Færsluflokkur: Dægurmál

Korktappinn í drullupollinum

  • Við eru ekki sjálfstæð fámenn þjóð í stóru landi íslendingar

Það er ljóst að stóru ríkjasamböndin Bandaríkin og ESB hafa það í hendi sér hvernig sjálfstæði þjóðarinnar er háttað hverju sinni.

Allir vita að Bandaríkin er voldugasta herveldi heimsins sem deilir og drottnar um allann heiminn.

herþyrla 1

ESB er ekki bara viðskiptasamband, það er einnig stórpólitíkt ríkjasamband hervæddra þjóða með pólitísk afskipti víða um heiminn.

ESB er því  herveldi sem hótar að beita því valdi óspart í samskiptum við þá sem þeir vilja hafa áhrif á ef aðrar leiðir eru ófærar af þeirra mati.

Ísland er með auka aðild að ESB og þar með aðildarríki sem verður taka mark á ákvörðunum ríkjasambandsins.  Það er t.d. eftirtektarvert að aldrei hefur Ísland verið jafn leiðitamt við ákvarðanir ESB eins og nú á valdatíma núverandi stjórnvalda.

ESB

Herinn var löngu farinn og menn farnir að anda léttar, því af honum stafaði alltaf óbein ógn.

Margir veltu því fyrir sér að upp á koman á Austurvelli fyrir framan Alþingi hefði ekki verið liðin af yfirvöldum hér og vestra ef herinn hefði verið enn á Suðurnesjum.  A.m.k. var frúin í vesturbænum með þetta á hreinu.

Núverandi formaður  utanríkismálanefndar vakti fólk upp til raunveruleikans á ný með þessum orðum sínum:

„Það hef­ur eng­in umræða, hvorki óform­leg né form­leg, átt sér stað á milli ríkj­anna um var­an­lega viðveru hér. Þessi litla upp­bygg­ing, sem á enn eft­ir að samþykkja, er í fullu sam­ræmi við varn­ar­samn­ing­inn frá 1951 og rúm­ast vel inn­an sam­komu­lags­ins sem gert var árið 2006.“

Þá seg­ir hún að áform um breyt­ingu flug­skýl­is á vell­in­um þurfi ekki að þýða auk­in um­svif hers­ins á land­inu.

„Við höf­um auðvitað öll heyrt af því að Banda­ríkja­menn vilja treysta stöðu sína á þessu svæði en þetta teng­ist því ekki beint. Vél­arn­ar sem eru að taka við eft­ir­lit­inu eru hærri en vél­arn­ar sem fyr­ir eru og því þarf að hækka skýlið og treysta und­ir­stöðuna. Í hernaðarlegu til­liti er þetta ekk­ert flókn­ara en það.“

  • Þá veit þjóðin það, að Ísland er áfram hernumið land og flýtur áfram eins og lítill korktappi í drullupolli á miðjum róluvelli ríkjasambandanna begjja vegna Atlandshafsins.
    *
  • Landsmenn munu því áfram æfa sig í hnjáliðamýktinni, eins og Andres Kristján fyrrum ritstjóri orðaði fyrir áratugum á meðan hann lifði.

mbl.is Voru ekki upplýst um áformin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar sem hrokinn tekur völdin

  • Væntanlega fá yfirmenn Fellaskóla áminningu, því þetta háttarlag þeirra er til mikillar skammar.

Það er lágmarkskrafa að þeir sendi foreldrum þessa nemanda afsökunarbeiðni og einnig nemandanum sjálfum.

Best væri að skólastjóri og aðstoðarskólastjóri yrðu látnir heimsækja þetta fólk og biðjist persónulega afsökunar.

Tilkynni síðan á sal öllu skólasamfélaginu um að þeir hafi beðist afsökunar á háttarlagi sínu persónulega. 

Skólinn ætti að vera ánægður með það, að foreldrar kjósi að senda börn sín með nesti í skólann á hverjum degi.

Því borgin telur sig niðurgreiða matinn verulega sem seldur er í mötuneytum grunnskólanna sem ekki er alltaf til fyrirmyndar, en þarf ekki að gera það vegna nemenda sem koma með nesti að heiman.

 
Borgarstjóri segir að það hafi fokið hressilega í sig við lestur á frétt um að stúlku hefði verið neitað um þátttöku í pizzuveislu í Fellaskóla í tilefni öskudags í gær. Stúlkan er ekki í mataráskrift og var neitað um að borga sérstaklega fyrir pizzusneið.
RUV.IS
 

mbl.is Fauk hressilega í borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það yrði gjörsamlega óeðlileg stjórnarseta

  • Ef framkvæmdastjóri öflugustu hagsmunasamtaka landsins væri

    stjórnarmaður í stjórn Landsbankans sem er að mestu í eigu þjóðarinnar
    *

  • Slíkur gjörningur bæri vott um hreina spillingu sem átti að vera búið að útrýma.

Ríkisstjórn Geirs Haarde þjóðnýtti á sínum tíma þrotabú Landsbankans hf, til að gæta hagsmunar útgerðarinnar og væntanlega þjóðarinnar að mati ríkisstjórnarinnar. Til að erlendir lánadrottnar bankans kæmust ekki yfir eignir útgerðanna og þar með í landhelgina.

útgerðin

Þetta eru gjörsamlega úreltir stjórnarhættir sem tíðkuðust vissulega fyrir hrun.

Ef settist þarna yrði það eins og blaut tuska framan í andlit almennings sem haldið hefur bankanum á floti með skattagreiðslum og hækkuðum þjónustugjöldum auk mjög hárra vaxta.

Það er bráðnauðsynlegt að hagsmuna aðilar í atvinnulífinu eigi ekki fulltrúa í bankastjórnum banka sem er nánast allur í eigu þjóðarinnar.

Það er mikilvægt að fundnir verði faglegir stjórnarmenn án allra slíkra tengsla við hagsmunasamtök og atvinnulífið. 


mbl.is Kolbeinn Árnason í stjórn LBI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn er pólitík í spilunum

  • Það á eftir að líða nokkur tími enn svo menn geti í raun fjallað um Icesave samningana án flokks-pólitískra öngstræta.
    *
  • Það er óskiljanlegt hvers vegna Hersveinn kýs að sleppa fyrsta samningnum í svari sínu á vísindavefnum.
    *
  • A.m.k. var MBL miðillinn fljótur að láta sína umfjöllun hverfa um samninginn. 

Fyrsti samningurinn var gerður af ríkisstjórn Geirs Haarde í umsjón Baldurs Guðlaugssonar. Frumvarp var flutt um hann á Alþingi.

Það var núverandi fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson sem mælti fyrir frumvarpinu og mælti með því að frumvarpið yrði samþykkt.

Ég ætla ekki að gera lítið úr þeim samningi því hann var gerður við mjög erfiðar aðstæður. Ég efast ekki um að samningamenn hefi reynt sitt besta og við vitum að íslenskum samningamönnum var stillt upp við vegg.

Þeim samningi var í raun hafnað af Alþingi og af þjóðinni.

Gerður var nýr samningur sem kenndur var við Svavar sem var einnig gerður við mjög erfiðar aðstæður. Hann var miklu hagstæðari og var samþykktur af Alþingi og undirritaður af forseta Íslands. Samningamenn lögðu sig alla í þennan samning eins og gert var með fyrsta samninginn og aðra síðari samninga.

Þessi samningur var af öðrum toga er gerði ráð fyrir að þrotabúið greiddi sína skuld. Sem þrotabúið gerði með eignum sínum í Bretlandi.

Icesave 2

Síðan var eftir að semja um vaxtagreiðslur vegna regluverks ESB er síðan voru í raun felldar niður samkvæmt dómi EFTA dómstólsins. Það er mjög mikilvægt að ekki sé verið fara með rangfærslur.

Þjóðin hafnaði miklu hagstæðari samningum undir forystu forsetans. Hér má sjá mynd sem sínir hvernig þessir samningar allir hefðu reynst þjóðinni.

Síðan má benda á skrif Þorsteins Pálssonar fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins um þessa Icesave samninga.

Með því að pikka í myndina stækkar hún og sýnir samanburð milli samninganna.

 

 

 

 


mbl.is Hefði kostað 208 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er ekki nógu gott

  • Samtök atvinnurekenda eiga auðvitað að stjórna þessu sem öðru í þessu landi.
    *
  • Þessi frekja samtaka atvinnurekenda minnir mig á háttarlag fiskvinnslu aðila í Grindavík um árið þegar þeir gerðu kröfur um að unglingadeild lokaði þegar loðnugangan kom á hverjum vetri.
    *
  • Reyndar fengu margir unglingar frí eða tóku sér frí. Þá misnotuðu loðnumjölsframleiðendur unga stráka og þeir voru sendir í verk sem voru harðbönnuð samkvæmt vinnuverndarlögum
    *
  • Það þurfti dauðaslys til þess að menn tækju marka á vinnuverndarlögum í því samfélagi. 

Því er ekki nógu gott þegar kennarablækur og yfirmenn þeirra eru farnir að stjórna því hvenær vetrarfrí eru í grunnskólum.  Í Reykjavík er það reyndar „Menntaráð“ borgarinnar sem ákveður dagsetningar í þessum efnum.

álftamýrarskóli

Er þetta gert í þágu nemenda sem ekki eru gerðir úr plasti eins og samtök atvinnurekenda virðast halda. Þessi samtök hafa gert kröfur um að lengja skólaárið hjá grunnskólanemendum.

grunnskóli grindavíkur


Þá hafa þeir gert kröfur um að nemendur byrji í formlegu skólanámi á því ári sem þeir verða 5 ára.

Atvinnurekendur halda að það sé bara tímalengdin sem skiptir máli þegar nám fer fram hjá börnum. En flestir sem hafa kennt börnum vita að þar kemur til sögunar þroskaferli barnanna sem eins misjafnt og börnin eru mörg.

Það er einfaldlega staðreynd, að grunnskólanemendur þurfa hvíldir oft yfir veturinn,  vetrarfríinu er gjarnan skipt í tvo hluta er tilkynnt um það hvenær þau eru um leið og nemandi mætir í skólann um miðjan ágúst. Þá er jólafrí,  páskafrí og sumarfrí.


Þetta er ekki til hagræðis fyrir kennara eins og margir halda því hluti þessara daga fara í störf í skólum landsins. Síðan er kennurum skikkað að vinna af sér með aukinni vinnu þá virka daga sem falla til í jóla- og páskafríum.  M.ö.o. eina stéttin sem lýtur slíkum afarkjörum.

Gallin við þessa miðstýringu frá borginni í þessum efnum er að allir skólar borgarinnar gefa frí á sama tíma sem skapar oft vanda hjá fjölskyldum.


mbl.is Helmingur orðið fyrir óþægindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland hernumið land,

  • Ef herinn kemur aftur án þess að spyrja kóng né prest, kemur auðvitað í ljós að Ísland er bara lítð hernumið land.
Það hefur einnig sést á háttarlagi utanríkisráðherrans alveg frá fyrsta degi. Hann daðrar við ESB og Bandaríkjamenn eins og lítið hvolpsgrey.
herþyrla 1
 
Hann þykist vera andstæðingur ESB en er í raun lítil písl í höndunum á þessu ríkjasambandi og Bandaríkjunum sem hafa algjörlega í höndum sér örlög lands og þjóðar.

mbl.is Viðbrögð við breyttu öryggisástandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og ljótur sósublettur á hvítum skyrtuflibba

  • Kallinn baðst afsökunnar, en málefnið beið ekki hnekki og það er aðal atriði málsins.
    *
  • Nú er að nálgast 60 þúsund kjósendur sem hafa skrifað undir þessa áskorun.
    *
  • Sem eru miklu fleiri en hægt er að skrifa á einhvern einn flokk eða tvo.

Bæði þekktir og óþekktir aðilar frá öllum flokkum hafa formlega lýst yfir stuðningi við þetta framtak Kára.

Kári og Sigmundur Davíð

Jafnvel ráðherrar sem í upphafi reyndu að gera grín að Kára hafa játað sig sigraða og lýst því yfir að þeir séu sammála Kára. 

Þrátt fyrir að Kári hafi beðist afsökunar með löngum og áferðafallegum orðum situr þessi lýsing á forsætisráðherranum eftir eins og hver annar ljótur sósublettur á flibba ráðherrans.

Bletturinn er kominn til að vera, vegna þess að allir vita að ráðherrann er allt of feitur og hefur verið að fitna síðustu tvö árin.

Þetta hlýtur að vera mikil raun fyrir ráðherrann. En þetta var í raun bara sjúkdómsgreining. Kári verður að gæta orða sinna því ofita er sérlega viðkvæmt mál og erfiðast er að fá svona skeyti beint framan í sig og það opinberlega. Breytir þá engu hversu hátt settur viðkomandi er. Gleymum því ekki, að Kári er læknir.

Það þekki ég svo sannarlega.


mbl.is „Þessi skítur er á minni ábyrgð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kominn í lágflugið

  • Hann er greinilega orðin hófstilltur blessaður karlinn undir klöppunum í seinni tíð.
    *
  • Einu sinni gerði hann kröfur með hávaða miklum um að gerð yrði neðansjávar göng frá eyjum upp í miðjar Landeyjar.
    *
  • Þá lét hann sig ekki muna um það að klóra sér með löppunum á kvöldin.
 
Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fer fyrir hópi manna sem vilja gera göng í gegnum Heimaklett - stærsta fjalli Vestmannaeyja. Göngin yrðu 70 metra að lengd - 4 metrar á breidd og 4 metrar á hæð og yrðu um svokallaðar Neðri Kleifar að…
RUV.IS
 
 
 

mbl.is Vilja grafa í gegnum Heimaklett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær grein skrifuð af næringafræðingi um algengar matvörur

  • Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur og ritstjóra NLFÍ, ritstjori@nlfi.is. Fer í vörn fyrir börnin í landinu.
    *
  • Hann bendir á margar þekktar matvörur sem svo sannarlega eru ekki hollstuvara. 

Leggur hann áherslu á t.d pylsuna og þar segir hann orðrétt:
„Þjóðarréttur” okkar Íslendinga, pylsur, eru sennilega á toppnum sem mest selda gervimatvaran. 

Fyrir það fyrsta er pylsan sjálf mjög mikið unnin kjötvara og ef hún er tekin „með öllu” þá bætast við óhollar sósur líkt og remúlaði, sinnep og tómatsósa.

Svo er þetta allt sett í hvítt  næringarsnautt hveitibrauð. Ekki bætir það að borða pylsuna einnig með steiktum lauk. En sumir setja þó smá næringu í pylsuna með því að hafa með henni  hráan lauk.

Til að toppa næringarleysi pylsunnar er einn helsti drykkurinn með pylsunni, óhollasti svaladrykkur heims  „kókið”. 

  • En mér finnst reyndar vanta í þessa lýsingu fituinnihaldið. Einhverntíma hefur mér verið sagt að það sé nálægt 60%. Væntanlega er þá nánast allt kjötmetið fita.  

bæjarins bestu1

Hann nefnir fleiri vörur sem foreldrar og skólaeldhús eru að nota til matar fyrir börn. Hvítt samlokubrauð, skólajókurt, sykraðir ávaxtasafar og kjúklinga naggar sem hann segir sennilega einna verstu vöruna. 

For­stjóri SS er ótrúlega viðkvæmur fyrir því að næringafræðingurinn skuli segja sannleikann um pylsurnar. Sem er auðvitað mjög al­var­legt mál fyrir SS sem er að framleiða úr ríkisstyrkri hráefni óhollustuvöru.

„Ekki hægt að láta slíku ósvarað fyr­ir okk­ar góðu vöru, SS pyls­una,“ seg­ir í opnu bréfi frá Steinþóri Skúla­syni for­stjóra SS.

Hér má sjá hér má finna grein Geirs Gunn­ars.

 


mbl.is Kemur pylsunni til varnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á ekki rætur í þessum málaferlum

  • Þetta á sér rætur í EES samningnum og við erum margir sem höfum átt erfitt með,

    að skilja það hvernig ríkisvaldið gat sniðgengið þessar reglur allan þennan tíma.
    *
  • Það hefur augljóslega verið ásetningur meirihluta Alþingis að gera það.

Það var ekki þessi hugur í alþingimannum 1969 gagnvart íslenskum iðnaði þegar samþykkt var á Alþingi að Ísland gengi í EFTA til að þóknast hagsmunum útgerðarinnar.

kjöt

Þá iðnaðinum hent út á kaldann klakann í byrjun árs 1970 og öllum sama hvað varð um hann í raun og veru.

En ákveðið var að vernda bankakerfið, landbúnaðinn og byggingariðnaðinn. 

Í raun og veru var alveg óskiljanlegt hvers vegna samtök kaupsýslumanna sem hafa það sem metnað sinn að brjóta niður nánast allt Íslenskt atvinnulíf hafi keyrt þetta mál áfram miklu fyrr.

Á kjörtímabili núverandi ríkisstjórnar hefur verið lagst á sveif með kaupmannastéttinni og allar hugsanlegar varnir fyrir íslenska framleiðslu brotnar niður. Ljóst er að það muni bara veikja stöðu almennings í landinu og muni til lengri tíma hækka verðlag í landinu og leiða til lakari vörugæða einnig.

Það er einmitt kraftmikil íslensk framleiðsla þegar upp er staðið sem heldur niðri verðlagi á innfluttum vörum. Það gera a.m.k. ekki aðrir. Þá hafa margir atvinnu af heilbrigðri íslenskri framleiðslu.

 


mbl.is Nautakjöt upphafið að endalokunum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband