Íslendingar hafa aðeins átt tvo raunverulega umhverfisráðherra

  • Það eru þær Þórunn Sveinbjarnardóttir og Svandís Svavarsdóttir.

     

  • Allir aðrir sem hafa gengt þessu hlutverki í gegnum tíðina hafa verið eins og hverjar aðrar puntudúkkur og þjónað stóriðjumönnum til borðs og sængur.

Þær eru einu ráðherrarnir sem hafa virt allar reglur varðandi umhverfismat og raunuverulega gætt hagsmuna fósturjarðarinnar eins og umhverfisráðherrum ber að gera. Þær hafa ævinlega verið málefnalegar.

Því er svar Svandísar við spurningu bæði kórrétt og faglegt þegar hún svarar Jóni Gunnarssyni á Alþingi. Er nefndur þingmaður Sjálfstæðisflokks, spurði Svandísi hvort hún styddi frumvarp Steingríms J. Sigfússonar um ívilnanir vegna stóriðju á Bakka.

Hann sagði að þegar þingið væri að vinna á þessum síðustu dögum sem lifa af þessu þingi væri nauðsynlegt að fá upplýsingar um hvort ágreiningur væri um málið í stjórnarflokkunum.

Greinilegt er að Svandís gerir ekki upp á milli aðila þegar spurt er um umhverfismálin.

„Það þarf að hafa varann á þegar um er að ræða slík áform,“ segði Svandís í svari sínu. „Hver á að standa vörð um umhverfismálin ef ekki umhverfisráðherrann.“

Svandís sagði að sama ætti við um orkunýtingu þó að orkukostir væru komnir í nýtingarflokk. Hún tók fram að það sama ætti við um olíunýtingu á Drekasvæðinu. „Þar þarf að hafa varan á,“ sagði Svandís.

Greinilegt er að Jón Gunnarsson kaus að misskilja svar Svandísar og Moggi litli kýs að gera það einnig.

En RÚV segir öðruvísi frá eða eins og heyrði svarið í sjónvarpi.

„Jón Gunnarsson spurði umhverfisráðherra um þetta á Alþingi í dag í ljósi þess að þarna væri um mengandi verkefni. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra sagði ánægjulegt að ræða þessi mál við þingmanninn nánast í hverri viku og ítrekaði að það þurfi að hafa varann á þegar um er að ræða slík áform“.


mbl.is Svandís með efasemdir um Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband