Það eru eðlileg vinnubrögð þingmanns í stjórnarandstöðu

  •    Að spyrji hann um aukinn kostnað vegna fjölgunar á ráðherrum 
  • Það á reyndar að vera verkefni allra alþingismanna 

Að þeir veiti sitjandi ríkisstjórn á hverjum tíma málefnalegt aðhald, en síðasta ríkisstjórn fékk það hlutskipti að takast á við hrunið og varð að skera niður á öllum sviðum og var ekki vinsæl fyrir þau verkefni sín.

 

En sú ríkisstjórn fækkaði ráðherrum úr 12  í  8 ráðherra á síðasta kjörtímabili og fækkaði opinberum starfsmönnum einnig. Skar einnig niður í heilbrigðiskerfinu og í menntamálum.

En með því að fjölga ráðherrum aftur þó ekki sé nema um einn kostar aukið fé. Það er nokkuð sem ríkisstjórnarflokkarnir  hljóta að hafa skoðað. Það kann að vera að þeir telji sig spara með þessum hætti, en sannleikurinn kemur þá í ljós.

Einu sinni auglýsti einn stjórnmálaflokkur hressilega slagorðið:

„Báknið burt“


mbl.is Spyr um kostnað við fjölgun ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband