Hér segir að skattar launamanna hafi lækkað fyrir árið 2013 væntanlega

  • En hvaða launamenn eru að lækka í sköttum?
    *
  • Skattar hafa ekki verið lækkaðir á láglaunafólki
    *
  • En hálaunfólk fékk verulega lækkun á sínum sköttum hjá núverandi ríkisstjórn. 

Hér er viðurkennt að öll launatengd gjöld fyrirtækjanna eru í raun umsamin laun launafólks við atvinnufyrirtækin.  

En árum saman reyna menn gjarnan að halda því fram að það séu greiðslur fyrirtækjanna.  Hér er líklega inni í myndinni svo nefnd tryggingagjöld sem fóru hæst í 8,5% af launum eftir hrun þegar atvinnuleysi var í hámarki.

Einnig er spurningin hvort miðað er við sjálfar launagreiðslurnar, landsframleiðslu og eða þjóðarframleiðslu. Eftir erlendum fyrirtækjum á Íslandi fjölgar eykst landsframleiðslan, en líklega dregst þjóðarframleiðslan saman. Þessi þróun getur einnig skekkt þessa mynd.  

Þá er spurningin um lífeyrissjóðagreiðslurnar.

Atvinnurekendur tala gjarnan um að hlutur launamanna í lífeyrissjóðagreiðslum sé 4% af brúttólaunum.

En sannleikurinn er auðvitað allt annar,  því heildargreiðsla launamanna er um 14 – 15,5% af öllum launum. 

Þessi 10 – 12% er einnig umsamin laun samkvæmt kjarasamningum þar um og á sér bakland í lögum lífeyrissjóðaþátttöku allra.

Vísitölur geta verið varasamar í samanburði við aðrar slíkar í öðrum löndum.

T.d. ef vísitalan um ,,ráðstöfunartekjur heimilanna“  er notuð, er rétt að benda á þá staðreynd að tekjur og skattar eigenda einkafyrirtækjanna ásamt tekjum þeirra koma inn í þessa vísitölu og því er hún verulega villandi sem slík.

Ef hún er notuð til að mæla skattskyldar tekjur launafólks.

Egendur fyrirtækja eru gjarnan fjármagnseigendur sem greiða ekki nema  20%  af  nettótekjum fyrirtækjanna í í heildarskatta. Þ.e.a.s. bæði fyrirtækjaskatturinn og skattar eigenda þess.

Það væri óneitanlega fræðandi að bera saman skatta fyrirtækja á Íslandi og eigenda þeirra í samburði við OECD - löndin. Í þeim samburði væri einkafyrirtækin og eigendur þeirra tekin út úr til að sjá raunveruleikann


mbl.is Skattbyrði launafólks léttist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband