Færsluflokkur: Dægurmál
24.6.2013 | 10:49
Enn einu sinni kemur það fram
- Nú í 3. sinn hjá Seðlabankanum að almenn niðurfærsla húsnæðislána er óframkvæmanleg.
. - Nú kemur þetta fram í umsögn Seðlabankans til Alþingis við tíu þrepa aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna skuldavanda heimilanna.
. - Þetta kom einnig fram hjá AGS bæði fyrir og eftir kosningar.
. - Allir helstu hagfræðingar landsins hafa einnig komist að sömu niðurstöðu bæði fyrir og eftir kosningar
. - Þetta kemur auðvitað eins og köld vatnsgusa framan í kjósendur Framsóknarflokksins
Þetta vissu allir stjórnmálaflokkar fyrir kosningar og einnig Framsóknarflokkurinn sem verður nú að láta brelluna ganga upp.
Einnig er mjög líkleg, að ef slík leið verði reynd myndu afleiðingar m.a. hafa veruleg áhrif á húsnæðisverð í Reykjavík til hækkunar. Slík eignarbóla kæmi sérstaklega illa niður á efnaminna fólki um allt land og skapaði óhjákvæmilega verðbólguskot.
Það hefur í raun aldrei verið þörf á því að færa niður skuldir á efnafólki, slíkt fólk hefur kost á því að minnka við sig skuldirnar og minnka umsvif sín. En allan tíman hefur verið raunveruleg þörf að bjarga fólki sem er í alvarlegum greiðsluvanda.
Þar er vandinn sem langskólagengna fólki í efri lögum millistéttar og hálaunafólkið tókst að koma í veg fyrir að gert væri á síðustu árum. Þetta langskólafólk átti sér stuðningsmenn í öllum stjórnmálaflokkum og því tókst að hertaka kosningarnar.
Báðir stjórnarflokkarnir 2006 vissu um yfirvofandi kollsteypu og þeirru vissu líka um væntanlegt fall bankanna. Forráðamenn atvinnurekenda vissum um þessa og forsvarsmenn bankanna.
Hér viðurkenna þessir samtök atvinnurekenda í fyrsta sinn að þau vissu um væntanlega kollsteypu:
Samtök atvinnulífsins hafa einnig skilað inn umsögn um aðgerðaáætlunina. Í umsögn SA kemur fram að sagan sýni að sveiflur í efnahagslífi landsins séu mun öfgafyllri en hjá öðrum þjóðum og reglubundið birtist þær í of mikilli hækkun raungengis og kaupmáttar sem síðan leiðréttist með falli krónunnar. Gengisfall krónunnar árin 2008-2009, verðbólgan í kjölfarið og þar með hækkun höfuðstóls verðtryggðra lána var því hvorki fordæmalaust, ófyrirsjáanlegt né einvörðungu vegna hruns fjármálakerfisins, segir í umsögn SA.
Þeir eru auðvitað ekkert að nefna það, að atvinnufyrirtækin höfðu brugðist í því eðlilega hlutverki sínu að stunda nauðsynlega framþróun til að geta staðið undir eðlilegum kaupmætti.
Reyndar eins og þáverandi stjórnendur landsins reiknuðu með að myndi gerast. Rétt eins og atvinnurekendur sögðu síðar að myndi gerast ef færi yrði risaframkvæmdir.
Árum saman hafði ríkisvaldið kynt undir ofsalega ofþenslu og fyrirtækin létu vera að fjárfesta í framförum. Þau kölluðu bara á meiri þenslu og meiri fjárfestingar erlendis frá. Með tilheyrandi eignaþenslu í ársreikningum fyrirtækja og um leið skulda þenslu því tekin voru meiri lán út á útblásnar eignir. Það sama gerðist á heimilum efnafólks.
- Öll þessi sömu rök eiga við um skattalækkanahugmyndir gamla flokksins sem einnig stendur fyrir þeirri staðreynd að lítið er eftir vatnsvirkjunarkostum fyrir risastór álver, sem er grundvöllur efnahagstefnu þessara flokka.
![]() |
Niðurfærsla lána óskilvirk og dýr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2013 | 19:43
Glæpamenn gegn mannkyni
- Ef einhverjir geta talist vera glæpamenn í þessu máli eru það yfirvöld í Bandaríkjunum.
- Snowden hefur sýnt af sér einstakt hugrekki þegar hann upplýsti mannkyn um glæpsamlega njósnastarfsemi Bandaríkjanna.
Þá hefur hinn íslenski ráðherra Hanna Birna sýnt íslenskri þjóð að hún lætur sér annt um hagsmuni herveldisins umfram hagsmuni íslendinga. Það er nú ljóst að Bandaríkin halda uppi njósnum um íslendinga.
En Bandaríkjamenn eru ekki einir um þetta vinnulag, því þetta gera öll önnur herveldi eins og gömlu Sovétríkin og öll fasistaríki.
![]() |
Á ekki að fá að ferðast áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.6.2013 | 17:28
Sannleikurinn er erfiður þegar hann hentar ekki valdstjórninni
- Alveg frá því um hrun hafa gömlu valdaflokkarnir á Íslandi reynt að stjórna því hver sannleikurinn er um hrunið..
- Almenningur var með það á hreinu hver bar stjórnskipulega ábyrgð á hruninu. Samkvæmt skoðun almennings voru það flokkarnir sem nú hafa myndað ríkisstjórn á íslandi.
- Núverandi ríkisstjórnarflokkar munu áfram reyna að hnoða upp sögu af atburðum síðustu 13 ára sér í hag.
- Hin opinbera saga valdhafanna er ósönn.
Vísir - Baráttan um söguna
www.visir.is
Áhugi á liðinni tíð er hverjum manni nauðsynlegur.
Sömuleiðis eru sameiginlegar minningar forsenda þess að fólk taki höndum saman og myndi samfélög, myndi þjóðir.
Þess vegna er sjálfsagt að á hátíðarstundum minnist fólk sögunnar, ekki síst þess sem vel gekk og hafa má til eftirbreytni.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2013 | 09:04
Er Illugi að hlaupa eftir vilja samtaka atvinnurekenda?
- Aðal atriðið hlýtur að vera vandað nám sem flestra í framhaldskóla.
. - Einnig að sem flestir geti notið náms í greinum sem þeir hafa hæfileika til.
. - Það er út í hött að fylla háskólanna að fólki sem eru á rangri hillu en gæti náð miklum árangri á öðrum leiðum í námi.

Það er erfitt að átta sig á því sem Illugi er að ræða um. Því þegar rætt er um að fækka árunum sem fara til náms undir stúdentsprófs verður það ekki gert með því að fækka kennslustundum í mikilvægustu greinunum.
Þá stendur tvennt eftir, það er að fækka greinum sem hver námsmaður þreytir í stúdentsprófi. Hin leiðin er að nýta skólahúsnæðin betur og hafa námsannirnar þrjár í skólunum í stað tveggja eins og nú er. Það er aðeins kennt í 26 vikur á ári í framhaldskólunum en þær mættu gjarnan vera 36 vikurnar.
Þær þurfa ekki að vera jafnlangar en málið snýst um að það sé kennt í fleiri daga á hverju ári. Það verður að segjast eins og er, að kennsludagar eru allt of fáir á ári í framhaldsskólunum.
En ég ósammála Lindu Rós þeim frábæra skólamanni, því efstu bekkir grunnskólans eru þegar að mestu nýttir til að undirbúa nemendur undir nám á bóknámsbrautum framhaldskólanna og hugsað sem undirbúningur til háskólanáms.
Það er einnig ljóst að kennarar í unglingadeildum reka mjög sterkan áróður fyrir því að nemendur feti þá braut. Þeir hafa þannig mikil áhrif á nemendur og ekki síst á foreldra þeirra.
Þessi einsleitni skólanna bitnar á nemendum sem hafa mjög mismunandi námshæfileika, er ljóst að öðruvísi nám hentar yfir helmingi nemenda miklu betur, en þó án þess að draga úr námskröfum. En þær námskröfur yrðu gerðar í t.d. verkgreinum bæði í efstu deildum grunnskólanna, síðan eðlilegt framhald í framhaldskólum.
Það er t.d. ömurlegt að sjá allan þann fjölda fólks sem hefur dottið úr námi, síðan er fjöldi af þessu fólki að reyna að ná árangri sem listamenn þá kemur í ljós að stærstur hluti þeirra skortir allann grunn í slíka vinnu. Það á bæði við um þekkingu og færni.
Það er beinlínis óeðlilegt að meiri hluti nemenda fari þessa stúdentaleið í framhaldskóla er verður til þess óhjákvæmilega að námskröfur minnka til þessa prófs sem þyrftu í raun að vera meiri.
![]() |
Mögulegt að stytta nám á kjörtímabilinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2013 | 19:55
Það eru eðlileg vinnubrögð þingmanns í stjórnarandstöðu
- Að spyrji hann um aukinn kostnað vegna fjölgunar á ráðherrum
- Það á reyndar að vera verkefni allra alþingismanna
Að þeir veiti sitjandi ríkisstjórn á hverjum tíma málefnalegt aðhald, en síðasta ríkisstjórn fékk það hlutskipti að takast á við hrunið og varð að skera niður á öllum sviðum og var ekki vinsæl fyrir þau verkefni sín.
En sú ríkisstjórn fækkaði ráðherrum úr 12 í 8 ráðherra á síðasta kjörtímabili og fækkaði opinberum starfsmönnum einnig. Skar einnig niður í heilbrigðiskerfinu og í menntamálum.
En með því að fjölga ráðherrum aftur þó ekki sé nema um einn kostar aukið fé. Það er nokkuð sem ríkisstjórnarflokkarnir hljóta að hafa skoðað. Það kann að vera að þeir telji sig spara með þessum hætti, en sannleikurinn kemur þá í ljós.
Einu sinni auglýsti einn stjórnmálaflokkur hressilega slagorðið:
Báknið burt
![]() |
Spyr um kostnað við fjölgun ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2013 | 11:48
Flumbrugangur ráðherra
- Er farinn að ofbjóða mörgum.
. - Margir efast um hæfni hans til að gegna þessum hlutverkum að vera bæði atvinnuráðherra og umhverfisráðherra.
Til stóð að undirrita friðlýsinguna í dag kl. kl. 15 í Árnesi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Við sama tækifæri áttu fulltrúar sveitarfélaganna að undirrita yfirlýsingu um friðlýsinguna. Þetta var verkefni sem hafði verið unnið í sátt heimamenn og landsmenn alla.
Síðan hnippir hagsmunaaðili í ráðherrann, það er m.ö.o. hinn atvinnuvegaráð-herrann Ragnheiður Elín sem lengi hefur virst vera í sérstakri hagsmunagæslu fyrir álver í Helguvík. Hún virðist loksins hafa áttað sig á þeirri staðreynd, að það er engin orka til fyrir þetta álver.
Í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun sagði Sigurður Ingi að það væri eðlilegt að staldra við og fara yfir þær athugasemdir sem borist hefðu vegna fyrirhugaðrar undirskriftar friðlýsingar vegna stækkunar friðlandsins í Þjórsárverum. Þar af leiðandi mun hann ekki undirrita skilmála um aukna friðlýsingu Þjórsárvera í dag líkt og til stóð.
Tími allra athugasemda er löngu liðinn og einhverjar athugasemdir frá Landsvirkjun getur tæplega verið marktæk. Því það fyrirtæki hafði á árum áður vaðið þarna yfir án allra tilskilinna alvöruleyfa.
Öfga hægri menn sem sjá ekkert í heimi sínum annað en að núverandi kynslóð eyði þjóðarauðinum í þágu nútíðar og er hjartanlega sama þótt allur arður af auðlindum þjóðarinnar fari til útlanda.
![]() |
Gagnrýna ákvörðun umhverfisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.6.2013 | 09:56
Gengið erinda erlendra stóriðjufyrirtækja
- Það er auðvitað íslenskur almenningur sem er aðalhagsmunaaðili í þessu máli, ekki Landsvirkjun og hagsmunir einstaklinga sem eiga land að Þjórsá og myndu hagnast á virkjun þarna efst í á vatnasvæði Þjórsá.
Þessi ákvörðun Sigurðar Inga að ætla sér að fresta friðlýsingu er pólitísk og ekki studd fræðilegum rökstuðningi. Þarna verið að taka hagsmuni álversmanna í Helguvík fram yfir hagsmuni íslenskrar þjóðar og fram yfir hagsmuni náttúrunnar.
Ljóst er, að núverandi ríkisstjórn stefnir í að vera hægri stjórn af verstu gerð.
Gagnrýna ákvörðun umhverfisrá
![]() |
Eðlilegt að staldra við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2013 | 16:19
Gróusögur úr hádegismóum, e.t.v. rigningarþunglyndi
- Fréttaflutningur af meintum ætluðum bílakaupum og skilum var rangur.

Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, pantaði ekki nýjan ráðherrabíl eins og Viðskiptablaðið hélt fram í gær. Þetta kemur fram í svari Óðins H. Jónssonar, skrifstofustjóra Forsætisráðuneytisins.
Viðskiptablaðið sagði frá því í gær að Jóhanna Sigurðardóttir hefði látið panta til reynslu Mercedes Benz E250 CDI.
Óðinn segir í erindi sínu til fréttastofu að Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra pantaði alls engan nýjan ráðherrabíl til reynslu." Frétt Viðskiptablaðsins sé því röng hvað það varðar.
Þá segir einnig í fréttatilkynningu frá Innanríkisráðuneytinu að Ráðuneytið hefur því ekki heldur afpantað bíl eins og fjallað er um."
Skýringin á því að annar bíll hafi verið í umráðum forsætisráðherra hafi því verið eftirfarandi: Við ríkisstjórnarskiptin 23. maí síðastliðinn voru fengnir lánaðir tveir bílar frá umboðum auk bíla frá utanríkisráðuneytinu og leigubíla sem notaðir voru en þeim var skilað eftir fáa daga."
Það sé hinsvegar rétt að Sigmundur Davíð, núverandi forsætisráðherra, hafi til umráða BMW 730 2004 árgerð sem var pantaður í forsætisráðherratíð Halldórs Ásgrímssonar.
![]() |
Sigmundur lét skila bíl Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2013 | 21:14
Það má e.t.v. draga lærdóm af þessum dómi Hæstaréttar
- Þann, að eðlilegt sé að þegar dæmt er í kynferðislegum ofbeldismálum að þess sé gætt að það sé jafnt kynjahlutfall dómara í dómnum.
Ég segi þetta vegna þess, að þetta er því miður ekki í fyrsta sinn sem konan í dómarahópnum vill dæma geranda sekann á meðan karlarnir vilja sýkna karlkynsgerendur.
Þannig að það virðist augljóst, að gera verður lagfæringu á samsetningu á dómarahópum með þessum hætti sem áður er nefnt svo menn vantreysti ekki dómum á þessum forsendum
![]() |
Af hverju varð hún miður sín? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
15.6.2013 | 21:19
Hörmulegt, hvað skyldi Brynjar alþingismaður segja um þetta.
Einu sinni var þetta svona á Íslandi
Við vorum bara svo heppinn á Íslandi að hér hafa ekki verið námur með svona hættulegu efni og svona eftirsóttu. En þetta er auðvitað hræðilegt.
En þetta með skólanna er jafn skelfilegt, á þennan hátt er í raun komið í veg fyrir að þetta fólk fái nauðsynlega menntun, þekkingu og yfirsýn á stöðu sína til að geta barist gegn þessari kúgun.
En við sem eigum Nokía síma viðhöldum þessu ástandi m.a. en það finnska fyrirtæki er einn aðalviðskiptavinur þessara þrælahaldara
Það er reyndar enn staðreynd á Íslandi að eldri deildum í grunnskólum er lokað svo nemendur geti farið í loðnuvinnslu þegar loðnan kemur á heimamiðin. Unglingsstrákar eru sendir upp mjölstæðurnar til að húkka af, verk sem stranglega bannað að þeir geri. Margt má týna til spyrjið Vísismanninn á Alþingi
Ekki er langt síðan að skipulag skólanna var haft eftir þörfum landbúnaðarins og í einstaka tilfellum tíðkast það enn. Því miður.
Það er reyndar daglegir atburðir á Íslandi að vinnuverndarlög eru brotin á ungmennum og öllum virðist það vera í góðu lagi.
En á Íslandi tíðkast það, að börn eru send í heimahús til að betla. Getur það verið eðlilegt?
![]() |
Kongósk börn úr skólunum í námurnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)