Þekktur undirverktaki fyrir 365-miðla, heldur verkefnum sínum

  • En hinir missa væntalega sín verkefni og öllum virðist sama um þá.
Fyrirbærið undirverktaki er um fólk sem starfar þannig , að starfið er í eðli sínu er starf launamanns en atvinnurekendur tóku upp þessi vinnubrögð gagnvart launamönnum sem voru í raun ótryggir í starfi. 
 Er þýðir að launamaður starfar sem atvinnurekandi en þó hjá atvinnurekenda eins og hver annar launamaður

Með þessu tókst atvinnurekendum að minnka launakostnað í fyrirtækinu og jafnfram að lækka allan annann kostnað og minnka áhættu fyrirtækisins. Þetta fyrirbæri varð að alvarlegu vandamáli upp úr 1987 þegar atvinnuöryggi margra hópa launafólks snarminnkaði, einkum hjá byggingariðnaðarmönnum vildu fyrirtækin bæði halda mönnum og vera lausir við að hafa þá í föstu starfi. 

Á þessum tíma lauk stórum verkefnum þeirra við flugstöðina og við kringluna í Reykjavík svo eitthvað sé nefnt til sögunnar.

Þetta var í raunnauðungarvinna fyrir launamenn því þeir unnu nú á lægri launum en þeir höfðu haft áður og nutu nú ekki þess öryggis að vera launamenn með þeim tryggingum sem launamenn njóta. Þeir fengu heldur ekki greidd yfirvinnulaunataxta og voru ótryggðir. Það var í sjálfu sér hægt að skilja þeirra vandamál á þessum tíma og þetta var fólk með stutt nám að baki sér.

Þessir menn fengu það hlutskipti að undirbjóða venjulegt launafólk með því að starfa á lægri launum.

Atvinnurekendum tókst þetta vegna þess að verkalýðshreyfingin hafði veikst verulega eftir maí- lögin 1983 og síðan vegna dóms um að ekki væri hægt aðskylda fólk til að vera í ákveðnum stéttarfélögum. 

Í þjóðarsáttarsamningunum 1990 tókst mér að koma þessu „undirverktakamáli“ á dagskrá einkum vegna þess að þetta gróf mjög undan styrkleika verkalýðsfélaganna og veikti mjög stöðu launafólks á vinnumarkaði. Mér tókst einnig að koma byggingariðnaðarmanna félögunum inn í umræðuna um þetta mál. En þeir voru með ólund og greinilegt var að vildu ekki taka slaginn um þetta mál.

Eftir stjórnarskiptin 1991 og mynduð er ríkisstjórn undir forysti Davíðs Oddssonar var lögum breytt þannig að þetta varð áhugaverðari kostur fyrir langskólagengið fólk sem starfaði á almennum vinnumarkaði án þess að í gildi væru almennir kjarasamningar fyrir háskólagengið fólk.

Þetta voru að sjálfsögðu lögin um fjármagnstekjuskattinn og um einkahlutafélögin samfara mjög mikilli lækkun á tekjuskatti fyrirtækja. Alveg fram að hruni var algengt að langskólagengið fólk var með allan sinn heimilisrekstur í svona „ ehf“ fyrirkomulagi og þetta fólk borgaði sáralitla skatta, eða 10% í heildarskatt. Og m.ö.o. ekkert í útsvar og ekkert í lífeyrissjóð. Skatturinn miðaðist auk þess við nettótekjur þessara fyrirtækja en skattar launamanna er miðaður við brúttótekjur.
 
 
Það skal tekið fram að þessi pistill fjallar ekki um Láru Hönnu sem ég óska alls hins besta.
 
 

mbl.is Uppsögn Láru dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband