Færsluflokkur: Kjaramál
13.7.2016 | 21:30
Enn vill forstjórinn virkja í andstöðu við þjóðina
- Nú er ljóst að forstjóra Landsvirkjunnar er alls ekki treystandi í umræðunni um svona streng.
* - Hörður reynir að snúa út úr orðum ráðherrans
Ég geri fyrir að ráðherrann hafi meint að það þyrfti að bæta við virkjunum svo hægt verði að skila raforku í þennan streng sem væri álíka mikil og tvær Kárahnjúkavirkjanir skila.
Ráðherrann veit að stór meirihluti þjóðarinnar stendur á móti þessum hugmyndum og fer ekkert að rugga bátnum fyrir kosningar.
Þessi ágæti maður er greinilega einangraður í sínum fílabeinsturni.
Ef byggð yrði ný Hrauneyjarfossvirkjun og öll núverandi umframorka seld vantar þjóðina auðvitað orku fyrir framþróun á íslensku samfélagi.
Hann áttar sig auðvitað ekki á því, að almenningur vill ekki frekari stórvirkjanir í þágu útlendinga. Þá vill þjóðin ekki vera háð styrkjum frá bretum. Það er bara grundvallaratriði. Þá er Hrauneyjarfossvirkjun ekki óumdeild svo ekki sé meira sagt.
Það vantar mikla orku til að tryggja að skip í höfnum við Ísland noti eingöngu íslenska raforku. Sama má segja um allar fiskvinnslustöðvar og síðan faratækin. Sama raforkan dugar ekki fyrir alla.
Það getur ekki verið verkefni að virkja allar sprænur á landinu langt umfram þörf þjóðarinnar sjálfrar. Síðan er eðlilegt að nýjar kynslóðir eigi í varasjóði möguleika á að virkja fyrir þjóðina. Það er kom nóg í bili af virkjunum fyrir útlendinga.
Það er ekki nóg að ræða svona mál bara út frá krónum og aurum. Það auðvitað einnig að skoða þær fórnir sem þyrfti að færa.
Engin ákvörðun tekin strax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2016 | 17:14
Hann gerir sig bara breiðann
- Tekur þessi samningur mið af salek-fyrirbærinu sem samtökum launafólks ber að taka tillit til í sínum samningagerðum?
* - Þessi samningur er verðtryggður og er því ekki kjarasamningur, því kjarasamninga má ekki verðtryggja.
* - Samkvæmt lögum frá því í maí 1983 undir forystu Framsóknarflokks (Steingrímur Hermannsson) og Sjálfstæðisflokks (Geir Hallgrímsson)
Þessi Sindri talar, eins og íslendingar séu á einhvern hátt háðir íslenskum landbúnaði en svo er auðvitað ekki. Það er miklu fremur á hinn veginn.
Það er einnig mikilvægt að átta sig á þeirri staðreynd að þessi samningur er ekki um að styrkja afskekktustu byggðir. Samningurinn fjallar um að styrkja fólkið sem á lögbýlisjarðirnar og rekur búskap.
En í þessum byggðum er einnig fjöldi launafólks sem starfar við ýmis störf. Þessi störf eru illa launuð, fólkið býr í verð litlum húsum og er í raun bundið vistarböndum.
Búvörusamningar gagnast ekki þessu fólki, þótt þetta sé það láglaunafólk ásamt eftirlaunafólki sem býr almennt við kröppustu kjörin í landinu.
Ef það á að styrkja byggð í mesta dreifbýlinu er búvörusamningurinn ekki slíkur samningur. Hann styrkir einnig stórfyrirtæki alveg við höfuðborgina. Því er eðlilegt að nýtt Alþingi eftir kosningar afgreiði þetta mál en ekki þessi spillingarstjórn sem tórir enn.
- Ef formleg samtök neytenda eiga ekki aðkomu að umræðunni um fyrirkomulagi á búvörulögum verður sú vinna algjörlega ótrúverðug.
Því ef að stéttarfélögin eiga að vera fulltrúar fyrir neytendur er það ávísun á gamla tíma, þar sem verða bara allt eins hrókeringar um einhverjar skattakúnstir.
M.ö.o. sérstakar niðurgreiðslur sem eiga koma til að bæta stöðu neytenda, það hljóðar bara upp á tilfærslu milli liða hjá launafólki sem greiða þá slíkar niðurgreiðslur með hækkuðum sköttum.
Slík úrræði geta ekki verið eðlileg lausn og sérstaklega ekki eftir að markaðurinn fyrir landbúnaðar vörur hefur stækkað gríðarlega vegna ferðaþjónustunnar. Má reikna með, að fjöldi ferðafólks Íslands verði kominn yfir 2 milljónir 2018.
Bændur tækju þá bara þátt í þeim kostnaði með hangandi hendi þar sem þeir greiða afar lága skatta og jafnvel enga. Þeir eru í fyrirtækja rekstri og greiða skatta af nettótekjum en launafólk af brúttólaunum sem er bara allt annar veruleiki.
Myndi setja áætlanir bænda í uppnám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 17:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2016 | 14:46
Litla sæta ljúfan góða, með ljósa hárið
- Allir vita, að til þess að Framsókn eigi að eiga von í næstu kosningum
* - Er að skipt verði um formann og raunar ýmsa aðra forystumenn.
Þetta vita Framsóknarmenn um land allt betur en allir aðrir.
Þegar líklegir aðilar eru spurðir hvort þeir geti hugsað sér að bjóða sig fram til þess að verða formaður flokksins.
Svara allir eins, sem er að þeir bjóði sig ekki fram gegn núverandi formanni flokksins.
Þetta rifjar auðvitað upp fyrir öllum eldri en tvæ vetur, að sitjandi formenn þessa 100 ára gamla flokks eru aldrei settir af með opinberri kosningu.
Þeir eru teknir af lífi í framhjá hlaupi. Þetta er hinn spillti kúltúr flokksins.
Þessa daganna ríður formaðurinn um öll héröð landsins og segir öllum sömu lygasöguna en reyndar aðeins breytilega eftir þörfum hvers svæðis. Gamla Framsóknaraðferðin.
Allir taka afburða blíðlega á móti formanninum með miklum handaböndum og kossum í krók og kring.
Um leið og búið er að hella kallinn fullan af kaffi og hann búinn að troða sig fullan af heimabökuðum randalínum, fara heimamenn að iða.
Þegar loks er komið að kveðjustund og búið er að segja guð blessi þig Sigmundur Davíð, rýkur fólk óðara í sturtu og sápar sig rækilega.
Því það hefur þegar ákveðið að kjósa nýjan formann.
Vandinn er bara sá að varformaðurinn er svo sveitó að landsbyggðarfólk getur ekki hugsað sér að kjósa hann.
Það verður væntanlega litla sæta ljúfan góða með ljósa hárið sem engin þekkir sem verður kosin. Hún er svo flott í tauinu, klædd útlendum fötum.
Lilja ætlar ekki fram gegn Sigmundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.7.2016 | 16:58
Lanbúnaðarkerfið er á loka metrunum
- Miðað við nýjar markaðsaðstæður verður að hugsa stöðu landbúnaðar upp á nýtt. Ef landbúnaður getur ekki bjargað sér sjálfur við núverandi markaðsaðstæður mun hann aldrei geta það.
* - Það fráleitt að lengja í útslitnu og gjörsamlega úreltu fyrirkomulagi utan um landbúnaðinn.
* - Þá er það tímaskekkja að styrkja aðeins þá sem eiga og nýta lögbýli allstaðar um landið, en landlausa fólkið sem er í raun fast í vistaböndum landbúnaðarins m.a.og dregur fram lífið á lágmarkslaunum í ystu byggðum fá engan stuðning.
Menn geta auðvitað rifist um hvort þetta atferli MS er brot á samkeppnislögum eða ekki.
En tæplega geta samningar gerðir í bakhúsum afnumið lög í landinu og þá hlýtur að vera sama hverjir gera slíka samninga.
Þetta er líka brot á regluverki EFTA um jafnrétti allra í viðskipum og væntanlega líka á regluverki EES þar sem fjallað var um landbúnaðarmál sérstaklega.
Það er alveg rétt hjá bændum er Haga varðar og einnig rétt að ríkisvaldið gerir flest sem það getur til að styrkja versun í landinu. Nægir að nefna niðurfellingu á innflutningsgjöldum sem ekki hefur skilað sér í vasa neytenda.
Ef bændur eiga eitthvað vantalað við Haga verða þeir sjálfir að takast á við fyrirtækið.
Þannig gerast hlutirnir á markaði. Ekki geta bændur ætlast til þess að aðrir geri það fyrir þá.
- En gróði Haga réttlætir ekki atferli MS sem er fyrirtæki sem nýtur ríflegra ríkisstyrkja.
* - Ef þessi sekt verður einhverntíma greidd, er tvennt ljóst.
* - Að það eru hvorki neytendur og eða kúabændur sjálfir sem eiga að bera þann skaða.
Það er ljóst að MS hefur boðað að það ætlar sér að nota olíufélags aðferðina gegn neytendum í landinu. Þeir segjast ætla að ná upp í þennan kostnað með því að hækka verðið.
Þeir ætla sér að leggja í þann rosalega fórnarkostnað sem því fylgir að þæfa málið fyrir dómstólum enn í mörg ár. Það eru engir smáaurarar.
Eitthvað verða bændur að gera til að grípa fram fyrir hendur á slíkum stjórnendum sem hóta viðskiptavinum kúabænda. Það er aðeins ein leið út úr þessum vanda fyrir bændur sem er að semja sig frá honum og þá við neytendur en ekki við aðila sem neytendur treysta ekki.
Bændur verða að muna það, að neytendur og viðskiptavinir þeirra eru einnig skattgreiðendur í landinu sem greiða kúabændum milljarða í styrki á hverju ári. Þannig að það óvarlegt að ráðast á þá aðila sem halda bændastéttinni uppi.
- Það er öllum ljóst, að núverandi landbúnaðarkerfi er á loka metrunum og það er ekki hagkvæmt fyrir bændur og landbúnað nú nú að láta loka sig inni í einhverjum samlögum sem eru farið að vinna gegn þeim sjálfum.
* - Innan tveggja ára munu væntanlega koma til Íslands um tvær milljónir ferðamanna. Bændur verða að nýta sér slíkar markaðs aðstæður.
Ungir bændur ósáttir með samning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.7.2016 | 10:21
Alltaf má undirbúa allt betur
- Lögregla var upplýst fyrirfram um hvað til stæði
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands stígur nú fram af auðmýkt og útskýrir aðkomu kirkjunnar að atburðinum í Lauganeskirkju. Segir hún m.a. í Morgunblaðinu í dag:
að gefnu tilefni skal tekið fram að aðgerðunum í Laugarneskirkju var eingöngu ætlað að vekja athygli á stöðu hælisleitenda í anda kærleika og mannúðar. Kirkjan beitir sér og á alltaf að beita sér í þágu þeirra sem standa höllum fæti. Það er kristin trú í verki.
Fram kemur í grein biskups , að ýmis sjónarmið og ábendingar hafa komið fram sem verða kirkjunni gagnlegar við frekari stefnumótun í málefnum hælisleitenda og flóttamanna.
Hið sama má segja um gagnrýni á þá stöðu sem þjónar lögreglunnar voru settir í er þeir reyndu að sinna skylduverkum sínum við viðkvæmar aðstæður. Lögreglan var upplýst fyrirfram um hvað til stæði en undirbúa hefði mátt aðgerðir betur.
Það verður að segjast eins og er, að almenn ánægja er með þetta framtak þjóðkirkjunnar hjá almenningi sem vill greinilega að kirkjan taki sér afgerandi stöðu með þeim sem eiga undir högg að sækja. Með því m.a. að gagnrýna stjórnvöld ef þurfa þykir.
En í þessu máli opinberaðist greinilega að innan þjóðakirkjunnar þrífast enn nokkur tök gamla valdaflokksins á kirkjunni.
Gamlir íhalds sótraftar í prestastétt réðust að biskupi með ófriði. Sem betur fer hefur farið lítið fyrir þessum myrka armi þjóðkirkjunnar eftir að Ólafur Skúlason hvarf af þessum vettvangi.
Nú þegar tök Sjálfstæðisflokksins og not af þjóðkirkjunni eru nánast horfin, tala hægri menn æ oftar um að leggja eigi niður þjóðkirkjuna.
Prestastéttin hefur verið losa sig við gamla helgislepju blæinn sem þessir raftar eru hluti af.
Nú er ungt fólk með allt önnur viðhorf að taka við í prestastétt.Fólk sem lætur sér varða um lífhamingju fólks og vanda á líðandi stund. Ekki bara með fólki fæddu á Íslandi, heldur sama hvar er.
Þótt þessi opinberunnarstund þjóðkirkjunnar í Laugarneskirkju á viðhorfum sínum í mannúðarmálum hefði verið meira undirbúin, hefði hún ekki skilað meiri árangri. Ljóst er nú, að biskup og þjóðkirkjan er ekki sátt við þau vinnubrögð sem stjórnvöld viðhafa gagnvart hælisleitendum.
Heldur ekki almenningur í landinu.
Hefði mátt undirbúa betur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2016 | 13:20
Hvar eru stórveldin nú?
- Stolt forsætisráðherra og utanríkisráðherra 2003
Halldór Ásgrímsson dreif sig út til að hitta sína menn og lét mynda sig þar sem eitthvað var sem áttu að vera eiturgas-sprengjur. Mikið var gert úr þessu afreki í Íslenskum miðlum.
En þessir ráðherrar voru sagðir hafa tekið ákvörðun um þátttöku Íslands án þess að málið væri teki fyrir í ríkisstjórn eða hefði fengið þinglega með ferð.
Talið hefur verið að þarna hefði verið framið stjórnarskrárbrot.
Margt bendir til að vopnin sem íslensku sprengju-sérfræðingarnir fundu í Írak árið 2003, hafi innihaldið sinnepsgas, eins og haldið var í fyrstu.
Sprengjusérfræðingur segist alltaf hafa furðað sig á því að Bandaríkjaher hafi eytt þeim eins og efnavopnum, eftir að hafa fullyrt að þau væru það ekki. Frá þessu var greint íkvöldfréttum RÚV.
- Seinna kom í ljós að þetta var bara eitthvert sjónarspil.
* - Hér virðist fiskur liggja undir steini
Á Íslandi fengu þessir ráðherrar engar ákúrur þótt rannsóknarnefnd Alþingis hefðu bent á þessa staðreynd.
Málið sagt fyrnt og enginn yrði dæmdur. Samt hefði verið nauðsynlegt að láta Landsdóminn meta hvort þetta athæfi hafi verið brot á stjórnarskránni.
Bresk stjórnvöld tóku ákvörðun um að ráðast inn í Írak áður en friðsamlegar lausnir höfðu verið reyndar til hlítar. Stríð var því ekki afarkostur í stöðunni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Chilcot-skýrslunni svokölluðu sem formaður nefndarinnar, Sir John Chilcot, kynnti fyrir stundu.
Rannsóknarnefndin komst einnig að þeirri niðurstöðu að upplýsingar sem réttlættu innrásina hefðu verið lagðar til grundvallar af fullvissu sem var ekki réttlætanleg. Þá hefði undirbúningi fyrir lok og eftirleik stríðsins verið fullkomlega ábótavant.
Alþjóðastríðsglæpadómstóllinn hefur til skoðunar meintar pyntingar og misþyrmingar af hendi breskra hermanna í Írakstríðinu. Dómstóllinn segist hins vegar ekki í aðstöðu til að taka afstöðu til þess hvort ákvörðun breskra stjórnvalda um að hefja stríð hafi verið lögmæt.
Fjöldi fólks hefur kallað eftir því að Tony Blair, sem var forsætisráðherra þegar ákvörðun var tekin um þátttöku Breta í Íraksstríðinu, verði leiddur fyrir stríðsglæpadómstól.
Samkvæmt opinberum breskum tölum er sagt að 179 breskir hermenn hafi fallið í Írak og litlu fleiri almennir borgarar. En samkvæmt rannsókn sem birtist í tímaritinu Lancet létu 655.000 Írakar lífið í átökunum.
Ekki hefur enn verið séð fyrir endan á öðrum afleiðingum af þessu stríði sem allsherjar upplausn í flestu löndum arapa fyrir botni Miðjarðarhafsins og langt inn í Asíu.
Afleiðingar er mesti fólksflótti frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Mesta skömmin er, að þeir sem voru helstu gerendur í þeirri styrjöld eru í algjörri andstöðu við að veita flóttafólki eðlilega mannúð.
- Hvar eru stórveldin núna, ekki eru þau að aðstoða flóttafólk sem eru að leita sér að samastað vegna aðgerða þeirra. Ekki eru þau að takast á við afleiðingar gjörða sinna.
Vilja Blair fyrir stríðsglæpadómstól | |
Chilcot: Stríð var ekki óumflýjanlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2016 | 11:32
Íslenskir hermenn í Írak,
- Stolt forsætisráðherra og utanríkisráðherra 2003
Halldór Ásgrímsson dreif sig út til að hitta sína menn og lét mynda sig þar sem eitthvað var sem áttu að vera eiturgas-sprengjur. Mikið var gert úr þessu afreki í Íslenskum miðlum.
En þessir ráðherrar voru sagðir hafa tekið ákvörðun um þátttöku Íslands án þess að málið væri teki fyrir í ríkisstjórn eða hefði fengið þinglega með ferð.
Talið hefur verið að þarna hefði verið framið stjórnarskrárbrot.
Margt bendir til að vopnin sem íslensku sprengju-sérfræðingarnir fundu í Írak árið 2003, hafi innihaldið sinnepsgas, eins og haldið var í fyrstu.
Sprengjusérfræðingur segist alltaf hafa furðað sig á því að Bandaríkjaher hafi eytt þeim eins og efnavopnum, eftir að hafa fullyrt að þau væru það ekki. Frá þessu var greint íkvöldfréttum RÚV.
- Seinna kom í ljós að þetta var eitthvert sjónarspil.
Á Íslandi fengu þessir ráðherrar engar ákúrur þótt rannsóknarnefnd Alþingis hefðu bent á þessa staðreynd.
Málið sagt fyrnt og enginn yrði dæmdur. Samt hefði verið nauðsynlegt að láta Landsdóminn meta hvort þetta athæfi hafi verið brot á stjórnarskránni.
Bresk stjórnvöld tóku ákvörðun um að ráðast inn í Írak áður en friðsamlegar lausnir höfðu verið reyndar til hlítar. Stríð var því ekki afarkostur í stöðunni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Chilcot-skýrslunni svokölluðu sem formaður nefndarinnar, Sir John Chilcot, kynnti fyrir stundu.
Rannsóknarnefndin komst einnig að þeirri niðurstöðu að upplýsingar sem réttlættu innrásina hefðu verið lagðar til grundvallar af fullvissu sem var ekki réttlætanleg. Þá hefði undirbúningi fyrir lok og eftirleik stríðsins verið fullkomlega ábótavant.
Alþjóðastríðsglæpadómstóllinn hefur til skoðunar meintar pyntingar og misþyrmingar af hendi breskra hermanna í Írakstríðinu. Dómstóllinn segist hins vegar ekki í aðstöðu til að taka afstöðu til þess hvort ákvörðun breskra stjórnvalda um að hefja stríð hafi verið lögmæt.
Fjöldi fólks hefur kallað eftir því að Tony Blair, sem var forsætisráðherra þegar ákvörðun var tekin um þátttöku Breta í Íraksstríðinu, verði leiddur fyrir stríðsglæpadómstól.
Samkvæmt opinberum breskum tölum er sagt að 179 breskir hermenn hafi fallið í Írak og litlu fleiri almennir borgarar. En samkvæmt rannsókn sem birtist í tímaritinu Lancet létu 655.000 Írakar lífið í átökunum.
Ekki hefur enn verið séð fyrir endan á öðrum afleiðingum af þessu stríði sem allsherjar upplausn í flestu löndum arapa fyrir botni Miðjarðarhafsins og langt inn í Asíu.
Afleiðingar er mesti fólksflótti frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Mesta skömmin er, að þeir sem voru helstu gerendur í þeirri styrjöld eru í algjörri andstöðu við að veita flóttafólki eðlilega mannúð.
- Hvar eru stórveldin núna, ekki eru þau að aðstoða flóttafólk sem eru að leita sér að samastað vegna aðgerða þeirra.
Vilja Blair fyrir stríðsglæpadómstól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.7.2016 | 18:25
Ofbeldi stjórnvalda og samtaka atvinnurekenda
- Nær ekki tilgangi gagnvart flugumferðarstjórum.
Ef gerðardómur kemur ekki verulega til móts við kröfur flugumferðastjóra heldur bara áfram yfirvinnuleysi þessarar stéttar.
Það er ekki hægt með sérstökum bráðabirðalögum lögum að skuldbinda fólk til að vinna yfirvinnu sem stendur utan við samningsbundna vinnuskyldu starfsmanna. Samkvæmt lögum nr. 80 frá 1938. Þar fyrir utan eru stjórnvöld annar samningsaðilinn.
Það er morgunljóst, a.m.k. 60% þessa starfshóps mun ekki vinna yfirvinnu nema að hópnum verði boðið upp á viðunandi kjör. Þessu er ekki stjórnað af stéttfélagi þessara manna og því er þetta ekki verkfall.
Það hefur engin áhrif á þetta fólk þótt ASÍ veifi einhverjum hótunum vegna málsins enda beinast þær að samtökum atvinnurekenda.
Það eru auðvitað stjórnvöld sem bera ábyrgð á þessu ástandi og ætti að vera fyrir löngu að vera búin leysa þetta mál. Stjórn geta ekki þótt þau vilji vísað ábyrgð sinni yfir á samtök atvinnurekenda.
Ef ASÍ gerir ekkert til þess að fá afturköllun á úrskurð kjararáðs varðandi það, að það úrskurði að embættismenn skulu fá greidd laun fyrir óunna yfirvinnu ætti sambandið ekki að æsa sig upp gagnvart flugumferðarstjórnum.
Slík lausn Kjararáðs ber vott um siðleysi og væntanlega um lögleysi einnig.
Felldu kjarasamninginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2016 | 15:28
Er völlur grær og vetur flýr (Óðinn syngur í enskum vals takti )
- Það má vel vera, að ég sé leiðinlegur og neikvæður
En það er staðreynd, að ég er fyrir löngu búin að fá gjörsamlega nóg af þessum fótbolta á RÚV. Það er allt þetta sjálfrennandi og innihaldslausa málæði sem fer verst með mig.
Einnig allar þessar myndir af bjórþambi íslendinga bæði í Frakklandi og hér í miðborginni þar sem ég ólst upp og öllum finnst svo rosalega jákvætt og skemmtilegt.
Myndirnar og viðtölin minna auðvitað á menningarbrag þann og smekk RÚV ásamt viðhorfum þegar það hampar ölvuðum ungmennum sem er á leið til eyja á þjóðhátíð.
Með ótal viðtölum í sjónvarpi og í útvarpi ár hvert.
Síðan koma fastar fréttir af nauðgunum næstu daga á eftir. Það er áberandi, að engin drykkjulæti fylgja kvennafótboltanum og hafa þó konurnar náð lenga en karlarnir.
- Það er a.m.k. ekki láglaunafólk á Íslandi sem getur leyft sér að fara á fyllerístúr til Frakklands í nokkra daga til að horfa á boltaleik.
* - Það er reyndar eins og sjálfur boltaleikurinn sé auka atriðið en sé það sem sameinar fólk í hópdrykkju gleðinni.
* - Eru fréttamenn RÚV í París góðglaðir af öli?
Bjórdrykkja getur ekki verið fyrirmyndar fyrir ungmenni á Íslandi. Ég gæti vel ímyndað mér að kostnaður á mann í svona ferð halli í hálfa milljón á mann hjá mörgum.
- Það má vel vera að ég sé fanatískur vegna þess, eins og ég segi.
Fótbolti og bjórdrykkja eiga enga samleið.
Í gamla daga þegar ég var í þessum leik, sá maður allnokkra frábæra unga fótboltamenn fara algjörlega í vaskinn sem slíkir vegna víndrykkju.
Maður hefði auðvitað haldið þetta út og þolað ef ríkismiðillinn stillti þessari umfjöllun sinni í hóf, en svo er ekki, hann hefur greinilega dottið í það.
Nú hef ég ákveðið að bjóða frúnni eitthvað í snarl um kvöldmatar leitið þar sem maður getur verið laus við fóboltarausið.
En ég æfði fótbolta og spilaði í 4. og í 3. flokki þangað til ég datt út úr A - liðinu í 3. flokki. Sem var væntanlega vegna æfingarleysis þar sem var ég sendur í sveit til að þræla þrjú mikilvægustu sumrin til að ná tæknilegum árangri.
Í sveitina fór maður um 15. maí og til baka eftir fyrstu vikuna í október. Þörf landbúnaðarins stjórnaði kennslutíma grunnskólanna.
14 ára hætti ég að elta bolta og fór að elta aðra hluti sem náttúran bauð mér að gera með sama ákafa og ég elti fótbolta áður. Ég hef aldrei séð eftir þessri stefnubreytingu í lífinu.
En tveir af mínum fyrrverandi nemendum úr Fram eru varmenn í landsliðinu í París.
Íslendingar í aðalhlutverki í París | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.7.2016 | 14:53
Það er ríkjandi skattamisrétti á Íslandi
- Ef tekjublað DV reiknar rétt upp úr álagningaskránni, þá sést hérna svart á hvítu hvað milljarðamæringar í skattaskjólum leggja til samfélagsins. Ekkert.
Embættismenn tekjuhærri en ráðherrar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)