20 til 25% barna í Bandaríkjunum eru algjörlega háð ókeypis matargjöfum góðgerðasamtaka

 

 

Þetta er vegna mikillar fátæktar í þessu alheims herveldi (RÚV 26. ágúst 2013) Þetta má sjá í eftirfarandi frétt á RÚV. 

 

En höfðingjarnir í þessu ríki eru nú að bræða með sér að gera árás á eitt múslimaríkið enn. En Bandaríkin eru að gæta hagsmuna sinna á þessu svæði eins og alltaf áður.  Þeir eru ýmist bandamenn þessara ríkja eða óvinir allt eftir behag. Það er ljóst að þeim í vestrinu er nákvæmlega sama um þegna sína.
 

·         Rútur með matargjafir handa fátækum börnum


Það er ekki furða þótt RÚV eigi sér óvildarmenn á Íslandi þegar það upplýsir þjóðina um slíkan óskunda. Að voga sér að segja frá hinni hörmulegu fátækt í fyrirheitna landinu.

Efnavopnaárás siðferðislega viðbjóðsleg segja þeir nú, en vitað er að Bandaríkjamenn vissu um eitrurefnavopn Saddam Husein 1982 þegar þau studdu þennan fasista í stríði gegn Íran

 

Önnur herveldu eru vissulega í engu betri og nægir að nefna rússa í því sambandi. Ekkert veit ég um fátæktina í Rússlandi en þar hefur alltaf verið ríkjandi mikil fátækt. 


mbl.is Bandaríkjamenn fresta fundi með Rússum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Undarlegt að Breta og Dana-stjórnvöld skulu virkilega voga sér að hugleiða þátttöku í ábyrgðarlausa inngrips-árás í Sýrland, miðað við þessar opinberuðu upplýsingar um gang mála á árum áður, og verandi í friðarbandalaginu ESB.

Þessar hugleiðingar Breta-stjórnvalda styðja þann grun minn, að Bretaheimsveldið stjórni ríkisstjórn og bönkum Bandaríkjanna og víðar. Og þeir forsetar Bandaríkjanna sem setja sig upp á móti Bretastjórnvöldunum ESB-tengdu, heimsveldis-mafíumannaða, eru sendir beint til slátrunar, eða eitthvað þaðan af verra.

Við höfum dæmin um t.d. Abraham Lingcoln og fleiri, sem hafa reynt að vera raunverulegir og góðir forsetar fyrir almenningsréttlæti Bandaríkjanna, og borgað fyrir með lífi sínu.

Obama virðist ekki vilja í þessa innrás, en ræður væntanlega engu án stuðnings almennings heimsins og annarra þjóðarleiðtoga.

Friður er ómetanlegur, og stríð tortíma öllu sem er einhvers virði.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.8.2013 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband