Höftin

Vinnan við afnám hafta á Íslandi er löngu hafin, hún hófst tiltölulega snemma í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms. Verkefnið er í höndum Seðlabankans undir forystu seðlabankastjórans, Más Guðmundssonar. 

 

Það er svo sannarlega rétt hjá núverandi fjármálaráðherra að slíkt afnám gerist ekki með einum fingrasmelli. Verkið tekur langan tíma. Farið var mjög hægt á stað en ferlið gengur æ hraðar fyrir sig. 

  • M.ö.o. Bjarni Benediktsson mun ekki getað státað af því að hafa byrjað það verkefni að afmá höftin. Þá hefur verið starfandi þverpólitísk nefnd í tvö ár sem hefur með þetta mál að gera og svonefnda snjóhengju sem er hluti af sama máli.
    .
  • Enn er verkefnið í höndum seðlabankastjóra og er verkið unnið með mikilli gát og varúð. Íslenska þjóðfélagið má ekki við neinu óðagoti við að leysa þetta vandamál.

 


mbl.is Höftin fara ekki í einu vetfangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband