Það voru ekki síðustu kjarasamningar sem lækkuðu verðbólguna

  • Það voru aðallega ytri þættir eins og lækkun á olíu og bensíni sem varð til þess verðbólga hjaðnaði.
    *
  • Markaðslaunin hækkuðu þótt hinn almenni kjarasamningur hafi aðeins hækkað um 2,8%. Menn verða auðvitað að ræða um raunveruleikann. Markaðslaun taka mið af því sem er, á markaði á hverjum tíma.
    *
  • En getuleysi íslenskra atvinnurekenda hefur skapað verðbólgu síðustu áratugina og leyfi þeirra til að velta öllu út í verðlag sem þeim dettur í hug hverju sinni.

Afnám gjaldeyrishafta, lausnarorð

Sem öllu á að bjarga.

Ef það er rétt sem Ásgeir Jónsson dósent við HÍ segir að gjaldeyrishöftin hafi einangrað Íslendinga. Hann segir ma:
Ef launahækkanir sem farið er fram á í næstu kjaraviðræðum gangi eftir, geti það haft þau áhrif að ekki verði hægt að afnema höftin með núverandi gengi krónunnar.

Greinilegt er að Ásgeir gefi sér, að ekkert sé að í atvinnurekstrinum almennt á Íslandi þegar hann segir að fyrirtækin geti ekki greitt 300 þús lágmarkslaun án þess að varpa út í verðlagið þeirri kostnaðarhækkun sem af því hlytist.

  • Sagt hefur verið að 10 þúsund launamenn séu á launum undir 300 þús á mánuði og líklega flestir í störfum hjá ríki og sveitarfélögum og einnig á landsbyggðinni. Þannig að orsakavaldurinn er allt annar í raun. 


Ásgeir þarf auðvitað að rökstyðja þetta miklu betur því þetta er ekki trúverðugt.

Hvers vegna, jú vegna þess eins og áður er bent á, að þá eru markaðslaun allsráðandi á almennum vinnumarkaði á höfuðborgarsvæðinu.

Í byggingariðnaði og í fiskvinnslu eru almennt í gangi ákvæðisvinnukerfi og er fólk í slíku launakerfi almennt með hærri mánaðarlaun en 300 þús á mánuði. Það er einnig sannað, að slík launakerfi hamla framþróun í framleiðni og iðnþróun. Orsaka stöðnun.   

Hann segir að hætta sé á að krónan falli við afnám haftanna, ekki er hægt að efast um það því höftin hafa fyrst og fremst varið stöðu launafólks og komið í veg fyrir enn meira fall á krónunni.

Það er eins og það hafi gleymst að krónan hefur nánast alla tíð verið í höftum. Það hefur ekki hamlað menntun þjóðarinnar eða komið í veg fyrir að erlend fyrirtæki hafi getað fengið hæft starfsfólk

Úr því að Ásgeir segir að launahækkanir geti komið í veg fyrir afnám haftanna verður hann þá einnig að benda á atvinnureksturinn í landinu. Hann hefur verið í skjóli á 7. ár og ætti að hafa jafnað sig eitthvað.

Eða eru það kanski skuldirnar og vaxtagreiðslurnar sem eru enn að plaga atvinnufyrirtækin? Ástæður sem ekki má nefna.

Þessar skuldir sem urðu til fyrir hrun þegar engin höft voru í landinu og ekki bara það, á frjálshyggju tímanum urðu mjög takmarkaðar fjáfestingar í almennum atvinnurekstri á Íslandi.

Þeir fjármunir sem urðu til í þessum íslensku fyrirtækjum rötuðu til annara landa, í skattaskjólin að sjálfsögðu.

Það eru m.ö.o. ekki ofurhá laun almennra launamanna sem er að plaga atvinnulífið?

Síðan reyna samtök atvinnurekenda í iðnaði að fela getuleysi atvinnurekstrarins með haftaumræðu. Þeir segja, að samkeppnishæft umhverfi sé forsenda þess að á Íslandi verði til samfélag vel menntaðs fólks sem sér tækifæri í því að taka þátt í uppbyggingu alþjóðlegra fyrirtækja á Íslandi. Þetta er rangt og segir frá hér á undan

Íslendinga vantar ekki erlend fyrirtæki þeim vantar íslenskar fjáfestingar í atvinnulífinu. Greinilegt er að þessi samtök hafa misst trúnna á íslenskt einkaframtak í atvinnulífinu. 

Nú er bara hugsað um mannvirkjageirann sem er allt of stór og hefur lengi verið. Það á að bjarga með virkjunarframkvæmdum.


Hvernig á að taka svona samtök alvarlega?

 


mbl.is Ávinningur heimila mikill
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Svar: það á alls ekki að taka þau alvarlega frekar en annað húmbúkk.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.3.2015 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband