Umræða um kjaramál eru oft sérkennileg.

  • Þær takmarkast nánast alltaf við þrönga hagsmuni eða reiknilíkön eru ekki rétt, þau gefa bara upp ákveðna mynd af gefnum ákveðnum forsendum. Er þurfa ekki að vera endilega réttar.
    *
  • Slík líkön ganga ganga ævinlega út á ríkjandi ástand samkvæmt opinberum gögnum á einhverju því sviði sem fylgst er með, t.d. í efnahagsmálum.
    *
  • En ríkjandi ástand þarf ekki alltaf að vera eðlilegt eða til einhverrar fyrirmyndar. 

T.d. var málflutningur Ásdísar Kristjánsdóttur hagfræðings hjá samtökum atvinnurekenda sérkennilegur sérstaklega fyrir sakir að hún sér ekki að eitthvað sé í ólagi í íslensku atvinnulífi.  Hún gerir bara athugasemdir við ríkisbúskapinn.

Í íslensku atvinnulífi er framleiðni allt of lítil og hefur verið um það rætt í áratugi, en það er ekki vegna þess að starfsfólk  á Íslandi sé almennt afkasta-minna en launafólk í viðmiðunarlöndum. 

Þvert á móti, almennt er íslenskt launafólk vel menntað, heiðarlegt og afkastamikið, það sýna allar rannsóknir.

Orsök framleiðnitregðunnar liggur fyrst og fremst hjá eigendum fyrirtækjanna.  Það er á þeirra ábyrgð að auka framleiðnina í fyrirtækjunum.  

Vandamálin sem upp komu fyrir augu almennings við „hrunið“ hefur ekki yfirgefið dagleg vandamál láglaunafólks og eða baslið hjá ungu barnafólki.

Þetta er bara staðan þrátt fyrir að almennt hafi skuldir heimilanna lækkað um 10% prósent af vergri landsframleiðslu í fyrra.

Þetta er mesta lækkun á skuldum heimilanna frá upphafi fjármálaáfallsins. Einu þjóðirnar þar sem skuldir heimilanna hafa minnkað eru Írland og Ísland.  Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Sigríður Benediktsdóttir, forstöðumaður fjármálastöðugleika Seðlabankans, gerðu grein fyrir þessari stöðu í gær.

Þetta er auðvitað sameiginlegur árangur tveggja ríkisstjórna og einnig árangursleysi þeirra beggja gagnvart láglauna- og barnafólkinu.  En núverandi stjórn hefur bætt eignastöðu betur stæðra fjölskyldna enn frekar á kostnað skuldsetta fólksins sem einnig eru virkir skattgreiðendur.

Ráðamenn þjóðarinnar skulda skulda almenningi raun-verulegar úrbætur í húsnæðismálum.  Það verða að vera félagslegar úrbætur, rétt eins og miðaldrafólk á Íslandi naut á árum áður. Almenningur í landinu (þ.e.a.s. skattgreiðendur) er tilbúinn apð taka þátt í slíkum niðurgreiðslum.

Það sama má segja um námslánin, í báðum þessum lánaflokkum eru vextir of háir.  Það er fullkomlega eðlilegt að vextir séu lágir á fyrsta húsnæðisláni fjölskyldna.  

En það gengur ekki að gera húsnæðiskerfið að einhverri skiptimynt í kjaramálum. Launamenn eru þegar búnir á kaupa þann pakka mörgum sinnum.

Þórarinn G Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans skrifar faglega grein um ógöngur kjaramálumræðunnar. Greinilegt er að hagfræðingurinn talar út frá sínum reiknilíkönum sem væntanlega gefa honum rétta mynd af ástandinu í atvinnulífinu. En það eru auðvitað staðreyndir að slík líkön sýna aldrei alla myndina.

Sem er hvorki góð eða eðlileg mynd. Það er of lítil framleiðni í atvinnulífinu til að standa undir gríðarlega mikilli hækkun á launum miðað við óbreytt ástand. Það er ekki við launafólk að sakast í þeim efnum. En það hefur verið vitað um þetta ástand áratugum saman, nægir að nefna rannsóknir sem gerðar voru fyrir inngöngu Íslands í EFTA.

Fyrirtækin fengu gríðarlega háa peninga styrki og þróunarstuðning frá Norðurlöndunum til að bæta sína stöðu. En fyrirtækin tóku þessa sérfræðinga aldrei alvarlega, þau keypu sér bara húsnæði.

Næsta skref var að stofna einarhaldsfélög sem eignuðust húsnæði fyrirtækjanna og allt fémætt, þar með var búið að hreinsa allt fjármagn úr fyrirtækjunum.  Þriðja skrefið var að stofna hlutafélög utan um fyrirtækjareksturinn sem borgaði gríðarlega háa leigu fyrir aðstöðuna.

Síðustu skrefin voru stigin eftir að fyrirbærið fjármagnstekjuskatturinn kom til sögunnar og hlutafélögin voru nú skuldsett í botn til að greiða eignarhaldsfé-lögunum tilbúnar skuldir, áður en fyrirtækin voru seld.

Framleiðniaukning í framleiðslunni minnkaði verulega vegna þess að fyrirtækin gátu ekki fjárfest í nýjustu tækjunum til framleiðslu, allt lausafé fór í rekstur heimila gömlu eigenda fyrirtækjanna sem gjarnan voru á launaskrá hlutafélaganna, en höfðu lítil sem engin hlutverk sem voru komin í hendur annarra. 

Framleiðslufyrirtækin breyttust við tilkomu nýrra eigenda í innflutningsverslun í beinni samkeppni framleiðsluna.  Það var áhættuminna að vera í innflutningi og traustari tekjur.

Mér finnst ekki sem forystumenn Starfsgreinasambandsins séu í sjálfu sér ekki að krefjast verulegra hækkanna nafnlauna- töxtum verkalýðsfélaganna. Megin krafan er um að lágmarkslaun verði 300 þúsund eftir þrjú ár.  Mér finnst eins og aðalhagfræðingur Seðlabankans  sem notar hugtakið nafnlaunataxta gæti þess að nefna ekki markaðslaunin sem hljóta að koma til umræðu. Sjá verk Akranesfélagsins.

Kostnaður vegna vinnustaðasamninga Verkamannafélags Akranes við Granda og stóriðjuna verður ekki velt út í íslenskt verðlag.

En þar er einmitt borð fyrir báru. Því ef nafnlaunataxtar hækka er atvinnurekendum í lófa lagið að segja upp markaðslaunasamningum sínum  og koma með  tilboð um tiltölulega litla sem enga launahækkun á því borði.

Þannig að þá yrði tryggt að áhrif þessara  breytinga um lágmarkslaunin yrðu tiltölulega væg og komin upp allt önnur sviðsmynd.  Fyrirtækin sjálf verða að bera ábyrgð á öllum slíkum launum.

Þá er mikilvægt að hætt verði stöðugum ríkisstuðningi við einkareksturinn í landinu. Þessir aðilar eiga að bera ábyrgð á sínum eigin málum sjálfir. Þeir eiga að hagræða í  sínum eigin rekstri og eigin launagreiðslum eftir markaðs aðstæðum á hverjum tíma.

Þessi fyrirtæki bera mikla sök á verðbólgunni í landinu og velta hækkuðum verð út í verðlagið eftir allt öðrum sjónarmiðum og hafa nafnlaunabreytingar mjög lítil áhrif.

Hækkanir á nafnlaun eru hækkanir hafa tiltölulega litil áhrif á verðlag, en það eru margskonar aðrar markaðslegar aðstæður sem eru stærstu breyturnar og möguleikar fyrirtækjanna á hverjum tíma til að hækka sín verð. Ef fyrirtækin hafa slíka möguleika, hækka þau verð burt séð frá því hvernig laun hafa breyst.

Loksins er gamla baráttumál Bjarnfríðar Leosdóttur leiðtogi fiskverkakvenna á Akranesi orðið að veruleika, þar sem reiknitalan í bósnum er hækkuð verulega sem um fasta launahækkun séu um að ræða.

Aðal andstæðingur Bjarnfríðar voru karlarnir í Verkamannasambandinu með Guðmund J, einn skelfilegasta verkalýðsforingja sem íslendingar hafa átt í broddi fylkingar.

 


mbl.is Fyrsti fundur eftir kosningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband