Pétur er vanur að segja sannleikann þegar lífeyrissjóðir eru annarsvegar.

 

  • Þetta er því miður sannleikurinn, þ.e.a.s. ef menn vilja reikna út og áætla hve mikinn lífeyri ríkið og einnig sveitarfélög eiga eftir að greiða þeim sem enn eru í B- deild lífeyrissjóðs ríkisins. 

 

Í þessum efnum er ekki við opinbera starfsmenn að sakast, þeir hafa unnið fyrir sínum lífeyrisréttindum og greitt alla greiðsluna með vinnu sinni og það ekki á neinum háum launum. Það stæðist varla stjórnarskránna, að skerða þessa eign eldri starfsmanna ríkisins.

Sannleikurinn er auðvitað sá að ríkið og sveitarfélögin skulda þetta og eiga að vera búin að greiða skuld fyrir löngu og það með vöxtum sem eru engir smá aurar og Pétur kýs að nefna ekki.  Það er t.d. ótrúlegt að íslenska þjóðin taldi sig búa við gríðarlega velmegun í nokkur ár, en samt var þá ekki tækifærið nýtt til að greiða þessa skuld. 

  • Getur verið að því hafi ráðið andúð á opiberum starfsmönnum og fordómar.   

 

„Talandi um að jöfnuði sé náð í ríkisfjármálum. Eigum við ekki að fara að opna augun?“ segir Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, á Facebook-síðu sinni í dag. Þar gerir hann að umfjöllunarefni sínu stöðu Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.

Sjálfur hafi hann bent á vanda lífeyrissjóðsins í yfir þrjá áratugi en hann sé tvíþættur. Fyrir það fyrsta sé B-deild sjóðsins, sem og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga, lokuð fyrir nýjum sjóðsfélögum. Ógreidd skuldbinding, sem ekki er færð í fjárlög, sé yfir 400 milljarðar króna. Ríkið, og þar með skattgreiðendur, séu langstærsti skuldarinn.

Í annan stað sé A-deild lífeyrissjóðsins sem tekin hafi verið upp árið 1997. Hún eigi að standa undir sér með iðgjöldum samkvæmt lögum en hafi hins vegar ekki gert það. Hækka þurfi iðgjaldið um 4% í 19,5% að sögn Péturs. „Þar er vaxandi skuldbinding upp á 60 milljarða sem ríkið skuldar að mestu.“

Við þetta bætist síðan að sveitarfélögin skuldi tugi milljarða í ógreiddar lífeyrisskuldbindingar.

 

  • Það eru vissulega ástæða til að hafa miklar áhyggjur af sveitarfélögunum og svo virðist sem ríkið hafi baktryggt á sínum tíma að sveitarfélögin gæti greitt sinn hluta. Ekki má gleyma því að opinberir starfsmenn eru einnig skattgreiðendur ekki síður en aðrir. 
    .
  • Ég hef haldið því fram mjög lengi að þetta sjóðakerfi sé að syngja sitt síðasta, það bara stenst ekki að launamenn eigi að nota fimmta hvern vinnudag til að greiða þennan lífeyrissjóðaskatt. Því þetta eru skattagreiðslur af verstu tegund. Þ.e.a.s. flatur skattur.  

 


mbl.is Hækka þurfi iðgjaldið í 19,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband