Sannleikurinn er erfiður þegar hann hentar ekki valdstjórninni

  • Alveg frá því um hrun hafa gömlu valdaflokkarnir á Íslandi reynt að stjórna því hver sannleikurinn er um hrunið.
    .
  • Almenningur var með það á hreinu hver bar stjórnskipulega ábyrgð á hruninu. Samkvæmt skoðun almennings voru það flokkarnir sem nú hafa myndað ríkisstjórn á íslandi.


Um það er engin spurning, þessum flokkum og þó einkum sá flokknum sem bar megin ábyrgðina hefur tekist að ljúga því að sumum fyrrverandi kjósendum sínum að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins beri enga ábyrgð á hruninu, m.ö.o. að hrunið hafi alfarið verið erlendum aðilum að kenna. En ekki nema að hluta fasta fylgisins trúði þessu því úrslit síðustu kosningu hljóðuðu upp á næst verstu útkomu þessa flokks í kosningunum.

Þá hefur flokkurinn reynt að segja fólki að Landsdómur hafi dæmt Geir Haarde fyrir stjórnarskrárbrot þrátt fyrir að hann væri saklaus. Þeir segja að gerð hafi verið pólitísk aðför að Geir. Það eru örfáir sem játa þessu sem staðreynd og flokknum mistókst að fá dómstóla erlendis að taka undir með flokknum.


Þetta er reyndar ótrúlega barnalegur áróður, því þótt einhverjir þingmenn hafi viljað láta dæma hann sekan af pólitískum ástæðum. Þá ganga þessir menn að því vísu, að fólkið sem skipaði dóminn hafi verið einhverjir vitleysingar. Þessi dómur var reyndar mannaður af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins með meirihluta Alþingis á bak við sig, þegar gamli valdaflokkurinn fór með völd.

 

  • Núverandi ríkisstjórnarflokkar munu áfram reyna að hnoða upp sögu af atburðum síðustu 13 ára sér í hag.

Enn er það stutt frá stóru kreppunninni að erfitt hefur fyrir fræðimenn og stjórnmálamenn að segja sannleikann og enn eru þessir stjórnmálaflokkar með puttana í því hvernig skuli skilja og túlka þá sögu. Þeir einu sem gátu sagt okkur sauðsvörtum íslendingum söguna út frá reynslu almennings voru rithöfundarnir sem sögðu söguna. Sannleikann hefur þurft að segja í skáldsögum.

 

  • Hin opinbera saga valdhafanna er ósönn.

Ég og jafnaldrar mínir vorum látin lesa um sögu Íslands sem var greinilega pólitísk uppsuða en ég gerði mér bara litla grein fyrir þeirri staðreynd fyrr en ég var orðin fulltíða maður. Á Austurvelli reyndi ráðherra, 17. júní að troða slíkum soðkökum í kok almennings.

Eins og áður, segir þessi Framsóknarflokkur að sjálfur ástmögur þjóðarinnar sverð hennar og sköldur hafi verið framsóknarmaður. Sjálf þjóðhetjan. Hann má hafa verið framsóknarmaður mín vegna. En Jón Sigurðsson var aldrei þjóðhetja allrar þjóðarinnar. Hann var fyrst og fremst fulltrúi eignarstéttarinnar á Íslandi.

Honum virtist hafa verið nákvæmlega sama um alla hornkalla og kerlingar á Íslandi sem var á hans tíma gjörsamlega réttindalaust fólk. Það er merkilegt að hann hafi ekki lagt áherslu á hag þessa fólks. Því á hans tíma í Kaupmannahöfn var mikil umræða um kjör þessa fólks í Danmörku. Komin var fram krafa um réttarbætur fyrir fátækt fólk og að kjör þess yrðu bætt.

Síðustu hundrað árin hefur slík stéttarbarátta verið í brennidepli á Íslandi þótt núverandi forsætisráðherra viti ekki af þeirri baráttu. Enda alinn upp á betra heimili. Þessir flokkar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa staðið í vegi fyrir réttarbótum fyrir verkalýðsstéttina í landinu


Vísir - Baráttan um söguna
www.visir.is

Áhugi á liðinni tíð er hverjum manni nauðsynlegur.

Sömuleiðis eru sameiginlegar minningar forsenda þess að fólk taki höndum saman og myndi samfélög, myndi þjóðir.

Þess vegna er sjálfsagt að á hátíðarstundum minnist fólk sögunnar, ekki síst þess sem vel gekk og hafa má til eftirbreytni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband