15.8.2013 | 17:40
Útsmoginn áróður Moggadrengja
Allar götur frá 1960 hef ég fylgst með stjórnmálum þótt ekki hafi ég verið þátttakandi í stjórnmálaflokkum allan þennan tíma.
Allt þetta tímabil sem er býsna langur hefur Morgunblaðið lagt ríkisútvarpið í einelti fyrir það eitt að flytja fréttir sem ekki eru ritstýrðar af flokkspólitískum sjónarmiðum Sjálfstæðisflokksins eða af samtökum atvinnurekenda.
Þá var þess einnig gætt að ekki mátti auglýsa fundi hjá verkalýðshreyfingunni ef félagsmenn væru hvattir til að mæta. Það voru auðvitað helstu valdaflokkar Íslands sem þessu stjórnuðu og vildu hafa puttana í öllu sem heyrðist í útvarpi.
Allir þeir sem ekki segja umyrðalaust já við stefnu Morgunblaðsins og Sjálfstæðis-flokksins eru og voru andstæðingar flokksins. Þetta er bara staðreynd og jafnvel fólk sem ekki aðhyllis neina sérstaka stjórnmálastefnu eru einnig andstæðingar flokksins.
Nú er svo komið að RÚV er eini fjölmiðillinn sem hægt að treysta fyrir óbjöguðum hlutlausum fréttaflutningi. Fréttaflutningi sem almenningur getur treyst. Sjálfstæðis-flokkurinn ræður einfaldlega yfir öllum öðrum fjölmiðlum nema e.t.v. DV.
Það er fullkomlega eðlilegt að ef einhver ber lygar upp á einhvern fréttamann að fréttamaðurinn geti borið hönd yfir höfuð sér og taki upp varnir. Það er bara eðlilegt að það sé gert fyrir dómsstólum ef málið er ekki leyst á annan hátt.
Segir fréttamann RÚV hóta sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:47 | Facebook
Athugasemdir
Óbjagaður er fréttaflutningur RÚV ekki enda myndi "frjáls, óháð fréttastofa" hafa sannlleikann framfyrir uppdigtaðar tölur um t.d. atvinnuleysi og raynstöðu íslenska ríkisins, samanburð á samskonar niðurskurði fyrir og eftir sl kosningar, gæluverkefnum bæði fráfarandi og nýrrar ríkisstjórnar í stað þess að mala allt upp eftir þeim sem hæst hafa og frekastir eru á athygglina.
Raunin er að RÚV hafur alltaf hallað frekar undir sitjandi stjórn hvert sinn og hallar því fremur til hægri en vinstri nú enda hennar helsta "hlutverk" að breyða út þá lygaþvælu er leggur taumlaust frá Siðblindrahælinu við Austurvöll og útvarpa henn á bylgjum ljósvakans með "blómailmi" og ættjarðarsöng.
Enginn mun frjáls fjölmiðill eftir á skerinu og ekki verið lengi.
Óskar Guðmundsson, 15.8.2013 kl. 18:18
Sæll Óskar, fréttaflutningur RÚV er einfaldlega skásti fréttaflutningurinn sem íslendingar búa við. Það þýðir að miðillinn reynir að segja sannleikann og einnig að segja frá málum frá ýmsum hliðum.
Enginn fréttamiðill hvar sem hann er í heiminum er 100% pottþéttur.
Það er auðvitað verst, að RÚV lætur einnig mata sig stundum af dulbúnum áróðri frá þeim sem hafa fé til slíkrar framleiðslu.
kveðja og takk fyrir innlitið
Kristbjörn Árnason, 15.8.2013 kl. 21:33
Eftir að hafa lesið upprunalegu ummælin og með góða þekkingu á ensku máli, þá er ekki nokkur möguleiki á að þýða og skilja ummælin öðruvísi heldur en fréttamaðurinn gerir. Að setja þann skilning sem Páll gerir er svo langt frá veruleikanum að annað hvort er viðkomandi ekki með grunnskóla þekkingu á ensku eða kemur að þessu á einhvern skrítinn hátt.
Sæmundur (IP-tala skráð) 16.8.2013 kl. 04:19
Mér finnst sem Davíð og félögum hafi tekist að hræða RÚV svo hressilega , að miðillinn þorir ekki að flytja eðlilegar fréttir af úttektum erlendra aðila um framtíðarmöguleika í efnhagsmálum íslendinga.
Þar sem þessir alþjóðlegu aðilar gagnrýna mjög stefnu núverandi ríkisstjórnar í málaflokknum og einnig svakaleg kosningaloforð þessara flokka.
Það er alltaf tilgangur með öllu sem gert er í pólitík.
Mogginn og meðreiðarsveinar Moggans haga sér rétt eins og flugher í hernaði.
Tilgangurinn helgar síðan meðalið.
kristbjörn árnason (IP-tala skráð) 16.8.2013 kl. 23:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.