Færsluflokkur: Dægurmál

Mundi skundi

Í Hrafnabjörgum

Húsið að Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð þar sem...

Þetta er ótrúleg barbabrella. Ætli að allt sem þessi Mundi kemur nálægt sé með þessum hætti? Einhver ómerkileg sýndarmennska þykist geta bjargað ofurskuldsettum pabbadrengjum sem aldrei hafa þurft að standa á eigin fótum. 


mbl.is Sauðfé við heimili forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður hefur leyfi til að spyrja

Er þessi stefnubreyting einhver gömul þjóðernisfasismi ættaður frá Framsóknarflokki Jónasar frá Hriflu?

 

Unglingalandsmót UMFÍ / Selfoss 2012 / Fánahylling - YouTube

Má sauðsvartur almúginn búast við því að teknar verði upp fánahyllingar  með upplyftum hægri höndum mót sólinni að gömlum sið ungmennafélaganna og að söngurinn ,,Rís þú unga Íslands merki" verði nýr þjóðarsöngur. 


mbl.is „Líka til kleinur í Póllandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Milljarða gjafir til stórútgerðarinnar

  • Félagarnir með dýru bindin kvörtuðu í dag undan slakri stöðu ríkissjóðs
  • En ætla samt að færa stórútgerðinni stórgjafir frá launamönnum þessa lands, sérstaklega frá launamönnum á landsbyggðinni því þessir peningar áttu að fara til framkvæmda á landsbyggðinni.
  • Úgerðin á m.ö.o. ekki að skila neinum greiðslum til byggðanna, því ekki greiða þessar útgerðir skatta til heimabyggðanna.  

Íslendingar eru að vakna upp við það að þeir hafa verið blekktir. Nú í kvöld lagði varaformaður framsóknarflokksins fram frumvarp um að draga enn úr tekjum ríkissjóðs, með því að stórlækka sérstakt veiðigjald á útgerðina. Það á að gefa sægreifunum tugi milljarða. Ljóst er hins vegar að almenningur í landinu mun víst bíða enn um sinn.

Gert var ráð fyrir um 14 milljörðum króna í veiðigjöld á þessu ári, en nú er ljóst að upphæðin verður mun lægri. Bakhjarlar sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins úr stórútgerðinni reyndust því ekki þurfa að bíða lengi eftir gjöfum helmingaskiptaflokkanna.

Fjárlagaskrifstofa fjármálaráðuneytisins gerir ráð fyrir því að tekjutap ríkisins af þessari ráðstöfun nemi yfir 3 milljörðum króna og 6 milljörðum á næsta ári. Styðjumst við þá tölu út kjörtímabilð. Þá erum við að tala um skattalækkun upp á yfir tuttugu milljarða króna, á þá sem hvað mest mega sín í samfélaginu.

Hér erum við að tala um þá sem hafa blómstrað í kreppunni. Þá sem hafa grætt á hruni krónunnar, sem setti fjárhag alls almennings í stórkostlegt uppnám. Uppnám sem skilaði helmingaskiptaflokkunum sigri í síðustu alþingiskosningum. Fyrir kosningar var nefnilega bara talað um almenning.

Þetta eru all margir milljarðar sem á fyrstu dögum nýrrar ríkisstjórnar eru réttir sægreifunum. Fé sem gert var ráð fyrir að rynni i sameiginlega sjóði. Hvernig ætla þessir menn svo að bregðast við?

Blaðamannafundur forystumanna helmingaskiptastjórnarinnar í Þjóðmenningarhúsi í dag var ekkert annað en kynning á grískum niðurskurði, og til að bíta höfuðið af skömminni, er reynt að kenna fyrrverandi ríkisstjórn um.

Er við einhverju öðru að búast en að skera verði niður þegar menn byrja á því að leggja niður mikilvæga tekjustofna? Það á enda að „endurmeta“ öll útgjöld ríkisins.

(Við erum ekkert búin að gleyma því að til stendur að draga frekar úr tekjum ríkissjóðs um u.þ.b. 6 milljarða króna á kjörtímabilinu með því að hætta við að hækka virðisaukaskatt á gistingu. Skatti sem raunar virðist ekki hafa skilað krónu í ríkiskassann hingað til, á aðra atvinnugrein sem ekki tapar á hruninu.)

Enn hefur ekkert verið gert sem varðar almenning í landinu, umfram boð um að tökin á upplýsingagjöf í landinu verði hert. Allt annað má bíða.

Í millitíðinni má spyrja. Hvað verður um skólana? Sjúkrahúsin? Viðhalds- og vegaframkvæmdir? Verða stofnanir lagðar niður, samkvæmt Excel-skjali SUS?

Það eina sem við þó virðumst vita er að samningur um tannlækningar barna verður ekki efndur.

Svona birtist okkur forgangsröð ríkissjórnar sjálfstæðis- og framsóknarflokksins. Þar eru sægreifarnir númer eitt. Aðrir geta víst bara tekið númer

Heimild: Ingimar Karl Helgason 


mbl.is Sérstaka veiðigjaldið lækkað í nýju frumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann narraði fólk til kjósa Framsóknaflokkinn með loddaraskap

 

  • Fólk glaptist til að trúa þessum dreng og hélt að hann byggi yfir göldrum. Það vildi auðvitað trúa því. 
    .
  • Sjálfstæðisflokkurinn fékk næstlélegustu kosningu fyrr og síðar.
    .
  • Heilbrigt og velmenntað fólk er forsenta velmegunar. Fyrirtækin eiga að vera þjónar fólksins en ekki öfugt eins venja hefur verið á Íslandi

 

Báðir með 100 þúsund krónu bindi 

Íslendingar eru ekki vanir því að fólk komi fram með ódýrar lygar og narri fólk viljandi. Síðan halda þessir pabbadrengir að þeir geti platað fólk aftur  og nýbúnir. Það bara gengur ekki.

Á meðan þeir spókuðu sig í bænum og síðann á blaðamannafundi stóð formaður fjarlaganefndar hin virta Vigdís Hauksdóttir í ströngu í vonlausri vörn fyrir getuleysi og svik ríkisstjórnarinnar á Alþingi. Þar upplýstist sannleikurinn formlega.

Ríkisstjórnin kemur ekki fram með neinar tillögur að lausnum í efnhagsmálum. Heldur engar lausnir um það hvernig þeir ætla að standa  við stóru loforðin. Allt tómt plat. 

Nú þykjast þeir vera einu mennirnir á Íslandi sem ekki vissu um þann mikla vanda sem fyrri stjórnarflokkar voru búnir að útskýra fyrir kjósendum að þjóðin stæði frammi fyrir.

Nú boða þeir enn frekari niðurskurð til að reka velferðarkerfið vegna þess, að þessir flokkar ætla sér að lækka skatta á fyrirtækjum og eigendum þeirra, þeir ætla að lækka skatta á hálaunafólki og einnig á fjármagnseigendum og eða fjárfestum.

Þeir ætla að stórhækka frítekjumarkið svo stóreignafólkið sem aldrei hefur greitt skatta og eða í lífeyrissjóði fái greiðslur frá Tryggingastofnun Ríkisins.

Þessi kumpánar vissu allt um veika stöðu ríkissjóðs og það trúir þeim enginn nú.


mbl.is Velferð á lánum reist á sandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árinni kennir illur ræðari,

  • Nú halda þeir blaðamannafund í danskasta húsinu í Reykjavík.
    .
  • Þeir kynna algjör kosningasvik

Allar þær staðreyndir sem þessir ágætu drengir draga nú fram um stöðu ríkissjóðs voru kunnar fyrir kosningar. Ríkisstjórnarflokkarnir sögðu frá vandanum og vöruðu við stórfelldum kosningaloforðum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.

Þ.e.a.s. þeir vöruðu við þessum skuldum og ekkert var dregið undan í þeim efnum. Það var vegna þessa vanda sem kosningaloforð þáverandi stjórnarflokka voru svona rýr.

 

En það voru þessir tveir pabbadrengir kusu að láta sem enginn efnhagsvandi væri framundan og lofuðu gulli og grænum skógum. Allir vissu að loforð þessara flokka var hreinn loddaraskapur en margir vonuðu að þeir væru að segja satt.  

Staðreyndin talar sínu máli á Alþingi. Þessir drengir hafa engar lausnir efnhagsmálum. Formaður fjálaganefndar er strax kominn í vonlausa vörn á fyrstu starfsviku Alþingis.

Jafnvel kjósa þessir stuttbuxnadrengir að sleppa því að ræða um þann gríðarlega vanda sem láglaunafólk stendur frammi fyrir. Það er barnafólkið fólkið sem er starfandi fullann vinnudag og er með börn í ofanílag og njóta launa sem eru við fátækramörk. Fólk sem ekki geta fengið lán til að kaupa sér íbúð.

Hjá þessu fólki er vandinn mestur allra á Íslandi og stjórnarflokkarnir hafa enn ekki haft áhuga á sinna vanda þess fólks.

 

  • Það er staðreynd, að millistéttin náði allri athyglu stjórnmálaflokkanna allt síðasta kjörtímabil og nú fyrir kosningarnar. Láglaunafólkið gleymdist gjörsamlega. 

 


mbl.is Staða ríkissjóðs verri en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin virðist ekki treysta sér til að fella veiðigjaldið niður

  • Það er gott því almenningur krefst veiðigjalda og reyndar miklu meiri gjalda en Steingrímur J Sigfússon lagði til.

Enda gerir almenningur kröfu um að útgerðin greiði fyrir fiskinn í sjónum og það á ekki að vera í formi skatta heldur beinar greiðslur.  En það er auðvitað áhyggjuefnið að ríkisstjórnin lækki þessi gjöld og geri þau að skattagreiðslum.

 

Það yrði ótrúlegt að almenningur sætti sig við það, að sköttum verði meira og minna aflétt af fyrirtækjunum og eigendum þeirra ásamt því aðlækka veiðgjaldið verulega. Er kostaði aukinn kostnað hjá almenningi í formi skatta- og eða aukinna þjónustugjalda ásamt þjónustuskerðingar til viðbótar við það sem hrunið framkallaði. 

Auðvitað getur verið eðlilegt að finna einhverja leið sem væri þá málamiðlun og almenningur sættir sig við rétt eins og sjómannastéttin. Það má ekki verða skattur, því skattur hefur áhrif á launakjör sjómanna.


mbl.is Veiðigjaldið rætt í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðstjórnarárátta Sjálfstæðisflokksins í nafni LÍÚ

 

  •  Nú skal settur yfirfrakki á RÚV 

 

Er á öllum sviðum, bara til að rifja það upp að LÍÚ hefur haft í gegnum tíðina haft yfirstjórnlegt vald yfir allri kjarasamningagerð á Íslandi. M.ö.o. allri kjarasamningagerð er miðstýrt frá LÍÚ.

 

Þessum hagsmunasamtökum hefur einnig tekist að miðstýra samningagerð opinberra starfsmanna, einkum þegar hjáleiguflokkurinn er í ríkisstjórn sem er reyndar algengast á Íslandi. 

  • Miðstýringin nær svo sannarlega inn á Alþingi og inn í ríkisstjórnir í þessum stofnunum hafa löngum verið margir þykkir ullar yfirfrakkar
  • Eins og þeir einir nota hjá samtökum atvinnurekenda og þeirra liðsmenn hafi þeir hlotið viðurkenningu.  

Spurningin nú hlýtur því að vakna um ástæður þess, að RÚV má ekki vera stjórnað af öðrum en þeim sem er undir vængjum ránfuglsins.

Það vill þannig til, að RÚV hefur verið eini fjölmiðillinn á Íslandi um langan aldur sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki haft puttana í til stýringar á t.d. fréttaflutningi og eða efnisvali Ríkisútvarpsins.

Þessi miðill hefur verið hlutlaus í fréttaflutningi og hefur flutt eins réttar fréttir og hægt er á Íslandi og það hefur LÍÚ ekki þolað og þá um leið flokkurinn í túnjaðrinum. Þetta er því miður staðreynd, að spillingaröflin hafa ekki þolað dagsbirtuna sem nær fram í fréttaflutningi RÚV.

Þessa dagana hafa fyrrverandi fréttamenn hjá „365 miðlum“ verið upplýsa landslýð um hvernig svonefndir eigendur þeirrar fréttaveitu hafa rekin mann og annann ef þeir hlýða ekki kröfum eigendanna um að hlífa „réttum aðilum“ fyrir sannleikanum, fyrir réttum fréttum.

Maður hefur það óneitanlega á tilfinningunni að nú skuli miðstýra fréttaflutningi RÚV með penum hætti. En Mogginn, flokkurinn  og húsbændur þessa aðila hafa um árabil kvartað undan þessum rétta fréttaflutningi.    


mbl.is Alþingi kjósi í stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dæmalaust bull

  • Óskahyggja Jóns leiðir hann nú í gönur eins og oft áður
  • Jón Bjarnason veit ekkert á hvaða forsendum kjósendur í forsetakosningum ákváðu hvaða frambjóðanda þeir kusu í síðustu forsetakosningum.
    .
  • Hann á ekkert með fullyrða eitt eða annað í þeim efnum. Það vill svo til að það eru mjög fáir sammála forsendum Jóns Bjarnasonar.

 


  • Ég segi bara fyrir mig að ég hef aldrei verið fylgjandi því að Ísland færi í ESB en ég kaus ekki Ólaf Ragnar. 
Það var auðvitað vegna þess að hann hafði verið þátttakandi í útrásinni á sínum tíma og hann var þeirra helsti áróðursmeistari. Spillingarbósarnir voru orðnir daglegir gestir á Bessastöðum og hann hengdi á þá sokkbönd bak og fyrir.

Ólafi Ragnari er í mínum huga alls ekki treystandi. Hann tók þátt í spillingarleiknum með fullum þunga og lét þetta lið kosta fyrir sig margar lystireisurnar. Það nægir að benda á Rannsóknarnefnd Alþingis til að fá skýringar á háttarlagi forsetans. 

Margir kusu Ólaf Ragnar vegna augnaþjónustunar í Icesave- málinu sem enn er í gangi þrátt fyrir EFTA dóminn og fyrir liggur að þjóðin er enn að greiða fyrir þetta sukk einka- Landsbankans. Jafnvel er stór hluti snjóhengjunnar vegna þess máls sem þjóðin greiir svo sannarlega.

ESB málið var nákvæmlega ekkert á dagskrá í síðustu Alþingiskosningum og núverandi stjórnarflokkar voru ekki kosnir vegna andstöðu við ESB. Jafnvel Sjálfstæðisflokkurinn missti fjölda atkvæða vegna stefnu sinnar í ESB- málum í kosningunum. 

Það sést einnig svo greinilega á útreiðinni sem Jón Bjarnason og félagar í ,,J- listanum fengu" í kosningunum. Atkvæðin töldust í nokkur hundruðum á landsvísu. Ekkert annað framboð fékk viðlíka útreið verandi með fyrrverandi þingmenn og ráðherra í forystu framboðanna. 

Það er auðvitað Alþingis að taka ákvörðun um það, að viðræðum við ESB verði lokið eða ekki. Nú verandi ríkisstjórn verður að leggja fram frumvarp um það að hætta þessum viðræðum og það er auðvitað vandamál þessarar ríkisstjórnar. Því í þessum flokkur er ekki einhugur í málinu.


mbl.is Ekki skipuð pólitískum fulltrúum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjaradeilu í Þingeyjarsýslum vísað til sáttarsemjar

 

  • Eðlileg viðbrögð Framsýnar stéttarfélags

 

Greinilegt er, að breytingar á atvinnuháttum í Þingeyjarsýslum kalla á lagfæringar á skipulagsmálum verkalýðsfélaganna á þessu svæði og raunar á skipulagi ASÍ einnig því þetta er stærra mál en svo að dugi að leysa það fyrir Þingeyjarsýslur einar.

 

Að vísa málinu til sáttarsemjara getur hugsanlega leitt til þess að málið leysist til næstu framtíðar.  Annars yrði að vísa málinu í Félagsdóm og það er örugglega eitthvað sem ASÍ getur tæpast verið ánægt með eða þau félög sem þetta mál snertir.

Vonandi leiðir þetta til þess, að skipulagsnefnd ASÍ taki málið föstum tökum er gæti falist í því að gerður verði landssamningur utan um störf við hvalaskoðun og öll tengd störf í landi.

Þessi tregða hefur auðvitað ekkert afkomu fyrirtækja í ferðaþjónustu að gera þó hafi vissulega áhyggjur af því að almennt séu laun fólks í þeirri grein of lág. 


mbl.is Deilu vísað til ríkissáttasemjara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingmenn að dæma um eigin mál

Þessi Laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins getur ekki verið marktækur aðili til að fella einhvern dóm um stjórnarskrárbrot Geirs Haarde. Um hvenær réttlættlætanlegt sé að láta stjórnmálamenn sæta refsiábyrgð . 


Þessi nefnd er hreinræktaður hagsmuna aðili þar sem í eiga sæti 84 þingmenn frá misjafnlega lýðræðislegum ríkjum Evrópu. Þótt ríkisstjórn hafi viðhaft svipuð vinnubrögð sem hafi verið viðhöfð árum saman segir það nákvæmlega ekkert hvort þessi vinnubrögð hafi verið eðlileg og eða rétt. Eitt er alveg víst, að almenningur vissi ekki um að svona vinnubrögð væru viðvarandi enda í andstöðu við það sem stendur í námsbókum. 

Það var auðvitað fyrst og fremst ,,Rannsóknarnefnd Alþingis" sem Geir sjálfur skipaði sem komst að þeirri niðurstöðu að hann hafi brotið stjórnarskránna í nokkrum atriðum. Reyndar fleiri ráðherrar bæði í hans ríkisstjórn og í eldri ríkisstjórnum. Eðlilegt hefði verið að allir þessir 4 fyrrum ráðherrar sem rannsóknarnefndin nefndi á nafn hefðu farið fyrir dóminn, en ekki bara Geir. 
 

Nú hefur hann verið dæmdur af Landsdómi, sem kjörinn var þegar hann var forsætisráðherra og enginn aðili úti í heimi getur þvegið af honum þennan dóm. 

Það er bara alls ekki verkefni þingmanna þótt þeir séu 84 og frá mismunandi löndum að kveða upp dóm um íslenska stjórnarskrá. Það er að sjálfsögðu verkefni almennings á Íslandi og þeirra aðila sem hann tilnefnir til þess, það ætti einnig að vera verkefni almennings að breyta íslenskri stjórnarskrá sem þarf að gera miklar umbætur á.

Ekki veit ég hvort gerðar hafi verið úrbætur á þessum vinnubrögðum, en það er að sjálfsögðu bráðnauðsynlegt að það verði gert ef það hefur ekki þegar verið gert.  


mbl.is Stjórnmálum og refsimáli gegn Geir blandað saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband