Mjög vaxandi andstaða er við stóriðju í landinu.

  • Enda hefur atvinnulíf vaxið mjög verulega undanfarin ár eftir hrunið. 
    .
  • Það er sjálfsprottinn vöxtur án afskipta ríkisins. 
    .
  • Það er einmitt þannig sem atvinnulífið á að vaxa en ekki með ríkisafskiptum endalaust. 
En árin fyrir hrun hafði trú fólks í landinu farið minnkandi á getu íslendinga til að byggja upp eigið atvinnulíf sem er þó forsenda þess að lífvænlegt verði að byggja þetta land til frambúðar fyrir fólk með vaxandi menntun og kröfur.

Fólk lætur andstöðu sína ljósi við að fórna eigin lífsgæðum fyrir hagsmuni erlendra fjölþjóðafyrirtækja sem eru meira og minna í eigu vogunarsjóða úti um heiminn. Fólk vill búa að sínu og sínum möguleikum til að skapa atvinnu af eigin framtaki. 

Um páska var haldinn fundur um Blöndulínu 3 á Mælifellsá í Skagafirði og segir m.a.:
„Á Íslandi er nóg komið af óarðbærum framkvæmdum þar sem hagsmunum framtíðar er fórnað á altari stundarhagsmuna. 

Fundurinn fordæmir skammsýni þá er einkennir fyrirhugaðar framkvæmdir við Blöndulínu 3 og hvetur landsmenn alla til að kynna sér þá eyðileggingu sem kerfisáætlun Landsnets mun hafa í för með sér,“ segir í ályktun fundarins.

Á Vatnsleysuströnd var fólk einnig í andstöðu við háspennulínulagnir um sveitarfélagið, allar líkur eru á að landsölumenn sem þjóna hagsmunum erlendra fyrirtækja muni virða hagsmuni fólks á ströndinni að vettugi. Þetta er verulegt áhyggjuefni.
Það eru tveir stjórnmálaflokkar sem hafa það á stefnuskrá sinni að fylla landið af erlendum álverum. Þessir flokkar hafa að því er virðist ekki trú á íslensku einkaframtaki

mbl.is „Nóg komið af óarðbærum framkvæmdum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband