Færsluflokkur: Dægurmál
31.3.2013 | 12:43
Hinn bersyndugi biskup
- Kirkju hinna bersyndugu, þ.e.a.s. kirkja venjulegs almúga sem ekki flokkast í einhverja yfirstétt fólks sem eitt hefur hina sönnu trú, hina sönnu túlkun og hina einu sönnu breytni í lífinu. Fólk sem telur sig standa nær almættinu en aðrir.
Við þjóðkirkjufólk vitum að Marteinn Lúther var orðsmiður og bjó til ný hugtök, nýja hugsun á breytingatímum, hann óttaðist ekki ritningartextann heldur nálgaðist hann eins og hvern annan texta, sum rit Biblíunnar vildi hann helst fjarlægja úr hinni helgu bók. (Biblíufél)
Nú eigum við þjóðkirkjumenn nýjan biskup sem svo sannarlega ber með sér í starf sitt og hlutverk , nýja og ferska vinda þar sem hrokinn og yfirdrepshátturinn virðist víðs fjarri.
Í þeim tveim viðtölum sem ég hef skoðað við hana nú um þessa páskahátíð bæði í útvarpi og nú í Fréttablaðinu er áberandi að hún notar málsnið alþýðunnar í máli sínu og ber fram boðskap trúarinnar með sinni alþýðutúlkun sem er algjörlega laust við málskrúð allra fyrri biskupa landsins.
Hún virðist ekki óttast sköpun á nýjum hugtökum og að viðurkenna ásmt því að setja fram meiningu sína með nýju orðfæri sem almenningur skilur. Rétt eins og Marteinn Lúther lagði svo ríka áherslu á gert væri boðuninni.
Greinilegt er að Agnes Sigurðardóttir setur sig ekki upp á einhvern stall og eða reynir að upphefja sjálfan sig með nokkrum hætti eins og allir þeir biskupar aðrir hafa reynt að gera um mín æviár. Agnes kemur úr röðum okkar almennings og vill greinilega vera ein af okkur, þessum sauðsvörtu.
Það mættu margir athuga sem telja sig hina eina og sönnu boðbera Biblíunnar, að texti Biblíunnar er aldrei eins, hann er háður skilningi og túlkun nýs tíma, hann er lifandi og býður til samtals, ekki aðeins við nýjar kynslóðir heldur við hvern einstakling og hvern þann rithöfund og hvern þann listamann sem nálgast hann í einlægni, en höfundurinn þarf einnig að vera sjálfum sér trúr og síðast en ekki síst lesendum.
Textinn verður að nýjum texta í huga hvers og eins sem tekur við honum og gerir hann að sínum að öðrum kosti er hann dauður bókstafur. Sagan sýnir að texti Biblíunnar er lifandi texti, vefur orða, hugtaka, goðsagna, frásagna og myndmáls. Hann er ekki aðeins orðin ein, heldur þrunginn lífi og innihaldi. Hann býr yfir túlkun og tjáningu sem kemur manninum við á öllum tímum
![]() |
Vegna þess að lýðurinn hrópaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)