Samherji segir laun í fiskvinnslu á Dalvík vera að meðaltali 367 000 á mánuði

  • En 15% af þessu vinnuframlagi fiskvinnslufólks er unnið í yfirvinnu sem breytir myndinni allnokkuð.
    *
  • Það sést ekki í frétt mbl.
    *
  • Skoða verður heimasíðu Samherja til að sjá þær upplýsingar. 

Ef þetta er rétt hjá fyrirtækinu munu laun ekki þurfa hækka hjá Samherja miðað við kröfur Starfsgreina-sambandsins.

En Starfsgreinasambandið gerir kröfur um að lágmarkslaun verði 300 þúsuns á mánuði innan þriggja mánaða.

Síðan fer fyrirtækið mörgum orðum um svonefnd launatengd laun á Íslandi sem það segir vera í fiskvinnslunni á Dalvík.

Önnur launatengd gjöld

 

 

 

 

Tryggingagjald

220,4

7,49%

 

Sjúkrasjóður

26,9

1,00%

 

Orlofsjóður

6,7

0,25%

 

Endurmenntunarsjóður

8,1

0,30%

 

Starfsendurhæfingarsjóður

3,5

0,13%

 

Mótframlag í almennan lífeyrissjóð

215

8,00%

 

 

Mótframlag í séreignarsjóð

40

1,50%

Öll þessi launatengdu gjöld sem fyrirtækið nefnir hér eru auðvitað að mestu skattar sem launamenn greiða með afrakstri af vinnu sinni. Nema þessir styrktarsjóðir sem eru til að styrkja launamenn í störfum. 

Það er tómt mál að bera þetta saman við þau lönd sem fyrirtækið nefnir, en þar renna þessar greiðslur  með almennum sköttum til samfélagsins  sem greiðir síðan eftirlaun og aðra hluti eftir allt öðrum reglum.  Ég er viss um, að launamenn eru fúsir til að hafa það fyrirkomulag.  

En það er sama hvernig fyrirtækið reiknar þetta, eru laun í þessum samanburðarlöndum miklu hærri hjá launafólki en á Íslandi og líklega greiða fyrirtækin og eigendur þeirra hærri skatta í þessum löndum.

Síðan er það bara ansi hallærislegt að bera saman launatengd gjöld framleiðslunnar nyrst Noregi þar sem allir aðilar fólk og fyrirtæki njóta mikilla skattafríðinda.  


mbl.is Launakostnaður hæstur á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband