Ólýðræðislegt ofbeldi og ódulbúin hótun gagnvart t.d. kennurum

 

  • Ef eitthvað getur talist vera ofbeldi, er það þegar ríkisvaldið grípur til þeirra ráða að setja lög á fullkomlega löglegar aðgerðir Verkalýðsfélags til að ná eðlilegum kjarabótum fyrir sína félagsmenn, sem er láglaunafólk.
    .
  • Vert er að hafa í huga, að launamenn hafa verulega skert samningsfrelsi á Íslandi og skertan verkfallsrétt miðað launamenn í löndum sem við erum vön að bera okkur saman við
Hanna Birna á undir högg að sækja svo virðist sem hún sé með allt niður um sig á ýmsum sviðum  

 

Í gær hrópaði Pétur Blöndal á Alþingi að yfirvinnubann háseta á Herjólfi væri ofbeldi af grófustu gerð. Oft hefur Pétri höndlast betur sannleikan en í þetta sinn. Það er öllum ljóst sem eitthvað fylgjast með í verkalýðsmálum, að samtök atvinnurekenda  ætluðu sér aldrei að ræða við hásetanna um kjarabætur umfram þessar 2,8%.

Ekki bara það, að það er einnig ljóst að atvinnurekendur höfðu í hendi sér loforð frá ríkisstjórninni að þessi aðgerð háseta yrði brotin niður með lögum. M.ö.o. ríkisstjórnin hefur ákveðið að samtök atvinnurekenda hefðu sjálfdæmi um hvernig kjaramálin allra stétta þróast þau fjögur ár sem stjórnin tórir.

Ráðherra-ómyndin sagði í ræðu sinni að þetta væri vegna almannahagsmuna, en slík fullyrðing stenst enga skoðun þar sem skipið var í siglingu alla daga einu sinni á dag. Þá eru flugsamgöngur í fullum gangi og auðveldlega hefði mátt senda varning með öðrum skipum Eimskips. Hér voru það fyrst fremst hagsmunir nokkurra fyrirtækja sem ríkisstjórninni var í mun að varðveita.

Ég tel reyndar vafasamt hjá þessu fólki a‘ grípa til þess ráðs að tilkynna veikindi. Miklu sterkara er sem er bæði löglegt og mjög viðráðanlegt í ekki stærri hópii manna en þarna er um að ræða.

Það er að hægja á allri vinnu um borð í skipinu og miða hana við það sem hásetar telja að útgerðin greiðir fyrir. Einkum vegna þess einnig að undanfarin misseri hefur verið fækkað verulega í áhöfninni. En það hlýtur að verða skoðað eftir þessa ósvífni.

Þessi lög eru einnig óvenju ósvífin, því oftast hefur löggjafin þegar hann hefur gripið ofbeldid eins og þessa er þessi aðgerð ber með sér. Þá hefur verið ákveðið að fólk sem lendir í slíku, að það fengi rúmlega þær hækkanir sem til boða hefur staðið.

Einnig mætti alveg álykta sem svo, að þessi lög væru til þess fallin til að senda skilaboð til kennara sem hafa talsverða reynslu af því að fá á sig lög í kjaradeilum af hendi þessara núverandi stjórnarflokka. Einmitt þeir stjórnmálaflokkar sem hafa verið ákafastir í því að skerða réttindi launafólks.


mbl.is Hópveikindi hjá Herjólfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flest launafólk þarf að sætta sig við þessi 2,8%. Nema auðvitað forstjórar og bankastjórar. Var skipið í siglingu alla daga á meðan á verkfalli stóð? Annað hefur okkur verið sagt í fréttum. Lokun á þjóðvegi sagði bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum.

Margret S (IP-tala skráð) 2.4.2014 kl. 22:41

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Launamenn þurfa ekki að sætta sig við þessa 2,8%. Það vill þessa hækkun greinilega.

Þessir menn voru ekki í verkfalli, þeir neituðu að vinna yfirvinnu. Það geta allir neitað því að vinna yfirvinnu og veit ekki til þess að það þurfi að tilkynna um slíkt með einhverjum fyrirvara.

Af þeim ástæðum er vafasamt að þessi lög frá Alþingi standist stjórnarskrá. Það er a.m.k. full ástæða til þess að láta reyna á það.

Einhver sjómaður (fiskimaður) gaspraði um það þeir byggju sífellt við lagasetningar og því væri ekki nema eðlilegt að hásetarnir á Herjólfi sættu sig við það einnig.

En fiskimenn hafa margfald hærri laun en ófaglærða fólki í Herjólfi.

Kristbjörn Árnason, 2.4.2014 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband