Gengisfall núverandi ríkisstjórnar

 

  • Var raunar fyrirsjánleg, því ekki lifir ríkisstjórn á loftinu einu saman. 

Fallið er þegar raunverulegt og er nú komið niður fyrir kjörfylgi stjórnarflokkanna og hveitibrauðsdagar stjórnarinnar eru vart liðnir. Flokkarnir eru þegar ósáttir í ESB-málum.

 

Hætt er við að fylgi ríkisstjórnarinna eigi eftir að falla verulega þegar um næstu áramót ef loforðin sem þessir flokkar lofuðu kosningunum koma ekki upp úr hattinum.

Þá eru einræðistilburðir ýmissa ráðherra þegar orðnir áberandi sem minna óneitanlega í fyrri samstjórnar-tímabil þessara gömlu valdaflokka. Hrokinn leynir sér ekki og útúrsnúningar eru þegar algengir, auk þess sem leikrænir tilburðir formanns fjárlaganefndar fara þegar mjög fyrir brjóstið á ráðherrum og þing-mönnum Sjálfstæðisflokksins og pirrar raunar einnig samflokksmenn hennar.  Slíkar kúnstir eru mjög óvinsælar á Íslandi nútímans.  

Tilkynning MMR

Það er eftirtektarvert að vegur VG virðist fara nokkuð vaxandi samkvæmt þessari könnun MMR, en það er vart treystandi könnunum þessa aðila sem hefur valið sér sérstæða leið til að mæla fylgi stjórnmálaflokka.

Að vísu er þetta svipuð niðurstaða og hjá öðrum aðilum. Fylgi VG hefur farið vaxandi allar götur frá því Katrín Jakopsdóttir var kosinn formaður sem góð þróun fyrir flokkinn.  Hún stóð sig vel í kosningabaráttunni og var algjörlega málefnaleg og er enn.

Það sama verður ekki sagt um formann Samfylkingarinnar sem stóð sig fremur illa og ótrúlega þvoglumæltur og átti erfitt með að útfæra stefnu síns flokks fyrir kosningarnar.  Nú virðist einhver örvænting hafa gripið Árna Pál.

Spurningar Árna Páls til utanríkisráðherrans eiga ekki eftir að verða honum til vegsauka. Gunnar Bragi getur í raun hunsað þessar spurningar nú og vísað þeim til utanríkismálanefndar  og boðist til að mæta þar til fundar eftir fríið. Jafnframt getur hann sagt að svörin við þessum spurningum séu þegar komin fram. 


mbl.is Tæpur helmingur styður stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband