Er Illugi að hlaupa eftir vilja samtaka atvinnurekenda?

 

  • Aðal atriðið hlýtur að vera vandað nám sem flestra í framhaldskóla. 
    .
  • Einnig að sem flestir geti notið náms í greinum sem þeir hafa hæfileika til.
    .
  • Það er út í hött að fylla háskólanna að fólki sem eru á rangri hillu en gæti náð miklum árangri á öðrum leiðum í námi.

 

 Það er erfitt að átta sig á því sem Illugi er að ræða um. Því þegar rætt er um að fækka árunum sem fara til náms undir stúdentsprófs verður það ekki gert með því að fækka kennslustundum í mikilvægustu greinunum.

Þá stendur tvennt eftir, það er að fækka greinum sem hver námsmaður þreytir í  stúdentsprófi.  Hin leiðin er að nýta skólahúsnæðin betur og hafa námsannirnar þrjár í skólunum í stað tveggja eins og nú er.  Það er aðeins kennt í 26 vikur á ári í framhaldskólunum en þær mættu gjarnan vera 36 vikurnar.

Þær þurfa ekki að vera jafnlangar en málið snýst um að það sé kennt í fleiri daga á hverju ári. Það verður að segjast eins og er, að kennsludagar eru allt of  fáir á ári í framhaldsskólunum.

En ég ósammála Lindu Rós þeim frábæra skólamanni, því efstu bekkir grunnskólans eru þegar að mestu nýttir til að undirbúa nemendur undir nám á bóknámsbrautum framhaldskólanna og hugsað sem undirbúningur til háskólanáms.

Það er einnig ljóst að kennarar í unglingadeildum reka mjög sterkan áróður fyrir því að nemendur feti þá braut. Þeir hafa þannig mikil áhrif á nemendur og  ekki síst á foreldra þeirra.  

Þessi einsleitni skólanna bitnar á nemendum sem hafa mjög mismunandi námshæfileika, er ljóst að öðruvísi nám hentar yfir helmingi nemenda miklu betur, en þó án þess að draga úr námskröfum. En þær námskröfur yrðu gerðar í t.d. verkgreinum bæði í efstu deildum grunnskólanna, síðan eðlilegt framhald í framhaldskólum.

Það er t.d. ömurlegt að sjá allan þann fjölda fólks sem hefur dottið úr námi, síðan er fjöldi af þessu fólki að reyna að ná árangri sem „listamenn“ þá kemur í ljós að stærstur hluti þeirra skortir allann grunn í slíka vinnu. Það á bæði við um þekkingu og færni.

Það er beinlínis óeðlilegt að meiri hluti nemenda fari þessa stúdentaleið í framhaldskóla er verður til þess óhjákvæmilega að námskröfur minnka til þessa prófs sem þyrftu í raun að vera meiri. 


mbl.is Mögulegt að stytta nám á kjörtímabilinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband