Kennir þjóðinni, að óhæft er að láta hagsmunasamtök ráða samfélaginu eða stofnunum þess

  • Gunnar S Björnsson fyrrum formaður hagsmunasamtaka byggingaverkataka á Íslandi
    .
  • Varð síðar starfandi stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs og leysti Guðmund Bjarnason af í leyfi og starfaði þá sjálfur sem framkvæmdastjóri sjóðsins. Er hægt að hugsa sér meiri spillingu?  
Flottræfilshúsnæði Íbúðalánasjóðs- Milljarða bygging  
Getur verið að þessi varasama stefna, að dæla fé endalaust í byggingaverktaka auk þess að sjóðurinn hafi verið misnotaður í þeim pólitíska tilgangi að vinna með ákveðnum pólitískum aðilum t.d. í landsstjórninni og í sveitarstjórnum. 

Hafi verið runnin undan slíkum spillingarvinnubrögðum. A.m.k. fengu byggingarfyrirtækin lán til að byggja íbúðir í hundraðavís án þess að hafa kaupendur að framleiðslunni og án þess að leggja fram traustar tryggingar fyrir lánunum.

Það er ekki einleikið hvernig byggingaverktökum voru tryggð völd og áhrif í þessari lánastofnun. En neytendur áttu aldrei slíka fulltrúa til að gæta hagsmuna almennings.

Þetta mátti sjá bæði á austurlandi í tengslum við álversmartröð þjóðarinnar og á Suðurnesjum. En einnig á fleiri stöðum enda hafa íbúðir staðið ónotaðar í þúsundavís í landinu án þess að til væru kaupendur af þeim.

Þetta gerðist löngu fyrir hrun.

Hrun Íbúðalánasjóðs er auðvitað hluti af hruninu og hrunflokkarnir eru ekki með hreinan skjöld í málinu þótt þeir núna vilji gleyma þessu og horfa til framtíðar. 


mbl.is Voru á rangri braut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband