitarsjóðinn miklu máli
,,Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir yfirlýsingu tónlistarmannanna fimm, sem hótað hafa að hætta við að spila á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, á misskilningi byggða.
Bæjaryfirvöld hafi ekkert með hátíðina eða löggæslu að gera. Þjóðhátíðarnefnd situr nú á fundi í Vestmannaeyjum".
Þetta er nú bara billegur út úrsnúningur hjá bæjarstjóranum. Sveitarstjórnin veitir leyfið til þessa alls og getur gert kröfur um hvernig þetta fer allt fram.
Það er bara bæjarstjórinn sem vill ekki skilja alvöru málsins. En hann er ekki einvaldur sem betur fer. Það er bara eðlilegt, að ungt fólk vilji ekki taka þátt í þessari ómenningu.
Sveitarstjórnin mun örugglega grípa nú í taumana, því annars fara þessi félög bara á hausinn. Félögin hafa örugglega þegar lagt í mikla fjárfestingar.
Áttar sig ekki á kröfum sveitanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.7.2016 | 17:08
Ungt fólk tekur á málunum
- Þetta er unga fólkið sem ætlar sér ásamt öðru ungu fólki að axla ábyrgð á framtíð íslenskrar þjóðar.
Þessi gömlu hagsmuna sjónarmið sem yfirvöld Vestmannaeyjum hafa sýnt þjóðinni undanfarna daga skulu nú tilheyra fortíðinni.
Það er enginn vandi að stöðva alla umferð um Herjólf, það skyldu eyjamenn vita. Sérstaklega þeir sem hafa dundað sér við að hirða dágóðan hlut af sumarhýru ungmenna árum saman.
Draga sig úr dagskrá þjóðhátíðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 17:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
20.7.2016 | 17:41
Það vantar greinilega samræmdar vinnureglur
- Þessi umræða um nauðgunarmál í eyjum
og annar staðar er sorgleg í meira lagi.
Það veit auðvitað engin nema sá sem hefur í því lent að hafa verið beittur ofbeldi af þessu tagi hver sorgin er. Svona mál ber að taka alvarlega.
Það er einnig furðulegt hvernig yfirvöld á hinum ýmsu svæðum taka á þessum málum með misjöfnum hætti.
Eins og það er mikilvægt að segja frá því opinberlega að alvarleg ofbeldisafbrot hafi verið framin á fjöldasamkomum er jafn mikilvægt að gæta þess að þolendum sjálfum sé hlíft við fjölmiðlafári sem slíkum málum fylgja gjarnan.
Því er bráð nauðsynlegt að embættin samræmi sín í milli hvernig fara skuli með þessi mál gagnvart fjölmiðlum.
Þar ætti ríkislögreglustóri að hafa forystu um að skapa reglur sem öll embætti yrðu að fylgja.
Einnig vegna þess að nauðsynlegt er að fjölmiðlar haldi vöku sinni og veiti þeim strangt aðhald sem halda slíkar útihátíðir eins og þjóðhátíð í eyjum er.
En fjölmiðlar hafa iðulega brugðist skyldum sínum gagnvart svona húllum hæi og gerast gjarnan meðvirkir.
Einfaldlega nóg boðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.7.2016 | 14:19
Eins og faraldur
- Nú bætist Haraldur Einarsson við þann mikla fjölda fólks
sem hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til þingsetu.
Þetta fer bráðum að fylla annan tug þingmanna og enn fleiri munu ekki ná kosningu. Það hefur auðvitað ekki verið auðvelt að vera þingmaður síðustu tvö kjörtímabil og ljóst virðist að mikil átök og uppgjör eiga eftir að eiga sér stað enn.
Það eru margir sem átta sig á því að aðferðir víkingatímans sem er að beita aflsmunar gengur ekki um stjórn landsins. Það verður að vinna að jafnrétti á öllum sviðum samfélagsins.
Það gengur ekki lengur, að sumir eigi að njóta vellystinga á kostnað fjöldans í landinu. Það verður að skapa nýjan þjóðfélagssáttmála sem almenningur sættir sig við. Stjórnarskrár eiga ekki að vera fyrir stjórnmálaflokka landsins. Heldur fyrir almenning í heild sinni.
En það eru að verða þáttaskil á stjórnmálasviðinu. Hægri flokkarnir eru að skiptast upp í minni og fleiri einingar og ómögulegt er að sjá til hvers það leiðir.
Kanski leiða þessi vatnaskil til þess, að færri þingmenn í framtíðinni verði bundnir af sameiginlegum samþykktum flokka og hagsmunasamtaka á kostnað almennings.
Haraldur af þingi og í búskap | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2016 | 15:12
Ekki er allt sem sýnist, í mörgum viðskiptum
- Í svona málum er alltaf erfitt að sýna greiðslurnar sem fara framhjá vigt.
En það eru einmitt atriðin sem skipta mestu um hvort einhverjir viðskiptaaðilar nái fram markmiðum sínum í frumskóginum.
M.ö.o. svartir peningar sem renna til beint þeirra sem eru stjórnendur. Það hefur líklega ekki verið nóg að bjóða svart kaffi.
Yfirleitt í gegnum einhverja tengiliði sem skapa sýndarviðskipti sem einhver neðanjarðar eða erlendis kemur að málum fyrir hönd þess sem raunverulega þiggur gjöfina að lokum.
Ég er ekkert að fullyrða um þessi mál í flugstöðinni. En aðferðir sem þessar hafa í gegnum tíðina verið landlægar á Íslandi þegar einkafyrirtæki vilja ná viðskiptum eða viðskiptavild og opinberir aðilar ráða sköpum um hver fær hnossið.
- Já mútur, eru snar þáttur í íslensku viðskiptalífi.
En það er flott hjá Aðalheiði Héðinsdóttur að láta finna fyrir sér. Rétt skal vera rétt og hingað til hefði maður haldið að öll gögn ættu að vera sýnileg fyrir útboð og eftir að niðurstaða er fengin.
- Í rekstri opinberra fyrirtækja á ekkert að vera í felum.
Kaffitársgögnin athyglisverð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 15:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2016 | 15:53
Er uppreisn almennings í uppsiglingu?
- Er almenningur að rísa upp gegn ofríki lögreglunnar víða í Bandaríkjunum?
Það merkilega er, að ekkert er minnst á múslima í þessum fréttum. Þeir eru gjarnan gerðir að blórabögglum síðustu misserin.
Það var a.m.k. sláandi þarna í Dallas um daginn þegar lögreglan ætlaði að grípa til hólkanna.
Sáu lögreglumenn að allt í kringum þá stóð sauðsvartur almúgurinn, allir með vélbyssur í höndum. Löggumenn urðu bara að leggja niður rófuna og forða sér, en ekki án fórna.
Eitthvað er að fara úrskeiðis í fyrirheitna landinu?
Greinilegt er að ofbeldi gagnast ekki endalaust til kúgunar.
RÚV segir að Þrír lögreglumenn hafi verið skotnir í borginni Baton Rouge í Louisiana-fylki í Bandaríkjunum nú rétt í þessu, eða um níuleytið í morgun að staðartíma.
Lurkur er þetta.
Þrír lögreglumenn skotnir til bana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt 18.7.2016 kl. 08:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.7.2016 | 14:47
Fasistar gera sig breiða síðustu misserin í Evrópu
- Þetta ætti að vera gríðarlegt áhyggjuefni fyrir allan almenning í álfunni.
Sérstaklega í Frakklandi.
Bastilludagurinn er undarlegt fyrirbæri í öllu þessu samhengi
Hann er þjóðhátíðardagur Frakka og er til þess að minnast Frönsku byltingarinnar sem sagt er samheiti yfir miklar hræringar í stjórnmálum þar í landi sem stóðu sem hæst á árunum 1789 1795.
Bylting sem leiddi til aftöku Loðvíksins 16. einvaldsins í valdamesta konungsríki álfunnar árið 1793 og setningar stjórnarskrár. Eða þjóðarsáttmála. Þar kom Rousseau svo sannarlega við sögu.
Enda var það ein megin stoðin í hans kenningum, að kóngar og keisarar ættu að þjóna almenningi en ekki öfugt. Hraustlega mælt á þessum einveldistímum. Þannig hafði það alltaf verið, alþýðan var bara núll.
Enn starfa grunnskólar í vestur-Evrópu eftir kenningum hans, þ.e.a.s. eftir kennslufræði sem byggir á hans hugmyndum, gegn kenningum yfirstéttarinnar.
Stórnarskrá er sáttmáli sem gerir tvennt sem er að færa almenningi ákveðin réttindi og vald, einnig til að takmarka vald valdhafa þjóðarinnar. En til þess að að stjórnarskrá geti verið sáttmáli þjóðarinnar verður þjóðin að vera sátt, en ekki bara valdhafar.
- Baráttan snérist um frelsi, jafnrétti og bræðralag.
Opinber hátíðarhöld snúast um allsherja hersýningu þar sem morðtólin eru sýnd í sinni margvíslegustu mynd sauðsvörtum almúganum.
- Sérstaklega hljóta þessar sýningar stjórnvalda á valdi sínu að vera erfiðar fyrir innflytjendur í Frakklandi sem koma flestir frá fyrrum nýlendum frakka þar sem hrein kúgun var aðalsmerki frakka.
* - Frönsk herfylki eða málaliðar fóru ekki sérlega mjúkum höndum fólkið í þessum löndum
Þetta fer ekki saman með kjörorðunum frelsi jafnrétti bræðralag.
Vill að ráðherrann segi af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt 17.7.2016 kl. 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2016 | 15:24
Furðulegur dómur
- En þessi dómur fjallar aðeins um boðað yfirvinnubann stéttarfélagsins.
* - En hann getur ekki náð til ákvarðanna einstakra félagsmanna.
* - Eftir að lögin hafa verið sett sem dómurinn fjallar um hefur hópurinn
ekki nema í undantekningar tilfellum unnið yfirvinnu
Þessi dómur sýnir eins og ýmsir fyrri dómar hafa sýnt hvað verkfallsréttur verkalýðsfélaganna í ÍSlandi stendur á veikum fótum.
Dómur sýnir einnig afleiðingarnar af því almenningur kýs yfir hægri ríkisstjórnir. Þrátt fyrir að t.d. ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar veikti verulega þennan rétt. Ekki má gleyma lögunum frá því í maí 1983 þar sem styrkur hreyfingarinna var eiktur verulega. Steingrimur Hermannson og Geir Hallgrímsson. Sömu flokkar og nú, hrunflokkarnir
Vegna þessa er hreyfingin vita máttlaus og á við ofurefli að etja. Lífeyrisjóðakerfið hjálpar ekki til í þessum efnum
Lög á yfirvinnubannið standa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2016 | 14:33
Segja þessar tölur allann sannleikann?
- Hér fylgja mikið af gögnum um, umsamin laun stéttarfélaga bæði á almennum vinnumarkaði og hjá hinu opinbera.
* - En svonefnd markaðslaun,laun sem greidd eru umfram umsamda launataxta stéttarfélagana eru ekki sýnileg.Vinnustaðasamningar. Kanski er ég bara sjónlaus
Stundum kallaðar yfirborganir sem er auðvitað vafasöm skilgreining. Það þekkist varla að fólk fái meiri laun en það vinnur fyrir á hverjum.
Ég fór á hundavaði yfir þessi gröf og varð ekki var við að markaðslaunin væru nefnd eða skilgreind. Það væri fróðlegt að það yrði gerð grein fyrir þessum markaðslaunum.
Síðan einnig fyrirbærinu að menn greidd laun fyrir svo og svo margar yfirvinnustundir án þess að þurfa að vinna þessa yfirvinnu. Ef þetta er ekki gert verður yfirlit harla gagnslítið.
Það væri býsna notarlegt að einhver gæti skýrt þetta út fyrir mér.
Framhaldsskólakennarar hækka mest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)