Færsluflokkur: Dægurmál

Hörð orð seðlabankamanna á dögunum, eru ekki í tengslum við raunveruleikann

  • Bankamennirnir virðast ganga út frá því sem vísu í afskiptum sínum að kjaramálum dagsins, að sá óstöðugleiki sem nú ríkir á Íslandi og hefur lengi verið
    *
  • Héldi áfram með því að lægstu launataxtar verka-lýðsfélaganna yrðu fyrir neðan fátækramörk um alla framtíð.
    *
  • Krafa Starfgreinasambandsins um að lægstu laun verði ofan við 300 þúsund á mánuði eftir þrjú ár á mjög sterkan stuðning með þjóðinni.
    *
  • Enda réttlát krafa og hún ein og sér setur ekki skútuna á hliðina þótt uppfyllt yrði eða annað jafngilt.

Enn kröfur um verulegar launahækkanir þeirra sem hafa miklu hærri laun njóta ekki stuðning með þjóðinni.

Stjórnvöld reka nú þann áróður að millistéttin á Íslandi komi í veg fyrir að hægt verði að hækka lægstu launaflokka sem eru 300 þúsund á mánuði fyrir fulla vinnu á 3 árum.

Hvað sem því líður verður að auka kaupmátt þeirra sem draga fram lífið undir fátækra mörkum.

En seðlabankastjórinn sagði blákalt að hægt væri að bæta stöðu láglaunafólks að hluta með skattakerfinu. En ef það yrði gert að hluta verður það ekki gert með að það láglaunafólk þurfi að bera aukna skatta eða skerta þjónustu á fjölmörgum sviðum samfélagsins vegna þess.

Hálaunfólkið í samfélaginu verður þá að bera þann kostnað ef farin verði einhver skattaleg leið, enda hafa núverandi stjórnvöld þegar verið að lækka skattahlutfall þeirra sem hafa mestar tekjur í landinu.

Þá er mikilvægt að fyrirtækin í landinu og eigendur þeirra taki þátt í slíku með miklu meiri skatta-greiðslum enda greiða þessir aðilar litla skatta sem enga til samfélagsins. Við blasir einnig hneykslið með veiðileyfagjöldin.

Þá er kominn tími til þess að endurskoða þá skattaáþján sem launamenn verða fyrir á vinnustöðum með ýmiskonar launatengdum gjöldum. Það eru gjöld sem nálgast óðfluga að vera 20% af umsömdum launum. Þá peninga mætti nota til að hækka laun launafólks án þess að það yrði kostnaðarauki fyrir fyrirtækin.

Það er eðlilegt að kosta þá hluti sem þessar skattagreiðslur launamanna eru notaðar í, með breyttum tekjusköttum allra þegna samfélagsins og að jafnrétti ríki í skattamálum. Það er eðlilegt að atvinnurekendur og fyrirtæki þeirra greiða sömu skatta af tekjum sínum og launamenn. Það sama á auðvitað við um þá sem hafa tekjur af fjármagnstekjum.

Persónuafslátturinn yrði síðan að nota til að skapa jöfnuð, þeir atvinnurekendur sem reyndu að komast hjá því að sýna tekjur, fengju á sig áætlun sem tæki mið af launum fólksins sem væru í vinnu hjá þeim.

Þá er það eðlilegt að fyrirtækin séu ekki félagar í samtökum atvinnurekenda heldur aðeins eigendur þeirra. Eins og staðan er nú eru það launamenn sem standa undir félagsgreiðslum fyrirtækjanna til samtaka atvinnurekenda.

Það má vel vera, að fyrirtækin muni fækka hjá sér starfsfólki hækki laun, ef svo færi væri það bara nauðsynlegar aðgerðir til að auka framleiðni í fjölmörgum fyrirtækjum. Það yrði e.t.v. sársaukafullt fyrir launafólk en slíkar aðgerðir verða ekki umflúnar um ókomna tíð ef hækka á laun.

Það yrði það sama sem myndi gerast ef upp yrði tekin evra á Íslandi. Þjóðin stendur auðvitað fram fyrir þeirri staðreynd að auka verður þjóðartekjur og það gerist ekki með aukinni stóriðju.

Launakröfur í kjaraviðræðunum eru ávísun á aukna verðbólgu, aukið atvinnuleysi og hærri vexti segir seðlabankastjóri. Hann segir að breytingar á skattkerfinu geti dregið úr þessum áhrifum, en það sé undir ýmsu komið.
RUV.IS

mbl.is Aukinn kraftur í viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftir hrun

  • Voru erfiðir tímar á Íslandi.
    *
  • Hrunflokkarnir tveir hafa aldrei viðurkennt mistök sín
    *
  • Þrátt fyrir gríðarlega góðan árangur vinstri stjórnarinnar tókst hægri flokkunum það sem spáð var, að þeir næðu aftur völdum.

Öll peningaöflin í samfélaginu ásamt samtökum atvinnurekenda herjuðu á fyrstu vinstri stjórnina í landinu.  Þá dinglaði embættismanna kerfið með flokkunum sem höfðu útvegað þeim djobbin. 

Áróðurinn og átökin voru hörð, þau voru pólitísk og þau jöðruðu við alvarleg brot á „lögum um stéttarfélög vinnudeilur“ nr 40 1938 . Engin íslensk ríkisstjórn hefur í áratugi mátt þola annað eins.

Það var auðvitað staðreynd, að það var erfitt að taka við stjórn landsins og fjölmargir einstaklingar skyndilega orðnir þingmenn flokka sem þeir áttu litla sem enga samleið með.  Allir þingmenn, í öllum þingflokkum voru í raun hálf hræddir við að gera mistök.  

Þegar stóru sterku hagsmunaöflin réðust á ríkisstjórn-ina  sem var með nær óleysanleg mál í höndunum ( t.d. Icesave)sem var arfur frá ríkisstjórnartíma Davíðs Oddssonar  og Halldórs Ásgrímssonar. Þetta voru gríðarlega voru erfiðir tímar. 

Einn var sá þáttur sem var mjög erfiður var að samtökum atvinnurekenda tókst að klúfa ASÍ í tvennt og byggingariðnaðurinn fór nú fram ásamt vinum sínum handan við borðið og kröfðust enn frekari skuld-setningar á ríkissjóði til að bjarga vinnuvélum.

En almenningur stóð ekki með ASÍ og þessi stóru samtök launafólks nutu ekki trausts hjá almenningi.  Almenn-ingur bjargaði í raun ríkisstjórninni.

Nú virðast spillingaröflin vera að vopnum sínum á ný og samfélagið berst óðum að fyrra ástandi eins og það var fyrir hrun. Foringjar ríkisstjórnarinnar eru í innbirðis átökum um leiðir og gengur á ýmsu. Auðvitað því verkefnin eru erfið , hvað sem hver segir. 

Þegar launafólk sér hvernig hlutirnir eru að fara gera þeir svo sannarlega kröfur um eðlileg laun.Landflótt-inn fer nú vaxandi á ný væntanlega vegna óstjórnar í landinu.

Við þessar aðstæður er ansi klént hjá fjármálaráðherra að áskaka millistéttarfólk um að reyna að koma í veg fyrir að lægstu launin fari í 300 þúsuns á mánuði. Það eru meginkröfurnar og þær kröfur njóta stuðnings þjóðarinnar. 

Ríkisvaldið verður auðvitað að taka sig til í andlitinu að semja við sitt starfsfólk án þess að samtök atvinnurekenda sé þar með puttana í málum. Ríkið á ekki að styðja atvinnurekendur í einkarekstri til að greiða sínu launafólki eðlileg laun.

Það voru aldrei verkföll á íslandi öll valdaár Davíðs Oddssonar  og raunar í 30 ár.


mbl.is Kjaramálin brunnu á þingmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í vinnudeilum er ábyrgðin jöfn, milli launafólks og atvinnurekandans

  • Í þessu tilfelli er ábyrgðin sínu meiri hjá ríkinu, því ekki er hægt að neyða fólk til að vinna á launum sem það sættir sig ekki við.
    *
  • Það er á ábyrgð stjórnvalda að halda uppi heilbrigðiskerfi í landinu en ekki launafólks
    *
  • Auðvitað gat ekki öðru vísi farið, en að allur starfsmannahópurinn á sjúkrahúsinu vilji fá sömu launahækkun og læknar. 

Nú ætti öllum að vera orðið ljóst, að það eru fleiri hópar fólks sem koma að því mikilvæga verkefni að lækna fólk af alvarlegum sjúkdómum eða vegna slysa heldur en titlaðir læknar. Bæði á Landsspítölunum og á einkastofnunum.

M.ö.o. það eru margir háskólamenntaðir hópar fólks sem starfa við heilbrigðiskerfið á Íslandi. Hópar sem telja sig ekki síður eiga að fá ríflega launahækkun rétt eins og læknar.

Þetta er fólk sem auðveldlega getur gengið til starfa á góðum launum í nágrannalöndunum.

Þá er ótalinn sá hópur sem enginn nefnir en er ekki síður mikilvægur en aðrir og það er hópur fólks sem starfar eftir launatöxtum sem eru við fátækramörk. Það eru auðvitað aðallega konurnar sem halda sjúkrahúsunum hreinum eftir ströngustu reglum og kröfum.

Ef þeirra störf eru ekki unnin deyr ekki bara einn og einn sjúklingur. Því þá verða aðstæður þar sem getur skapast farsóttarástand og við slíkar aðstæður geta margir dáið.

Þetta fólk þarf auðvitað að vera á skaplegum launum. Lágmarkið væri auðvitað 300 þúsund krónur mánaðarlaun fyrir dagvinnu.

BHM og aðildarfélög þess segja að frá upphafi verkfalla hafi félögin lýst því yfir að tryggja þurfi öryggi sjúklinga. Vikulegur pistill Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, hafi því komið verulega á óvart.
RUV.IS

mbl.is Annars flokks læknisfræði stunduð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræsnin ríður ekki við einteyming í þessu máli.

  • Á tímum þegar páfinn á fundi með forystumönnum múslima
    *
  • Ætli kallinn hafi nokkuð turnast við það?

Ég fæ reyndar ekki séð að þetta athæfi hafi eitthvert listrænt gildi, en það kann að vera án þess að ég geri mér grein fyrir því.

Vert er að hafa í huga, að enginn heimspekingur hefur til þessa getað skilgreint hvað list er í sjálfu sér. Svo það hafi eitthvert gildi almennt séð. 

En þetta er í meira lagi sérkennileg uppá koma, eitt er alveg víst að svona myndi aldrei geta gerst á Íslandi, jafnvel þótt um afhelgað hús væri að ræða. Það færi allt á annan endan í Reykjavík samber reynsluna af umræðunni um moskubyggingu í borginni.

Á Íslandi eru nokkrar afhelgaðar kirkjubyggingar sem eru notaðar til ýmissa verkefna eins og til að hýsa leikskóla.

Hér er einmitt mynd af gömlu kirkjunni í Grindavík.Í þessu húsi geta allir krakkar farið með sínar persónulegu bænir alveg óháð trúarbrögðum.

Í þessu húsi er ekki farið í manngreinar kúnstir og börn af öllum trúarbrögðum og með hvaða húðlit sem er, eiga þar vísa skólavist.

Það sama á sér stað í grunnskólum borgarinnar, en þar eru börn af flestum þeim trúarbrögðum sem hugsast getur. Öll fara þau með sínar bænir á erfiðum stundum.

Það er alveg ljóst að þetta er auðvitað pólitískur atburður. Mér finnst, að mér sé ekki misboðið en auðvitað vegna þess að mér kemur þetta ekkert við.

En skil ekki þessi bönn við bænum fólks í þessari gömlu byggingu, sem einu sinni hýsti starfsemi kaþólsku kirkjunnar. 

Ég hefði haldið að trúfrelsi ríkti á Ítalíu nútímans og að allir gætu farið þar fram með sínar bænir. Hvar og hvenær sem er.

Ég get alveg uppljóstrað því núna að ég hef farið í bænahús múslima í Tyrklandi og ég fór fram með persónulega bæn.

En mér sýndist ég sjá víxlaraborð í þessu gamla guðshúsi á einni myndinni sem sýnd er af þessari Feneyjarkirkju. Greinilegt er, að enginn hefur komið þarna og velt um þessu borði. 


mbl.is Verður moskunni lokað?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fráleit krafa tveggja verslana

  • Þótt fyrirtæki ákveði að vera með útsölu á sínum vörum vegna sölutregðu og gefi slíkri útsölu eitthvert nafn sem á að vekja athygli. Breytir það ekki eðli útsölunnar.

Eins og það,að segja fólki að lækkun hafi orðið vegna afnáms vörugjalda sem voru bara ósannindi og bara tóm vitleysa. Þetta var auðvitað bara venjuleg útsala sem átti að vekja athygli.

Þessi fyrirtæki hafa auðvitað orðið að skila vörugjöldum af þessum vörum eins og það hafði gert árum saman.

En fyrirtækin sönnuðu auðvitað þá fullyrðingu sem sagði að afnám vörugjalda á þessum vörum myndi ekki hafa úrslitaþýðingu fyrir verðið á vörunni.

En það gera markaðsaðstæður margskonar eins og erfið samkeppni frá öðrum aðilum eða að það sé of há verðlagning á vörunni fyrir og kaupendur af þeim sökum áhugalausir um að kaupa. Það er auðvitað hin raunverulega skýring.

Það er ljóst, að íslensk verslun hefur um áratuga skeið staðið sig mjög illa og hefur haldið uppi allt of háum verðum. Innan tíðar eru að verða alvarlegar breytingar á heimilistækjaverslun.

Fólk getur einfaldlega keypt þessar vörur gegnum netið af viðurkenndum aðilum í ESB og einnig af sjálfum framleiðendum vörunnar.

Um leið notið þeirrar skylduábyrgðar sem ESB gerir kröfur um að ríki í viðskiptum á Evrópska efnahag-svæðinu. Þá fyrst fær íslenska okurverslunin eðlilega samkeppni.

 


mbl.is Harma verðkönnun ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

,,Þjóðarsáttin" 1990 var samningur um launalækkun hjá launafólki

  • Það er vissulega ágalli á íslenskri umræðu um kjaramál hversu lítil þekking er á málaflokknum hjá fréttamönnum ljósvakamiðlanna er.
    *
  • Blaðamenn dagblaðanna eru auðvitað að störfum við áróðurinn gegn launafólki eins og þessir miðlar hafa alltaf gert.

Fréttamennr éta allt upp eftir t.d. stjórnmálamönnum og starfsmönnum samtaka tvinnurekenda um kjaramál.Þeir fara nær aldrei í einhverja heimavinnu til að kynna sér málin

Hrópað er á nýja þjóðarsátt og kjarasamningar eins og gerðir voru 1990 og þeir sagðir lausnarorðið. Við erum reyndar fáir eftir sem tókum virkan þátt í þeirri samningagerð.

  • En svo virðist sem allir álitsgjafar viti ekki að það var samið um verulega kaupmáttarskerðingu með þeim samningum.

Þá var boðið upp í þann ræl sem dansaður er síðan og hefur verið stíginn í kringum vísitölurnar. Eitthvað um kaupmátt sem átti að verða eitthvað að meðaltali.

Raunverulegt samningsfrelsi afnumið hjá allmörgum stéttum, nýlega fengið samningsfrelsi hjá opinberum starfsmönnum var kastað út í buskann.

Bæði atvinnurekendur og flestir hópar í ASÍ töldu það vera eðlilegt ástand.

Þá var einnig samið um hverjar bótagreiðslur skyldu verða og hefur þeim með skipulögðum hætti verið haldið niðri að kröfu samtaka atvinnurekenda æ síðan. ASÍ félögin samþykktu þessar áherslur ár eftir ár.

  • Þetta samningaform hefur styrkt stöðu samtaka atvinnurekenda gríðarlega en hefur að sama skapi veikt stöðu launafólks og samtaka þeirra.
  • Ýmiskonar falleg loforð voru gefin 1990 um betri tíð fyrir launafólk sem aldrei hefur verið staðið við og síðari stjórnvöld töldu sig ekki bundin af slíkum loforðum.

Það var bara tímaspursmál hvenær syði upp úr. Samtök atvinnurekenda voru auðvitað alltaf meðvituð um þessa hættu. En frá og með þessum samninga-aðferðum sem byrjuðu að þróast 1985 hefur atvinnurekendum tekist að fá stanslausa ríkisstyrki til handa íslenskum atvinnu-rekstri..

Er ástand í íslensku atvinnulífi alls ekki eðlilegt að þessu leiti og launamenn greiða æ meira með atvinnu fyrirtækjunum með lágum launum sínum og háum sköttum sem eru meira og minna faldir í launatengdum gjöldum ýmiskonar sem nálgast það að vera fimmtungur af umsömdum launum launafólks.

Í margar vikur hafa atvinnurekendur nú verið að biðja um enn meiri ríkisstyrki.

En það er auðvitað löngu kominn tími á það, að ríkið að leysa deilurnar við sína starfsmenn. Háskólagengnir ríkisstarfsmenn eru á mjög lágum launum, inn í kjör þeirra hafa háir vextir af námslánum gríðarleg áhrif.

Það er auðvitað löngu kominn tími til þess að lækka þessa vexti. Það er óeðlilegt að rukka markaðsvexti af námslánum.

Þeim dönsku er alveg frjálst að hrista af sér hausinn í dönsku samtökum starfsfólks á hótelum og á veitinga-húsum. En þeir ásamt ferðaþjónustufyrirtækjum greiða lægstu launin á Íslandi og svíkja mest undan skatti.

Kristján Bragason, framkvæmdastjóri Norrænna samtaka starfsmanna hótela og veitingahúsa, segir að laun verkafólks í Danmörku séu mun hærri en á Íslandi. Danskir starfsbræður hans hafi skilning á þörfinni fyrir að hækka lægstu launin en þeir hristi...
RUV.IS

mbl.is Klöppuðu fyrir nýjum samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir mér er það verkfallsbrot

Þegar vesalings kokkurinn hleypur í störf þeirra sem eru í verkfalli.

Þá kemur illilega í ljós að maðurinn kann ekki meira til verka en það, að hann sléikir skeiðina í stað þess að setja hana í sótthreinsandi þvottavélinu í eldhúsinu.

Mér verður hugsað til diskahlaðans sem sást skítugur og algjörlega óþveginn um allt í eldhúsinu. Þetta hlýtur að hafa verið erfitt nótt hjá kokksa. Ef hann hefur lagst í það að sléikja alla diskanna. 


mbl.is Yfirmaður kokksins sem sleikti skeiðina miður sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef einn atvinnulífsgeirinn er í neyð, getur hann auðveldlega gert samninga

  • Það eru auðvitað samtök atvinnurekenda sem eru að stöðva fyrirtæki í hundraða vís, með því að senda félagsmenn Starfsgreinasambandsins í verkfall.

  • Léttur og klénn út úrsnúningur við spurningu fréttamannsins RÚV.

Auðvitað geta samtök ferðaþjónustunnar samið og gert vinnustaðasamninga, gætt sig síðan á því til framtíðar framselja ekki samningarétt sinn til 5 manna kjara-nefndar samtaka atvinnurekenda.

  • Ferðaþjónustufyrirtækin geta auðveldlega gert vinnustaðasamninga er gilti t.d. frá 1. maí sl.sem geta heitið starfsheita- og eða bónussamningar gegn því að Starfsgreinafélögin fresti verkfalli hjá þessum aðilum. 

Þá yrðu fyrirtækin að ganga að því og tryggja, að laun ófaglærðs fólks í greininni munu ekki vera lægri í dagvinnu en kröfur Starfsgreinasambandsins ganga út á.

Þetta er hægt með slíkum samningum án þess að fara á skjön við stefnu fimm manna miðstýringa- og samninga-nefndar Samtaka atvinnurekenda.

Á móti geta fyrirtækin krafist þess að starfsfólkið fari á námskeið t.d. yfir vetrartímann þar sem inn-takið taki mið af störfum fólks í ferðaþjónustu.

Fólkið fengi þá eitthvert starfsheiti sem fengi sinn sess í kjarasamningum til framtíðar. Þetta er auðvitað eini vænlegi kosturinn í stöðu þessara fyrirtækja.

Hinn kosturinn er auðvitað sá, að láta fimm manna samninganefnd samtaka atvinnurekenda keyra fjölmörg ferðaþjónustufyrirtæki í þrot vegna þvergirðingsháttar..

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferða-þjónustunnar, segir ferðaþjónustuna á landsbyggðinni finna fyrir verkfalli Starfsgreinasambandsins. Tveggja sólarhringa verkfalli félaga þess lýkur á miðnætti.
RUV.IS

mbl.is Leikskólar verða opnir á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Launaþjófnaður á sumum heldur niðri launum annarra á vinnustaðnum

Ég vil bara þakka Mogganum fyrir að birta þessa grein, sem ætti að höfða til allra launamanna.

Eins og segir í fréttinni er algengt að laun unglinga og annarra byrjenda  séu undir þeim launum sem samið er um samkvæmt kjarasamningum. Sérstaklega er þetta algengt þar sem í gangi eru vinnustaðasamningar.

En verri er staðan hjá fólki sem er að erlendu uppruna og gerir allt til að fá atvinnu og leggja almennt á sig mikið vinnuálag. Þetta fólk á erfitt með að tjá sig  og  stendur almennt séð höllum fæti.

Þetta hefur þær afleiðingar að starfskjör allra á slíkum vinnustöðum versna , en ekki vegna þessa fólks heldur vegna þess að íslenskir reynslumiklir starfsmenn bregðast þessu fólki iðulega.  En það er þeirra verkefni að tryggja það að ofan-greindir aðilar séu ekki hlunnfarnir í launum og í starfsaðstöðu sem einnig er algengt.  

Helsta aðferðin til að koma í veg fyrir svona hluti er að starfsmenn hafi vit á því kjósa sér öfluga trúnaðarmenn og standi þétt á bak við þessa menn. Þá er mikilvægt að rækta sambandið við verkalýðsfélögin og þá eru allar líkur á því að launin verði smán saman betri og allar starfsaðstæður.


mbl.is Launaþjófnaður nemur milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baráttudagur verkalýðsins - launamenn fylkjum liði í dag!

Mætum í kröfugöngu verkalýðsfélaganna

Fram, þjáðir menn í þúsund löndum
sem þekkið skortsins glímutök! 
Nú bárur frelsis brotna á ströndum 
boða kúgun ragnarök
Fúnar stoðir burtu vér brjótum
Bræður! Fylkjum liði í dag! 
Vér bárum fjötra, en brátt nú hljótum 
að byggja réttlátt þjóðfélag

Þó að framtíð sé falin,
grípum geirinn i hönd !
Því Internationalinn
mun tengja strönd við strönd

MAÍSTJARNAN

Ó hve létt er þitt skóhljóð
ó hve leingi ég beið þín,
það er vorhret á glugga,
napur vindur sem hvín,
en ég veit eina stjörnu,
eina stjörnu sem skín,
og nú loks ertu komin,
þú ert komin til mín.

Það eru erfiðir tímar,
það er atvinnuþref,
ég hef ekkert að bjóða,
ekki ögn sem ég gef,
nema von mína og líf mitt
hvort ég vaki eða sef,
þetta eitt sem þú gafst mér
það er alt sem ég hef.

En í kvöld lýkur vetri
sérhvers vinnandi manns,
og á morgun skín maísól,
það er maísólin hans,
það er maísólin okkar,
okkar einíngarbands,
fyrir þér ber ég fána
þessa framtíðarlands.
(Halldór Laxnes)

Kristbjörn Árnason's photo.
 

mbl.is Skoða aðgerðir gegn Speli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband