Færsluflokkur: Dægurmál

Íbúð á floti?

  • Samkvæmt fyrirsögninni flýtur einhver íbúð um Vogahverfið.
    *
  • Það væri auðvitað óskandi að hún fljóti ekki mjög langt eða út fyrir hverfið.
    *
  • Eða er e.t.v. átt við, að allt sé á floti í íbúðinni
    *
  • Eða að flætt hefði upp úr niðurföllum inn í íbúðina 

mbl.is Vöknuðu við að íbúðin var á floti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðuleg stjórnsýsla sem lyktar af einræðis tilburðum

  • Það er auðvitað kostulegt ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að axla

    ábyrgð fyrir ríkisfyrtækið Landsnet.

Bæði fyrirtækin Landsvirkjun og Landsnet hafa verið þekkt fyrir að vera í harðasta ruðningi gagnvart einstaklingum og samtökum þeirra.

Þeistareykir

Fyrirtækin hafa fram undir þetta getað traðkað á einstaklingum og hunsað lög og reglur sem eiga að vernda einstaklinga.

Landsnet er þegar byrjað að tapa málum gegn einstaklingum eins sjá mátti á Vatsleysuströnd.

Fyrirtækin hafa troðið alla niður í svaðið á skítugum skónum. Í þessu lagnamáli hefur landsnet gert hrikaleg mistök og neitar að viðurkenna þau.

Það hefði verið eitthvað dýrara að fara út fyrir friðaða svæðið í byrjun.  En kostnaður sem hefði skilað sér aftur.

Það verður aldrei sátt um þá leið sem fyrirtækið vill fara.  Það var heldur aldrei farið í raunverulegar sáttaumleitanir.

En Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að taka sig mistök ríkisfyrirtækisins Landsnets ásamt Framsóknarflokknum. Í staðin fyrir að viðurkenna mistök þess og fara með línuna um viðurkennt línustæði. Flokkurinn virðist blindur á mistök ríkisfyrirtækisins.

Væntanlega verða yfirmenn þessa fyrirtækis ekki látnir axla ábyrgð sem þeir ættu auðvitað að gera. Það var enginn að ráðast á Sjálfstæðisflokkinn.

Þessi valdníðsla eru mistök, því hægt er að breyta lögum aftur, rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn er þekktur fyrir.


mbl.is Fundað stíft um raflínumálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landbúnaðar stefnan á undir högg að sækja

  • Búvörusamningur líklega andvana fæddur
    *
  • Ef taka má mark á könnun MMR

kálfur

Það er morgunljóst, að þar sem andstaða landsmanna gegn nýjum búvörusamningi nálgast það að vera tveir þriðju af einstaklingum yfir 18 ára aldri, þýðir það að þessi samningur lifir örugglega ekki út í 10 ár.

Sérstaklega vegna þess að yngri kynslóðir, þ.e.a.s. þeir sem greiða kostnaðinn af þessum samningi bæði í vöruverði og með auknum sköttum eru í enn meiri andstöðu við samninginn. Heldur en meðaltalið segir til um.

Það kemur auðvitað ekki á óvart, að þeir sem eru komnir á eftirlaun (68 ára og eldri) séu nokkuð jákvæðir gagnvart þessum samningi. Kanski er það vegna þess, að eftirlaunafólk mun ekki bera kostnaðinn þessum gjörningi.

Það dúkkar upp einkennileg tilviljun í þessari könnun, sem er að viðhorf  kjósenda bæði Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna eru mjög  svipuð til samningsins. Algjör andstaða þessara kjósenda er milli 5 og 6%, síðan eru milli 16 og 18% frekar andvígir.  


mbl.is Meirihluti andvígur búvörusamningunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta með stærðina

  • Forsætisráðherra á auðvitað við um félagsmenn í Framsóknarflokknum.
    *
  • Sem að mínu mati virðast flestir vera dvergvaxnir í hugarfari.
    *
  • Aðeins örfáar undantekningar.
    *
  • En fyrir utan þennan þjóðernisflokk eru þekktar mjög margar persónur
    *
  • miklu stærri en þessi flokkur og mikilvægari. 

forystumenn framsóknar

Jafnvel þótt í þessum flokk séu ótrúlega margar breiðar persónur á alla kanta, en það er allt önnur saga.

Myndarlegir karlar 


mbl.is Enginn maður er stærri en flokkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einræðis tilburðir

  • Það hefur alltaf verið hægt að finna viðeigandi línustæði sem hefði verið í sátt við almenning í Þingeyjasýslum.
    *
  • En einræðis-fyrirtækin Landsnet og Landsvirkjun hirða ekkert um vilja almennings og hafa aldrei gert ótilneytt.

Einræðis tilburðir er það stjórnarfar sem einkennir núverandi stjórnvöld.

Þeistareykir

Kröfur sveitastjórna í Þingeyjarsýslum um stóriðjuuppbyggingu hafa árum saman einkennst af stórkalla brölti og svartsýni á eigin getu í atvinnumálum.  

Ekki má gleyma því að það voru einmitt fólk úr núverandi stjórnarflokkum sem stóðu að Alcoa álverinu (360 þús tonn)og Kárahnjúkavirkjun. Ásamt gríðarlegum náttúruspjöllum og fjárhagslegum skaða fjölmargra fjölskyldna.

Sömu aðilar ætluðu sér að byggja upp álíka stórt álver (360 þúsund tonna álver) við Húsavík, en það vantaði orku í landsfjórðunginn.

Þessu fólki virðist vera nákvæmlega sama um auðævi almennings á þessu svæði sem felast í náttúru svæðisins sem þegar tryggir almenningi mikilvæg störf fyrir alla.

Fyrirtækin Landsnet og Landsvirkjun fá að vaða yfir allt og alla eins og hver önnur stærstu tröll þjóðsagnanna. Þar sem steinrunnið hugarfar frjálshyggjunnar ræður algjörlega ríkjum.

Það hefur komið í ljós að Ragnheiður Elín Árnadóttir hikar ekki við að fara heldur frjálslega með sannleikann þegar hún í tjónkar endalaust við erlend stórfyrirtæki.

Hún talar um árangurslausar samningaviðræður sem aldrei fóru fram nema við flokksfélaga hennar og Framsóknarmenn í þessum sýslum sem sýndu einstakt siðgæði með því að kjósa Sigmund Davíð sem leiðtoga.

Auðvitað ræddi hún ekkert við almenning sem kærði yfirgang og frekju Landsnets. Nú hefur á komið á daginn, að auðvelt hefur verið að finna viðunandi lausn á línustæði sem færi framhjá friðuðu landi.

Ekki má gleyma þeirri staðreynd, að erlendu stóriðjufyrirtækin skila þjóðinni engum arði.

Landsnet hefur heldur  ekki séð sóma sinn í því að taka  niður línulagnir sem hæstiréttur hefur dæmt ólöglegar.  


mbl.is Ekki var haft samband við Fjöregg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að læðast bakdyramegin

  • Enn er stigið eitt skrefið inn í ESB.
    *
  • Alltaf kemur Sjálfstæðisflokkurinn að öllum þessum skrefum

Fyrst var það gert með EFTA aðildinni 1970 og stórt svið stjórnsýslunnar og atvinnulífsins fært undir forráð EB eins ríkjasambandið var þá kallað í umræðunni.

Iðnaðinum var fórnað fyrir hagsmuni útgerðarinnar, landbúnaðar og verslunar.

Síðan er það EES 1993 þá er fleiri atvinnugreinum fórnað. Fyrir fjármálakerfið og  nú mátti flytja inn landbúnaðarvörur en gamla einokunargreinin hefur getað varist með dyggri þátttöku stjórnmálamanna.

Schengen-samstarfið 2001

Nú er það þetta skref þar sem Ísland gengst undir yfirþjóðlegt fjármálaeftirlit ESB í gegnum eftirlitsstofnun EFTA 

EFTA-aðildinn er lykillinn að þessu öllu og hagsmunir ákveðinna atvinnugreina. Næst má reikna með kröfu þátttöku Íslands í sameiginlegri hervæðingu Evrópu


mbl.is Umdeilt mál samþykkt á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingmenn Alþingis verða að vera ábyrgir orða sinna.

  • Ef einhver aðili telur að alþingismenn hafi verið með óeðlilega aðdróttanir í sinn garð hlýtur sá hinn sami að geta borið hendur fyrir höfuð sér.
    *

Vigdís Hauksdóttir

  • Þótt alþingismönnum finnist þeir vera ákaflega merkilegar persónur oft á tíðum eru þeir bara venjulegir hvað þetta snertir.
  • En þess ber að gæta hvort sem mönnum finnst það eðlilegt eða ekki. Þá njóta embættismenn sérstakrar verndar gegn orðum annarra í sinn garð.
    *
  • Það eru í lögum afar þungar refsingar gegn öllum þeim sem hafa embættismenn fyrir rangri sök.
    *
  • Það er bara eðlileg krafa að embættismaður óski eftir afsökunum frá aðilum sem bera upp á þá að þeir hafi brotið af sér í starfi. 
  •  
  • Embættismaðurinn hefði auðveldlega getað valið hina leiðina og stefnt þessum þingmönnum. Það hafa fallið slíkir dómar.

mbl.is Verður nafngreindur síðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingforsetinn datt í forarpyttinn

  • Hann tók þátt í kosninga mallinu og bullaði
    *
  • Gott er að rifja upp eftirfarandi

,,12.mars 2012, í tíð síðustu ríkisstjórnar, voru þrotabú föllnu bankanna látin falla undir fjármagnshöft sem skapaði þá samningsstöðu sem þekkt er orðin.

Framsókn sat hjá og Sjálfstæðisflokkurinn greiddi atkvæði gegn málinu eftir að fulltrúar kröfuhafanna höfðu komið fyrir þingnefnd og látið öllum illum látum.

Fyrir sjálfstæðismönnum í því máli fór Guðlaugur Þór Þórðarson sem nú slær vindhöggin af miklu móð".

Katrín Júlíusdóttir


mbl.is Hæpið að skýrslan sé „alvöru plagg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingforseti kominn í útúr snúninga

  • Þetta er ekki mál nefndarinnar þar sem það hefur ekki verið tekið fyrir í nefndinni.
    *
  • Þetta eru bara skrípalæti.

„ Það er nú þannig að í 26. grein þingskapa eru býsna rúmar heimildir fyrir nefndir til að taka upp mál. það getur borið þannig að að það sé meirihlutaákvörðun viðkomandi nefndar að taka upp mál sem minnihlutinn kann að vera andvígur. Heimildir til að gera slíkt eru til staðar,“ segir Einar K. Guðfinnsson.

Það sem ekki stenst í þessari túlkun forsetans er að málið hefur ekki verið tekið upp í nefndinni og afgreitt þar.

M.ö.o. ekkert hefur verið bókað um málið svo ljóst er að meirihluti nefndarinnar hefur verið of fljót á sér til að kalla þetta ákvörðun og verk nefndarinnar.

Minnihlutinn í fjárlaganefnd telur skýrslu sem meirihlutinn kynnti gær vera slæma stjórnsýslu og verið sé að misnota nafn nefndarinnar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna vill að forseti þingsins fari yfir þessi vinnubrögð. Hún ætlar…
RUV.IS
 

mbl.is „Þetta er ekki skrípasamkoma“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voðalega eru allir vondir við kallinn

  • Ef þetta hefur verið helsta umfjöllunar efni Sigmundar Davíðs, 

    brýtur það vissulega blað í stjórnmálasögu þjóðarinnar.
    *
  • Það er reyndar óskiljanlegt með öllu hvað þessi mál koma stjórnmálaumræðunni við.
    *
  • Það er reyndar algengt að brotist sé inn í tölvur fólks, eru sagðar af því ótal sögur. Lögreglan er reglulega að vara við slíku.
    *
  • Umdeildur forsætisráðherra hlýtur að vera áhugaverðari í þessum efnum en sauðsvartur almúginn. Því er það furðulegt að þessi maður skuli ekki vera með sérstakar varnir.
    *
  • Þessi orðræða virkar þannig á mig, að Sigmundur Davíð sé að reyna að láta félaga sína vorkenna sér.
    *
  • Allir stjórnmálaforingjar verða fyrir mikilli áreitni og sérstaklega þegar þeir hafa hagað sér kjánalega hvað eftir annað. Það fylgir hlutverkinu. En ég man ekki eftir því að þeir hafi skælt við pilsfald félaga sinna. 
    *
  • Einkum ef þeir hafa leikið þann leik trekk í trekk að segja þjóðinni ósatt.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist hafa verið eltur á ferðum sínum erlendis af kröfuhöfum í bú föllnu bankanna á meðan hann var…
KJARNINN.IS
 

mbl.is Svartur kafli, njósnir og brjálaðar aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband