Frábært afrek, þetta er meira afrek en þegar Icsave samningum var hafnað með undirskriftasöfnun

  • Hjá tveimur óþekktum mönnum án þess að hafa skipulögð félaga-samtök á bak við sig.
    .
  • Án þess að einhverjir hagsmunaaðilar eyddu milljónum í auglýsingar til að hvetja fólk til þáttöku og án þátttöku fjölmiðils í fullum áróðri.
    .
  • Eins og var þegar undirskriftarsöfnunin var í gangi vegna Icesave, en þá var einnig bullandi umræða um málið á Alþingi og fjölmiðlar notaðir óspart í áróðri.

 

Þeir Ísak Jónsson og Agnar Kristján Þorsteinsson afhentu Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands undirskriftalista frá um 35000 Íslendingum um að hann vísi lögum um breytingu á veiðigjaldi í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hann hefur auðvitað talað í gátum við þessa tvo ungu athafnamenn. Ég reyndar hef ekki trú á því að Ólafur Ragnar verði við óskum fólksins þótt greinilegt sé, að staðfest er djúp gjá milli vilja þings og vilja þjóðar í þessu máli.

Ég held að hann kjósi að fylgja meirihlutanum samkvæmt  skoðanakönnunum því enn er ríkisstjórnin með 58% almennt fylgi á bak við sig. Að því er virðist þótt það sé ekki í þessu máli. 
Sú könnun var reyndar gerð áður enn ríkistjórnin tróð þessu máli í gegnum þingið og áður en hún reyndi að lækka veiðigjaldið enn meira (450 milljónir) með breytingatillögu á 11. stundu. 

  • En Ólafur Ragnar hefur fyrir löngu sýnt öllum þeim sem vilja sjá að hann hefur verið tækifærissinni í mörgum málum og hann er virkur stjórnmálamaður. 

Allt þetta mál sýnir auðvitað, að í dag ríkir almenn sátt um að útgerðin greiði fyrir aðgang sinn að auðlindinni og að hún öðlist aldrei neinn eignarrétt á fiskinum í hafinu eða á veiðum á fiskinum eftir veiðireynslu.

Það var rétt sem Vilhjálmur Bjarnason alþingismaður sagði í vikulokunum í morgun. Það er löngu orðin sátt með þjóðinni að útgerðin greiði veiðigjöld einnig á Alþingi.

Spurningin er fyrst og fremst um fyrirkomulag og eðlilegar upphæðir frá sjónar-miðum þjóðarinnar í heild sinni og einnig af hálfu útgerðarinnar.

Rétt er að benda á þá staðreynd, að útgerðarmenn eru ekki einu sinni sáttir við það gjald sem núverandi ráðherra leggur til.

Á síðasta kjörtímabili var hvað eftir annað reynt að ná sáttum en það tókst ekki og það var bullandi óánægja með þjóðinni með þá upphæð sem Steingrímur J Sigfússon lagði til og sett var í lög. Hann var ásakaður um svik við þjóðina í þessum efnum.

En staðan nú sýnir að slíka sátt verður að gera.  Aðferð núverandi ráðherra gengur heldur ekki upp.

Það er sá póllinn sem forsetinn verður að taka í hæðina. Hann verður að vera forseti allrar þjóðarinnar í þessu máli. 


mbl.is Ólafur tók við undirskriftum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sama gjá er á milli þings og þjóðar í veiðigjaldamálinu og í öðrum málum sem forseti Íslands hefur vísað í dóm þjóðarinnar. Þetta er mat prófessors í stjórnmálafræði. Forsetinn sé hins vegar í ákveðinni klemmu í málinu.

Prófessor í stjórnmálafræði segir að í ljósi þess að kjósendur Ólafs Ragnars Grímssonar í síðustu kosningum voru fyrst og fremst sjálfstæðis- og framsóknarmenn, sé ekki ólíklegt að hann skrifi undir lög um veiðigjöld. Meira samræmi væri þó í því ef hann vísaði málinu í dóm þjóðarinnar.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fékk í gær afhentar tæplega 35.000 undirskriftir fólks sem skorar á hann að skrifa ekki undir lög um breytingu á veiðigjöldum, heldur vísa þeim í dóm þjóðarinnar. Ólafur fær frumvarpið til undirritunar á allra næstu dögum.

Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir ljóst að forsetans bíði erfið ákvörðun. „Við fyrstu sýn mætti að vísu ætla að yfirgnæfandi líkur væru á því að hann myndi neita að skrifa undir. Ef við miðum við það sem hefur gerst áður í hliðstæðum málum þá hefur fjöldi undirskrifta sem núna liggur fyrir nægt hingað til til þess að framkalla þjóðaratkvæðagreiðslu.

Kannanir segja að 70% kjósenda séu á móti þeim breytingum sem þarna verða gerðar á veiðileyfagjaldinu. Þannig að það má segja að þarna sé þessi gjá milli þings og þjóðar sem Ólafur Ragnar hefur áður vísað til í hliðstæðum aðstæðum,“ segir hann.

Þá segir Gunnar Helgi að fyrri rök forsetans um hvers konar mál henti í þjóðaratkvæðagreiðslu, ættu að nægja til þess að vísa þessu máli í dóm þjóðarinnar. Hann væri því samkvæmur sjálfum sér ef hann gerði það. Hins vegar þurfi forsetinn ekki að rökstyðja ákvörðun sína frekar en hann vilji.

„Það kann að vera að aðstæður séu þannig að hann hafi ekki hug á því að framkalla þjóðaratkvæðagreiðslu. Ýmsir hafa bent á það að hann átti verulegan þátt í þeirri atburðarráð sem leiddi til myndunar núverandi ríkisstjórnar.

Hann í raun og veru handvaldi forsætisráðherrann, það var ekki augljóst að Sigmundur Davið yrði forsætisráðherra frekar en Bjarni Benediktsson. Kjósendur Ólafs Ragnars í síðustu kosningum voru að meginhluta til framsóknarmenn og sjálfstæðismenn.

Þannig að við þær aðstæður, þegar tekin er hrein geðþóttaákvörðun, þá gæti hugsast að Ólafur Ragnar fyndi sér einhverja leið út úr því að synja undirskrift sinni. Ég held að það myndi ekki vefjast fyrir sjóuðum stjórnmálamanni eins og Ólafi Ragnari að gera það,“ segir Gunnar Helgi.

Hann segir að ómögulegt að spá fyrir um hvað forsetinn muni gera. „Reyndar held ég að hann sé í ákveðinni klemmu í þessu máli. Alveg sama hvort hann gerir mun hann fá yfir sig nokkurn hafsjó af óánægju,“ segir Gunnar Helgi.

Kristbjörn Árnason, 7.7.2013 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband