Færsluflokkur: Kjaramál
12.2.2016 | 14:30
Lengi má teygja lopann
- Merkileg krafa verjandans.
Ég verð að játa, að ekki hef ég fylgst með réttarhöldunum yfir þessum bankamönnum síðustu árin.
Mig skortir einfaldlega þekkingu og hugmyndaflug til að skilja umræðuna.
Þessa kröfu verjandans get ég bara ekki skilið Hann fer fram á að meðdómarinn skilji hugsunarhátt brotamannsins og hafi jafnvel sjálfur reynslu í slíku athæfi sem hinn meinti afbrotamaður. En gerið engar kröfur um þekkingu á lögunum.
Fyrir mér er þetta svipuð krafa og ef fyrir réttinum væri morðingi að þá væri eðlilegt að meðdómari hefði þekkingu á slíku athæfi, jafnvel reynslu og hefði því skilning á hugsun morðingjans.
Lögin sjálf skiptu engu máli sem eru sett af Alþingismönnum sem almennt eru með hreinan skjöld og hafa enga reynslu af slíkum athöfnum sem afbrotin væru.
Þarna er nú verið að teygja lopann.
Leggja þarf mat á hugsun bankamanns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2016 | 21:36
Það er rétt hjá Árna Páli, Ingibjörg Sólrún stökk bara uppí hjá Geir, án þess að vita hvað biði.
- Hún sveik kjósendur Samfylkingarinnar og þeir mættu á Austurvöll og kröfðust afsagnar hennar og Geirs.
Þetta er ansi einfalt hjá Árna Páli og hann leyfir sér í leiðinni að kenna VG um eitt og annað.
VG var að flestu leiti dregið inn í þessa ríkisstjórn á forsendum sem gengu gegn stefnu flokksins. Því er það ósvífið að kenna VG um eitt og annað.
Reyndar fóru tengsl vinstri flokkanna við verkalýðshreyfinguna að rofna fljótlega upp úr 1990. Það kom skýrt í ljós að vinstri flokkarnir geta ekki verið þátttakendur í ríkisstjórn nema að þeir rækti samband sitt við hina formlegu verkalýðshreyfingu.
Árni Páll vissi frá upphafi að Samfylkingin hafði engan stuðning frá VG í aðildarviðræðunum við ESB. VG sýndi samstarfsflokknum hlutleysi í málinu og áskyldi sér síðan rétt til að hafa neikvæða skoðun á samningi við ESB eftir að samningsuppkast leit dagsins ljós.
Þá kæmi í ljós hvort flokkurinn gæti mælt með því að þjóðin styddi slíkan samning. VG var algjörlega óbundið gagnvart slíkum samningi. Þetta var marg ítrekað. Hvers vegna, jú vegna þess að VG var alla tíð eini flokkurinn á Íslandi sem alltaf var á móti ESB aðild og er það enn.
Samfylkingin hafði ekkert meira frumkvæði að breytingum á stjórnarskránni heldur en VG. Þingmenn úr báðum flokkum höfðu lagt fram frumvörp um nýja stjórnarskrá.
Árni Páll var helsti gerandi ríkisstjórnarinnar varðandi skuldamál heimilanna. Innan VG var gríðarleg óánægja með störf hans í þessum málaflokki og það auðveldaði ekki samstarfið.
Það einkenndi öll störf Árna Páls þessi fjögur ár, að hann var í andstöðu við þetta ríkisstjórnarsamstarf. Hann gerði allt hvað hann gat til að spilla því eftir að hann varð formaður Samfylkingarinnar.
Flokkarnir voru aldrei samstíga í fiskveiðistjórnarmálunum, það er þekkt. VG menn höfðu áhyggjur af stöðu verkafólks í sjávarplássum landsins. VG vildi ekki taka neina áhættu sem skaðað gæti launafólk enn meira en viðskiptamódelið í kringum veiðikvótana hafði þegar gert. Samfylking vildi uppboðskerfi
Það voru gerðir a.m.k. fjórir samningar vegna Icesave. Samningsstaða Íslands var í byrjun hörmuleg. Bæði þegar samningur ríkisstjórnar Geirs og Ingibjargar Sólrúnar var gerður og Samfylkingin studdi.
Staðan var ekkert betri þegar Svavars samningar voru gerðir og Icesave skuld bankanna var greidd samkvæmt þeim samningi.
Það verður síðan kúvending varðandi samningsstöðu Íslands og gerðir tveir betri samningar sem þjóðin og forsetinn hafnaði.
Ég býst við því að fólk í báðum flokkunum séu sammála um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðslur í öllum svona stórum málum hér eftir. Jafnvel áður en farið er í stór mál eins og samninga við ESB.
Það var ekki bara óánægja með Árna Pál í VG á starfstíma vinstri stjórnarinnar. Það var ekki síður grasserandi óánægja með hann innan Samfylkingarinnar og meðal kjósenda Samfylkingarinnar.
Líklegt er að það hafi verið sömu kjósendur flokksins sem fylltu Austurvöll vikulega veturinn 2008 og fram á árið 2009 uns stjórnin sagði af sér. Kanski vegna sífelldrar stjórnarandstöðu hans og sérstaklega í lokin.
Sjálfstæðisflokkurinn hafði engan áhuga á Árna Páli og þá voru ölög hans ráðin í raun og veru
Ég er ekki innanbúðar í VG, en varð félagsmaður
Fari ekki inn í óbreytt valdakerfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt 12.2.2016 kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.2.2016 | 13:14
Korktappinn í drullupollinum
- Við eru ekki sjálfstæð fámenn þjóð í stóru landi íslendingar
Það er ljóst að stóru ríkjasamböndin Bandaríkin og ESB hafa það í hendi sér hvernig sjálfstæði þjóðarinnar er háttað hverju sinni.
Allir vita að Bandaríkin er voldugasta herveldi heimsins sem deilir og drottnar um allann heiminn.
ESB er ekki bara viðskiptasamband, það er einnig stórpólitíkt ríkjasamband hervæddra þjóða með pólitísk afskipti víða um heiminn.
ESB er því herveldi sem hótar að beita því valdi óspart í samskiptum við þá sem þeir vilja hafa áhrif á ef aðrar leiðir eru ófærar af þeirra mati.
Ísland er með auka aðild að ESB og þar með aðildarríki sem verður taka mark á ákvörðunum ríkjasambandsins. Það er t.d. eftirtektarvert að aldrei hefur Ísland verið jafn leiðitamt við ákvarðanir ESB eins og nú á valdatíma núverandi stjórnvalda.
Herinn var löngu farinn og menn farnir að anda léttar, því af honum stafaði alltaf óbein ógn.
Margir veltu því fyrir sér að upp á koman á Austurvelli fyrir framan Alþingi hefði ekki verið liðin af yfirvöldum hér og vestra ef herinn hefði verið enn á Suðurnesjum. A.m.k. var frúin í vesturbænum með þetta á hreinu.
Núverandi formaður utanríkismálanefndar vakti fólk upp til raunveruleikans á ný með þessum orðum sínum:
Það hefur engin umræða, hvorki óformleg né formleg, átt sér stað á milli ríkjanna um varanlega viðveru hér. Þessi litla uppbygging, sem á enn eftir að samþykkja, er í fullu samræmi við varnarsamninginn frá 1951 og rúmast vel innan samkomulagsins sem gert var árið 2006.
Þá segir hún að áform um breytingu flugskýlis á vellinum þurfi ekki að þýða aukin umsvif hersins á landinu.
Við höfum auðvitað öll heyrt af því að Bandaríkjamenn vilja treysta stöðu sína á þessu svæði en þetta tengist því ekki beint. Vélarnar sem eru að taka við eftirlitinu eru hærri en vélarnar sem fyrir eru og því þarf að hækka skýlið og treysta undirstöðuna. Í hernaðarlegu tilliti er þetta ekkert flóknara en það.
- Þá veit þjóðin það, að Ísland er áfram hernumið land og flýtur áfram eins og lítill korktappi í drullupolli á miðjum róluvelli ríkjasambandanna begjja vegna Atlandshafsins.
* - Landsmenn munu því áfram æfa sig í hnjáliðamýktinni, eins og Andres Kristján fyrrum ritstjóri orðaði fyrir áratugum á meðan hann lifði.
Voru ekki upplýst um áformin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2016 | 11:48
Þar sem hrokinn tekur völdin
- Væntanlega fá yfirmenn Fellaskóla áminningu, því þetta háttarlag þeirra er til mikillar skammar.
Það er lágmarkskrafa að þeir sendi foreldrum þessa nemanda afsökunarbeiðni og einnig nemandanum sjálfum.
Best væri að skólastjóri og aðstoðarskólastjóri yrðu látnir heimsækja þetta fólk og biðjist persónulega afsökunar.
Tilkynni síðan á sal öllu skólasamfélaginu um að þeir hafi beðist afsökunar á háttarlagi sínu persónulega.
Skólinn ætti að vera ánægður með það, að foreldrar kjósi að senda börn sín með nesti í skólann á hverjum degi.
Því borgin telur sig niðurgreiða matinn verulega sem seldur er í mötuneytum grunnskólanna sem ekki er alltaf til fyrirmyndar, en þarf ekki að gera það vegna nemenda sem koma með nesti að heiman.
Fauk hressilega í borgarstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.2.2016 | 10:07
Það yrði gjörsamlega óeðlileg stjórnarseta
- Ef framkvæmdastjóri öflugustu hagsmunasamtaka landsins væri
stjórnarmaður í stjórn Landsbankans sem er að mestu í eigu þjóðarinnar
* - Slíkur gjörningur bæri vott um hreina spillingu sem átti að vera búið að útrýma.
Ríkisstjórn Geirs Haarde þjóðnýtti á sínum tíma þrotabú Landsbankans hf, til að gæta hagsmunar útgerðarinnar og væntanlega þjóðarinnar að mati ríkisstjórnarinnar. Til að erlendir lánadrottnar bankans kæmust ekki yfir eignir útgerðanna og þar með í landhelgina.
Þetta eru gjörsamlega úreltir stjórnarhættir sem tíðkuðust vissulega fyrir hrun.
Ef settist þarna yrði það eins og blaut tuska framan í andlit almennings sem haldið hefur bankanum á floti með skattagreiðslum og hækkuðum þjónustugjöldum auk mjög hárra vaxta.
Það er bráðnauðsynlegt að hagsmuna aðilar í atvinnulífinu eigi ekki fulltrúa í bankastjórnum banka sem er nánast allur í eigu þjóðarinnar.
Það er mikilvægt að fundnir verði faglegir stjórnarmenn án allra slíkra tengsla við hagsmunasamtök og atvinnulífið.
Kolbeinn Árnason í stjórn LBI | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2016 | 22:03
Enn er pólitík í spilunum
- Það á eftir að líða nokkur tími enn svo menn geti í raun fjallað um Icesave samningana án flokks-pólitískra öngstræta.
* - Það er óskiljanlegt hvers vegna Hersveinn kýs að sleppa fyrsta samningnum í svari sínu á vísindavefnum.
* - A.m.k. var MBL miðillinn fljótur að láta sína umfjöllun hverfa um samninginn.
Fyrsti samningurinn var gerður af ríkisstjórn Geirs Haarde í umsjón Baldurs Guðlaugssonar. Frumvarp var flutt um hann á Alþingi.
Það var núverandi fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson sem mælti fyrir frumvarpinu og mælti með því að frumvarpið yrði samþykkt.
Ég ætla ekki að gera lítið úr þeim samningi því hann var gerður við mjög erfiðar aðstæður. Ég efast ekki um að samningamenn hefi reynt sitt besta og við vitum að íslenskum samningamönnum var stillt upp við vegg.
Þeim samningi var í raun hafnað af Alþingi og af þjóðinni.
Gerður var nýr samningur sem kenndur var við Svavar sem var einnig gerður við mjög erfiðar aðstæður. Hann var miklu hagstæðari og var samþykktur af Alþingi og undirritaður af forseta Íslands. Samningamenn lögðu sig alla í þennan samning eins og gert var með fyrsta samninginn og aðra síðari samninga.
Þessi samningur var af öðrum toga er gerði ráð fyrir að þrotabúið greiddi sína skuld. Sem þrotabúið gerði með eignum sínum í Bretlandi.
Síðan var eftir að semja um vaxtagreiðslur vegna regluverks ESB er síðan voru í raun felldar niður samkvæmt dómi EFTA dómstólsins. Það er mjög mikilvægt að ekki sé verið fara með rangfærslur.
Þjóðin hafnaði miklu hagstæðari samningum undir forystu forsetans. Hér má sjá mynd sem sínir hvernig þessir samningar allir hefðu reynst þjóðinni.
Síðan má benda á skrif Þorsteins Pálssonar fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins um þessa Icesave samninga.
Með því að pikka í myndina stækkar hún og sýnir samanburð milli samninganna.
Hefði kostað 208 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt 11.2.2016 kl. 10:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2016 | 17:14
Það er sama rassgatið undir báðum herveldunum
- Ef þetta er niðurstaðan, að hæstiréttur getur stöðvað áætlanir Umhverfisstofnunnar Bandaríkjanna í loftlagsmálum er niðurstaðan einfaldalega sú, að Bandandaríkjunum er ekki treystandi í alþjóðlegum samskiptum.
Það hlýtur að vera niðurstaðan í flestum öðrum málum einnig.
Ekki bara í umhverfismálum.
Nákvæmlega sömu vinnubrögðin og hjá rússunum. Bara aðeins öðru vísi aðferðir en sömu niðurstöður.
Loforðaflaumur bandaríkjamanna á loftslagsráðstefnunni í París á dögunum er m.ö.o. bara froðusnakk sem ekki stendur til að standa við.
Það er ekki bjart yfir kosningaslagnum í Bandaríkjunum Þeir eru ekki glæsilegir valkostirnir sem bandaríkjamenn geta valið sér til að verða forsetar.
Sá aðilinn sem mest fylgi hefur hjá hægri flokknum beinlínis hótar heimsbyggðinni valdbeitingu með gífuryrðum, minnir einna helst á Hitler.
Það eru einmitt slíkir aðilar úr þessum flokki sem íslendingar eiga í viðskiptum við með rekstur á nokkrum stóriðjufyrirtækjum.
Við eigum eftir að finna enn frekar fyrir þessum aðilum. Því óttast ég hingað komu Bandaríska hersins sem þjónar einmitt þessum herrum um víða veröld.
Starfsmenn álversins í Straumsvík hafa einmitt fengið slíkar hótanir undanfarna mánuði.
Sama liðið sem heldur uppi styrjöldinni gegn Palestínumönnum og almennir borgarar eru stráfelldir í umboði Bandaríkjanna. Hverskonar flygildum er haldið á lofti bæði stórum og smáum hvarvetna um heiminn til að drepa fólk.
Bandarískur almenningur er að gera sér ljóst að Glinton er af sama meiði og íhaldskarlarnir, sjálfumglöð yfirstéttarkerling.
Vonarljós almennings í Bandaríkjunum í dag virðist vera Sanders sem lítur út fyrir að vera frjálslyndur jafnaðarmaður við fyrstu sýn á mælikvarða Evrópumanna
Fundað um hermálið á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2016 | 13:27
Þetta er ekki nógu gott
- Samtök atvinnurekenda eiga auðvitað að stjórna þessu sem öðru í þessu landi.
* - Þessi frekja samtaka atvinnurekenda minnir mig á háttarlag fiskvinnslu aðila í Grindavík um árið þegar þeir gerðu kröfur um að unglingadeild lokaði þegar loðnugangan kom á hverjum vetri.
* - Reyndar fengu margir unglingar frí eða tóku sér frí. Þá misnotuðu loðnumjölsframleiðendur unga stráka og þeir voru sendir í verk sem voru harðbönnuð samkvæmt vinnuverndarlögum
* - Það þurfti dauðaslys til þess að menn tækju marka á vinnuverndarlögum í því samfélagi.
Því er ekki nógu gott þegar kennarablækur og yfirmenn þeirra eru farnir að stjórna því hvenær vetrarfrí eru í grunnskólum. Í Reykjavík er það reyndar Menntaráð borgarinnar sem ákveður dagsetningar í þessum efnum.
Er þetta gert í þágu nemenda sem ekki eru gerðir úr plasti eins og samtök atvinnurekenda virðast halda. Þessi samtök hafa gert kröfur um að lengja skólaárið hjá grunnskólanemendum.
Þá hafa þeir gert kröfur um að nemendur byrji í formlegu skólanámi á því ári sem þeir verða 5 ára.
Atvinnurekendur halda að það sé bara tímalengdin sem skiptir máli þegar nám fer fram hjá börnum. En flestir sem hafa kennt börnum vita að þar kemur til sögunar þroskaferli barnanna sem eins misjafnt og börnin eru mörg.
Það er einfaldlega staðreynd, að grunnskólanemendur þurfa hvíldir oft yfir veturinn, vetrarfríinu er gjarnan skipt í tvo hluta er tilkynnt um það hvenær þau eru um leið og nemandi mætir í skólann um miðjan ágúst. Þá er jólafrí, páskafrí og sumarfrí.
Þetta er ekki til hagræðis fyrir kennara eins og margir halda því hluti þessara daga fara í störf í skólum landsins. Síðan er kennurum skikkað að vinna af sér með aukinni vinnu þá virka daga sem falla til í jóla- og páskafríum. M.ö.o. eina stéttin sem lýtur slíkum afarkjörum.
Gallin við þessa miðstýringu frá borginni í þessum efnum er að allir skólar borgarinnar gefa frí á sama tíma sem skapar oft vanda hjá fjölskyldum.
Helmingur orðið fyrir óþægindum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2016 | 23:53
Ísland hernumið land,
- Ef herinn kemur aftur án þess að spyrja kóng né prest, kemur auðvitað í ljós að Ísland er bara lítð hernumið land.
Viðbrögð við breyttu öryggisástandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.2.2016 | 20:16
Eins og ljótur sósublettur á hvítum skyrtuflibba
- Kallinn baðst afsökunnar, en málefnið beið ekki hnekki og það er aðal atriði málsins.
* - Nú er að nálgast 60 þúsund kjósendur sem hafa skrifað undir þessa áskorun.
* - Sem eru miklu fleiri en hægt er að skrifa á einhvern einn flokk eða tvo.
Bæði þekktir og óþekktir aðilar frá öllum flokkum hafa formlega lýst yfir stuðningi við þetta framtak Kára.
Jafnvel ráðherrar sem í upphafi reyndu að gera grín að Kára hafa játað sig sigraða og lýst því yfir að þeir séu sammála Kára.
Þrátt fyrir að Kári hafi beðist afsökunar með löngum og áferðafallegum orðum situr þessi lýsing á forsætisráðherranum eftir eins og hver annar ljótur sósublettur á flibba ráðherrans.
Bletturinn er kominn til að vera, vegna þess að allir vita að ráðherrann er allt of feitur og hefur verið að fitna síðustu tvö árin.
Þetta hlýtur að vera mikil raun fyrir ráðherrann. En þetta var í raun bara sjúkdómsgreining. Kári verður að gæta orða sinna því ofita er sérlega viðkvæmt mál og erfiðast er að fá svona skeyti beint framan í sig og það opinberlega. Breytir þá engu hversu hátt settur viðkomandi er. Gleymum því ekki, að Kári er læknir.
Það þekki ég svo sannarlega.
Þessi skítur er á minni ábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)