Eru menn að halda því fram, að opinberir starfsmenn vinni ekki fyrir 15,5% framlagi sínu í þennan eftirlaunasjóð?

 

  • Almenningur er einmitt látinn halda,  með þeirri umræðu sem haldið er uppi af hálfu margra. Framarlega í slíkum áróðri eru samtök atvinnurekenda á almennum vinnumarkaði. Einstaka verkalýðsforingi lætur einnig narra sig í slíkan málflutning.

 

 

Það hefur alltaf verið ljóst að launamenn standa fyllilega undir öllum greiðslum í lífeyrissjóðina. Er þá sama hvort þeir starfa á almennum vinnumarkaði eða eru opinberir starfsmenn.

Það er ekki sök opinberra starfsmanna að ríkisvaldið hefur aldrei frá upphafi þessa kerfis staðið við að skila hluta af umsömdum launum opinberra starfsmanna í lífeyrissjóðinn. Það að greiðsluhlutfallið er of lágt sínir aðeins að núverandi lífeyrissjóðakerfi launamanna í landinu stendur ekki undir nafni.

Það gengur ekki upp.  


mbl.is Þyrfti að hækka iðgjaldið í 20,1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband