Rétt er það, að álfyrirtækin nýta sér lagalegan rétt sinn.

 

  • En bæði er það, að þessi lög sem veita þessum fyrirtækjum þennan rétt eru fullkomlega óeðlileg.
    .
  • Þá eru þessi lög eru auðvitað verk ákveðinna stjórnmálamanna og bera dám að þeirri spillingu sem grasseraði í landinu á valdatíma þeirrar ríkisstjórnar sem hér ríkti þegar samningar voru gerðir við Alcoa.   

 

 

Jafnvel alþjóðlegir aðilar eins AGS sem kalla nú ekki allt ömmu sína þegar kemur að alþjóðlegum viðskiptaháttum höfðu stór orð um þessa samninga og bentu á að nauðsynlegt væri og eðlilegt að álfyrirtækin greiddu eðlilega skatta á Íslandi.

Spillingin er í sjálfu sér ekki álfyrirtækjanna hvað þetta varðar, en samt er það verið eftirtektarvert hvernig þessi fyrirtæki hafa mokað fé í ákveðin verkefni er tengjast óneitanlega verkefnum stjórnmálamanna.

Þá er auðvitað nauðsynlegt að rannsaka það hvort þessi fyrirtæki hafi borið fé í ákveðna stjórnmálamenn bak við tjöldin. Það á bara alltaf að rannsaka hvort slíkt geti verið þegar gerðir stórir samningar þar sem stjórnmálamenn koma nærri.

Eins og þau fjölþjóðafyrirtæki sem standa á bak við þessi álfyrirtæki hafa verið orðuð við í þriðja heiminum. Þá er vert að benda á, að þessi fyrirtæki fá hér orku undir kostnaðarverði og nægir að benda á þá staðreynd að Orkuveitan stórtapar á raforkusölusamningum sínum við álverin. Sá kostnaður er m.a. greiddur af Reykvíkingum.  

Það hefði verið mikilvægt að RÚV hefði undirbyggt þessa umræðu betur en e.t.v. eiga þeir kastljósmenn eftir að sanna sig betur því umræðan er mjög brýn. Því þessi fyrirtæki greiða sáralitla skatta til Íslands.

Þá er væri einnig mikilvægt að skoða ýmis íslensk fyrirtæki eins og  bankar og fjármagnsfyrirtæki ásamt útgerðarfyrirtækjum sem mörg hver geta verið í þessari stöðu þar sem starfrækt er eins konar skattamyllur.

Það er a.m.k. ekki einleikið hversu litlar skattagreiðslur lögaðila eru til samfélagsins, alls ekki í neinum takti við veltu fyrirtækjanna  og kostnað opinberra aðila vegna þeirra. Ekki vantar að þessir aðilar gera miklar kröfur til ríkisins á hverjum tíma og kvarta sífellt undan því að greiða hér skatta.


mbl.is Nýta sér ekki skattalöggjöf með óeðlilegum hætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Friðriksson

Svona mál fá mann til að sannfærast um það að treysta ekki þingmönnum sem stórfyrirtæki hafa mokað í, allt upp í 25 milljónum . Slíkir menn verða að gera eitthvað í staðinn, enda var ein síðasta lagabreyting fyrir hrun,(ef ég man rétt)að LÆKKA tekjuskatt á fyrirtækjum úr 18 % í 15. (Ansi margir milljarðar þar.) Það gekk svo til baka, þegar farið var að moka flórinn, en Guðlaugur Þór og félagar eru bara "handbendi auðvaldsins" eins og sagt var í "denn".  Það þyrfti að seta lög um "fjármagns-heilsupróf" fyrir fólk í háum stöðum (svipað og sterapróf,fyrir íþróttamenn). Dómarar þyrftu auðvitað að standast slík próf,enda er ótrúlegt fjármagn bak við " suma,sem hafa sloppið" ,Olífélögin koma strax upp í hugann,einnig Jónar....
Jæja,hef ekki tíma. Takk fyrir gott blogg,Kristbjörn.

Kári Friðriksson, 25.3.2013 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband