Færsluflokkur: Kjaramál
11.8.2015 | 09:42
Hvers vegna var sykursköttum aflétt á Íslandi?
- Setti ríkisstjórnin hagsmuni nokkurra framleiðenda og innflytjenda á sykurvörum í forgang á kostnað almennings?
Á meðan íslensk stjórnvöld hafa verið að aflétta sérstökum sköttum af sykurvörum eins og á gosdrykkjum, eru til umræðu í öðrum löndum að leggja verulega háa skatta á þennan vöruflokk.
Rætt er um að skatttekjur geti runnið beint í heilbrigðiskerfið.
Það er vegna þess að óhófleg neysla sykurvara af hálfu þjóðarinnar kallar á verulega aukin útgjöld í heilbrigðiskerfinu .
Eru gosdrykkjaframleiðendur að styrkja Sjálfstæðisflokkinn bak við tjöldin?
Jú, jú það er bannað nema að vissum mörkum. En ef vilji er fyrir hendi þá er það mjög auðvelt.
Íslendingar eru sérfræðingar í því að fara á svig við slíkar reglur þegar peningar eru annarsvegar.
Þótt þessi sérstaki skattur hafi verið aflagður, hefur verðið á sykurvörunum ekki lækkað.

![]() |
Coca-Cola til varnar sykrinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.8.2015 | 20:25
Ég hef áhyggjur afþessu, ég verð að segja það
- Náttúrulaus formaður í stjórnmálaflokki sem vill gefast upp, um leið og hin íslenska veðrátta lætur á sér kræla í innviðum flokksins.
* - Um leið og einhver gerist pólitískur í flokknum.
* - Um leið og reynir á forystuhæfileika hans.
Hann vill ekki takast á við vandann, hann reynir að finna sér auðvelda flóttaleið. Hann reynir að taka sem flesta með sér í aumingjaskapnum. Ætli þessi drengur hafi aldrei þurft að takast við alvöru lífsbaráttu?
Svona maður væri algjörlega óhæfur til að verða ráðherra hvað þá að verða leiðtogi ríkisstjórnar. Það sést reyndar þegar að er gáð, að síðan hann byrjaði að sýsla í pólitík hefur hann alltaf verið á eilífum flótta.
Það er ljóst, að sú forysta sem er í þessum flokki er ekki til stóræðanna og stefna flokksins er svona eins og kjörorð ylfinga þegar ég sem barn var í slíkum félagsskap. Reyna eftir megni Hin bjarta framtíð er ekkert annað stefnulaust samfélag ópólitískra ungmenna , algjörlega rótlaust eins og þangið sem velkist um úthafið.
Um leið og reynir á forystuhæfileika Guðmundar Steingrímssonar sem formanns í ,,Bjartri Framtíð" leggur hann bara niður rófuna og fer á flótta.
Hvílík heppni að þessi maður varð aldrei ráðherra. Hann hefði slegið öðrum formanni algjörlega við og hefði fluttst úr landi.
Hann hefur haldið að þetta ætti að vera eins og útskurðarnámskeið hjá eldri borgurum eða saumaklúbbur með viðeigandi kaffi og kökum. Og allir svoo góðir.
Líklega hefur verið sungið á fundum, Blessuð sértu sveitin mín eða ging gang gúlí gúlí
![]() |
Vill ekki formannsslag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.8.2015 | 23:24
Mikilvægasti fundur mannkyns til þessa
- Ég vil benda á þetta viðtal Kristínu Völu sem er í raun skyldulesning fyrir alla.
Hér kemur bútur úr þessu viðtali sem ætti að láta alla hrökkva alvarlega við. Það dugir ekki að bara vinstri-menn lesi pistilinn sem fylgir viðtalinu heldur verður að láta hægrimenn lesa hann einnig.
Parísarfundurinn sá mikilvægasti
- Það eru margir hægrimenn ábyrgir náttúruverndarasinnar. Sem betur fer.
Hvers vegna, skýringanna má sjá af viðbrögðum t.d. bresku ráðherranna er snýr að flóttamannavandanum
Kristín Vala Ragnarsdóttir segir:
Ég held í raunni að þessi fundur sem verður í París í desember sé líklega mikilvægasti fundur sem haldinn hafi verið í heiminum okkar alla tíð.
Ef við náum ekki árangri þar, hvernig við ætlum að minnka útblástur, þá erum við líklegast búin að missa loftslagsmálin út úr höndunum á okkur. Þá förum við út í fleiri og fleiri jákvæða hringi sem valda meiri og meiri hlýnun.
Í staðinn fyrir að við endum í tveimur gráðum með því að minnka gríðarlega mikið útblástur, þá förum við kannski í fimm, sex gráður í lok þessarar aldar. Þá verður stór hluti jarðarinnar óbyggilegur fyrir manninn.
Við erum þegar farin að sjá allt þetta streymi fólks frá hinum ýmsu Afríkuríkjum. Þetta eru ríki þar sem er mikið þjóðfélagslegt ójafnvægi vegna loftslagsbreytinga",
sagði Kristín Vala í Helgarútgáfunni í dag.
![]() |
Lífsháttum okkar er ógnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2015 | 15:03
Læri, læri, tækifæri
- Nú er tækifærið fyrir nýjan mann til að rífa upp flokk sem er í öskustó og engin tekur mark á.
Björt framtíð er miðjuflokkur og hefur frá upphafi kynnt sig sem slíkan en virðist hafa forðast það, að hafa skarpa og skýra stefnu eins og vinstriflokkur.
En það virðist hafa slegið í bakseglin með þetta syefnuleysi flokksins, kjósendur virðast ekki vita fyrir hvað flokkurinn stendur annað en falleg orð um allt og alla. Formaðurinn virðist ekki ná athygli og trausti kjósenda.
Bent hefur verið á uppruna hans í Framsóknaflokknum, för hans í Samfylkinguna til að ná frama sem mistókst.
Heimkoma hans aftur inn í Framsókn og flótti hans frá Sigmundi Davíðs þegar hann varð undir í forystu keppni.
Síðan reynir hann að stofna nýjan Framsóknarflokk og reynir að ná fylgi frá þessum tveim flokkum. Í raun mistókst það frá upphafi.
Nú virðist Heiða Kristín eiga tækifæri og það sem meira er, að hún viðist vera vinsæl og hafa heilmikla útgeislun í samskiptum sínum við fólk og í samtölum við fjölmiðla.
Hún virðist einnig hafa svipaða forsögu og núverandi formaður. En hún vann með Jóni Gnarr og þar hefur hún eflaust lært margt.
Greinilegt er að Björt framtíð verður að móta sér sterkari stefnu sem er meira til vinstri og hafa með sér festu. Flokkurinn verður að skora Pírata á hólm því sá flokkurinn er nánast stefnulaus einnig.
Það verður gaman að fylgjast með hræringum sem greinilega eru framundan.

![]() |
Glímir við forystukreppu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2015 | 10:10
Fátíð vinnubrögð atvinnurenda á Íslandi í seinni tíð
- Þegar stjórnarmenn við álverið í Straumsvík reyna að komast framhjá formlega kosnum forystumönnum starfsmanna
* - og framhjá aðaltrúnarmanni verkalýðsfélaganna hjá fyrirtækinu.
* - Þetta er auðvitað tilraun til að kljúfa einingu starfsmanna.
Reynt er að ná til þeirra sem standa höllum fæti í fyrirtækinu til að hræða þá og hrekja til að svíkja félaga sína. Þetta eru óþverra vinnuhættir af hálfu fyrirtækisins.
En það er út af fyrir sig rétt að staðan á markaði fyrir ál hefur lengi verið erfið og álver víða um heimin standa fremur illa.
Þrátt fyrir að orkuverðið sem fyrirtækið býr við hafi hækkað er það mjög lágt á heimsvísu. Það nær ekki einu sinni meðalverði raforku í Afiríku.
Þá greiðir fyrirtækið nær enga skatta á Íslandi.
En forsvarsmaður launfólks í álverinu segir að verri staða álversins nú séu vegna rangra ákvarðanna hjá stjórnendum álversins og eigandans. Ekki hefur mátt fara í nauðsynlegar lagfæringar og fjárfestingar til að auka framleiðni í fyrirtækinu.
![]() |
Slæm staða í Straumsvík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2015 | 15:37
Vissulega hefur utanríkisstefnan nú breyst, gömlum lummum hefur verið velt upp á ný
- Á 70 ára afmæli lýðveldisins hefur Sjálfstæðisflokkurinn í raun verið einráður utanríkisstefnu þjóðarinnar í 54 ár.
* - Það varð áþreifanleg breyting á utanríkisstefnu Íslands í tíð vinstri stjórnarinnar og margir góðir siðrænir hlutir gerðir.
* - En nú hefur skútunni verið snúið hart á stjórnborða á ný. Nú er allt sem áður var, að það eru hagsmunir bæði viðskiptalegir og flokkspólitískir
Siðræn sjónarmið hafa aldrei átt upp á pallborðið hjá þeim stjórnmálaflokkum sem fara með stjórn landsins í dag. Að vísu hafa komist í þetta ráðuneyti ungæðislegir kratafolar sem hafa einstöku sinnum stigið gagnleg víxlspor í hreinni óþökk ráðandi afla í samfélaginu.
Í tíð vinstristjórnarinna var þess freistað að ná betri samningum við ESB en þeir samningar sem íslenska þjóðin hefur búið við frá 1. janúar 1970. Sem var uppfærður 1993. Þessir samningar taka fyrst og fremst mið af hagsmunum einstakra atvinnugreina.
Hagsmunir almennings eru iðulega fyrir borð bornir og slík ákvæði samninga sem snúa að bættum réttindum almennings eru gjarnan hunsaðir algjörlega. Stór hluti þjóðarinnar vildi láta reyna á betri samningskjör. En þeir sem njóta ýmissa forréttinda núverandi samningum vildu engu breyta.
En síðan pólitískir flokkar elítunnar komust í stjórnarráðið hafa íslensk stjórnvölda algjörlega hlýtt þeirri línu sem ESB og Bandaríkin hafa sett fram í öllum málum. Algjörlega án þess að gera nokkurntím athugasemdir eða fyrirvara.
Nú er íslenskri þjóð vandi á höndum, vegna stefnuleysis ríkisstjórnarinnar sem mun bitna harkalega á landanum nema að til komi kraftaverk. Hvergi bólar á sjálfstæðri stefnu og það rétt sem sagt er af framkvæmdastjóra gamla LÍÚ: Að við eltum ekki bara í blindni Evrópusambandið sem við erum ekki aðilar að og höfum engin tækifæri til að hafa áhrif á þegar kemur að mótun slíkra hluta.
Kolbeinn þessi Árnason kallar eftir opinni umræðu um utanríkismál á miklu breiðari grundvelli en áður hefur tíðkast. En í 54 ár hefur þessi umræða farið fram í kústaskáp í húsakynnum Sjálfstæðisflokksins. Þar hefur mottóið verið, því færri sem koma að þessari umræðu því betra.
![]() |
Ísland móti sína eigin stefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
- Þessi þingmaður ætti að tala varlega. Hann ætti að láta vera að gaspra og leyfa sér að afvegaleiða umræðuna.
* - Íslendingar eru í miklum meirihluta á þeirri skoðun að við sem þjóð eigum að halda uppi hlutleysi í átökum gömlu herveldanna.
* - En auðvitað getum við sagt okkar skoðun og komið henni á framfæri en að vera beinir aðilar að átökum sem þessum er bara fráleitt.
Það er aðeins stigsmunur á virkri þátttöku íslendinga í átökunum í Úkraínu og þátttöku Íslands í Írak forðum. Þarna er stríð í gangi.
Þetta brölt utanríkisráðherrans hefur því miður aldrei farið alvarlega umræðu á vettvangi Alþingis eða í þjóðfélaginu.
Þetta eru bara mismunandi fasistar að takast á um yfirráð yfir landi. Krímskagi er gríðarlega mikilvægur staður fyrir hernaðarlega hagsmuni herveldanna. Þetta stríð stendur ekki um lýðræðislega hagsmuni fólksins á svæðinu og eða aðra mikilvæga stöðu þess
Ef íslendingar beita viðskiptabanni gagnvart einhverri þjóð (þ.e.a.s. tilkynni viðkomandi þjóð að íslendinar hætti að kaupa vörur frá þessari þjóð með formlegum hætti eða pólitískum hætti) , geta íslendingar tæplega vænst þess að viðkomandi þjóð kaupi af okkur vörur áfram eins ekkert og hafi í skorist. Þetta er auðvitað bara rugl.
En ESB hefur einnig ákveðið formlega, að kaupa ekki af íslendingu makríl) Það eru viðskiptaþvinganir.
Bandaríkjamenn leggja íslendinga í einelti vegna hvalveiða eins fyrirtækis með velvilja núverandi stjórnvalda. ESB stendur með þeim í þessu einelti. Það eru einnig viðskiptaþvinganir þótt við séum margir íslendingar á móti þessum veiðum.
En við látum sem ekkert sé. Ef íslenska þjóðin hefði eitthvert afl á alþjóðlegum vettvangi myndi hún auðvitað beita svona kúnstum eftir eigin geðþótta. En svo er bara ekki sem betur fer.
Rússland er nú að hugsa um að verða þriðji aðilinn sem er með formlegar viðskiptaþvinganir gagnvart íslendingum
En íslendingar geta haft skoðun á hlutum þótt þjóðin taki ekki þátt í átökum herþjóðanna um heimsyfirráðin

Eina hlutleysið hlutleysi gleðikonunnar
![]() |
Vanhugsuð þátttaka í viðskiptabanni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt 7.8.2015 kl. 08:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.8.2015 | 08:00
Þeir eru margir furðuhlutirnir
- Þessa dagana hrópa útgerðarmenn og kvarta undan því, að rússar séu skoða tillögugerð í ráðuneytum sínum sem hugsanlega getur komið í veg fyrir útfutning á íslenskum vörum til Rússlands
Sjávarútvegs ráðherrann sagði í sjónvarpinu að útflutningsverðmæti þessara vara hefði verið um 20 til 30 milljarðar á ári undanfarin ár.
Sagt er að það muni mikið um þessi útflutningsverðmæti. Stór hluti þessara verðmæta er síld og makríll. Ef að þessu yrði myndi það setja útgerðina íi mikinn vanda.
Það ætti að minna okkur á, að Ísland á í stríði við ESB vegna makrílveiða og í gangi er innflutningsbann á makríl til ESB ef mig minnir rétt. Ef ég fer með rangt mál væri gott að fá leiðréttingu.
Þrátt fyrir níðslu þessara þjóða á íslendingum vegna makríls sem rússar síðan björguðu okkur með að kaupa af okkur.
Tökum við þátt í viðskiptabanni með ESB gegn rússum undir stjórn bandaríkjamanna sem einnig eru í stríði íslendinga og alvarleg afskipti af veiðum íslendinga á langreyði og sölu á þeim afurðum til Japans. Bandarín nota eineltistilburði á íslendinga
Þetta kennir okkur íslendingum, að við eigum að halda okkur við hlutleysi í alþjóðamálum. Þá hefur okkar ráðherra verið eins og hver annar sperrileggur austur í Úkraínu færandi blóm fyrstur manna.
Íslendingar fengu nóg af hermannaleiknum þegar Halldór Ásgrímsson fann sprengjurnar forðum daga í Írak og lét mynda sig með fundinn.
Já, þeir geta verið sperrtir á erlendri grund frammararnir á meðan enginn treystir þeim hér heima fyrir.

Langtímaverkefni að finna nýja markaði segir Framkvæmda-stjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi
Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hugins í Vestmannaeyjum, segir það áhyggjuefni ef Rússar banna innflutning matvæla frá Íslandi. RÚV
![]() |
Erfitt setji Rússar bann á Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 08:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.8.2015 | 17:45
Greinilega ekki bara einhverjar stelpur
- Þær ásökuðu eru bara strax komnar með lögmann í málið.
Það kostar almennt séð ekki neina smáaura. Það má vel vera að þessi Stella hafi misskilið það hvers vegna þessar eyjapæjur réðust á hana.
Það sem hlýtur að standa upp úr í þessu máli er, að enginn á að hafa leyfi til að ráðast á annann.
Það eru ekki mörg ár síðan að stúlku ofan af Akranesi var misþyrmt í miðborg Reykjavíkur. Hún hefur aldrei borið þess bætur.
Slagsmál og ofbeldi er pottþéttur fylgifiskur fjölda ölvunar. Þessi skemmtun í eyjum er fyrir löngu orðin alræmd drykkjuhátíð.
Þarna hefur áfengi verið til sölu og er það rækilega auglýst.
![]() |
Viðbrögðin minna á Lúkasarmálið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.8.2015 | 09:13
Það er sem í eigin heimi
- Það er full ástæða til þess að óska Pírötum til hamingju árangur sinn í skoðanakönnunum. Þetta er út af fyrir sig góður árangur.
* - En sem betur fer er þetta bara árangur úr skoðanakönnunum.
Það er einnig eftirtektarvert hvernig forystumenn Pírata taka þessum flottu niðurstöðum úr könnunum í þessa fjóra mánuði.
En þeir hafa ítrekað bent á þá staðreynd, að þessi útkoma sé vegna þess að fólk vantreysti stjórnmálaflokkum sem hafa komið að því, að axla ábyrgð á því að vera fyrirliðar um stjórn landsins.
- Það má vel vera rétt hjá Birgittu er hún segir, að fólkið sé að kalla eftir að það verði grundvalllarbreytingar á löskuðu kerfi.
* - Hér væri frændhygli, spilling og óskilvirkni við lýði og engu skipti hver væri við völd á meðan að þessir þættir væru innbyggðir í kerfið.
* - Það þyrfti að breyta þeim kerfum sem eiga að þjóna almenningi en virðast ekki vera að gera það.
Þetta er auðvitað mjög mikil einföldun hjá Birgittu og hún veit vel að Pírítar geta ekki breytt þessari stöðu, nema með öðrum og að sett yrði lög um að koma í veg fyrir svona sterk áhrif hagsmunahópa, t.d. í atvinnulífinu á íslandi.
Það er rétt að þau áhrif eru allt of mikil eins og sjá mátti þegar vinstri stjórnin starfaði.
Þá var það sannarlega staðreynd, að Sjálfstæðisflokkurinn í samstarfi með samtökum atvinnurekenda var miklu sterkara vald á flestum sviðum en ríkisstjórnin sjálf.
Einkum á fyrri hluta kjörtímabilsins þegar þessum aðilum tókst að virkja nær meirihluta ASÍ með sér í hernaði gegn vinstri stjórninni.
En núverandi vinstri flokkar eru og voru ekki ataðir í spillingu og frændhygli vegna þess einfaldlega, að þeir eru nýir flokkar og hafa sáralíti tengsl inn í hagsmunasamtök eins verkalýðshreyfinguna. Þeir eru ekki hagsmunagæsluflokkar.
Höfðu heldur ekki komið að ríkisstjórnum á Íslandi, nema Samfylking í aukahlutverki í nokkra mánuði. Almenningur hunsaði forystu ASÍ eftir hrunið og kenndi því einnig um hörmungarnar.
Í raun hefur almenningur látið ritstjóra Morgunblaðsins teyma sig á asnaeyrunum, það er einmitt hann sem hamraði á þeim áróðri að fjórflokkarnir bæru sameiginlega ábyrgð á því ástandi sem var og er í samfélaginu.
Þessi áróður gagnaðist Sjálfstæðisflokknum mjög vel, en gömlu vinstri flokkarnir voru ekki til lengur og höfðu sameinast öðrum stjórnmálaöflum. M.ö.o. Það er enginn fjórflokkur í landinu. Gömlu vinstri flokkarnir voru lagðir niður fyrir 15 árum.
Það má í raun segja, að sá hópur sem stendur á bak við Pírata sé kominn úr sama jarðvegi og nýju vinstri flokkarnir og vinstri armur Framsóknar. Það sama má segja um Bjarta framtíð
Það er ljóst, að Píratar verða opinbera stefnu sína fyrr eða síðar. Það er og verður grundvallarspurning.
Spurt verður: Ætla þeir að vera þátttakendur í því að styrkja lýðræðið og lífkjörin hjá láglaunafólki í landinu eða ætla þeir að standa með samtökum atvinnurekenda í landinu sem eru í andstöðu við þessi meginmarkmið? Það er flest sem bendir til þess, vegna miðflokka eðlis Pírata.
Píratar munu auðvitað reyna eins og aðrir miðflokkar reyna að fela stefnu sína og eða stefnuleysi sitt eins lengi og það hentar flokknum. Fyrr eðar síðar kemur að vegamótum, Píratar verða að taka afstöðu.
Tilvera þessara miðflokka sem nú eru orðnir þrír í landinu launafólki í landinu og í ljós hefur þegar komið af orðum forystumönnum þessar tveggja miðflokka að þeir munu viðhalda styrkleika hægri flokksins í landinu eins og gamli Framsóknarflokkurinn.
Slá úr og í, lofa og svíkja. Allt gengur það út á það, að selja sig sem dýrast fyrir völd. Eðli miðflokka.
Stærstu mál Pírata um gegnsæi eru gömul baráttumaál vinstri flokka og það sama má segja um stjórnarskrármálið.
Píratar hafa ekki átt neina aðkomu að tillögum um nýja stjórnarskrá. Það voru fyrst og fremst vinstri menn úr ýmsum áttum sem lögðu grunninn að tillögum um nýja stjórnarskrá. Tillögur sem hægri flokkarnir sætta sig ekki við.
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)