Lítið álfa grei á Alþingi

  • Er e.t.v. að átta sig á því að forystumenn opinberra starfsmanna sem eru í verkfalli gagnvart sínum atvinnurekenda, sem er ríkisstjórn Íslands eiga í pólitískri baráttu. 

Líklega heldur þingmaðurinn að ríkisstjórnin sé ekki í pólitískum aðgerðum þegar hún neitar háskólagengnu starfsfólki ríkisins um eðlilegar viðræður um kaup og kjör.

Ætlast þingmaðurinn til að þetta fólk sem eru starfmenn þjóðarinnar taki bara við tilskipunum svona rétt eins og Ísland væri einræðisríki.

Ríkisstjórnin ber ábyrgð á þessari stöðu ekki síður en starfsmenn ríkisins og raunar enn meiri ábyrgð.

Ríkisstjórnin hefur í raun framselt samtökum atvinnurekenda umboð sitt til að ráða því hvað ríkisstarfsmönnum er boðið í laun.

Þetta er því miður ekkert nýtt undir sólinni. Því flokkur þingmannsins hefur haldið uppi svona vinnubrögðum um áratugaskeið og nokkur verkalýðsfélög hafa tekið þátt í leiknum.

  • Mér finnst blessaður maðurinn vera veruleikafirrtur.

Auðvitað skilur hann ekki að endalaus miðstýring í kjaramálum gengur ekki upp áratugum saman.  Það kemur að endalokum þess fyrir rest.  


mbl.is Segir verkalýðsforystuna í pólitík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"endalaus miðstýring í kjaramálum gengur ekki upp áratugum saman"

en það er akkúrat það sem þessir kjarasamingar ganga út á

og viðsemjendur eru bara í skotgröfum sem koma kaupi ekkert við

Grímur (IP-tala skráð) 8.6.2015 kl. 16:11

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það er rétt Grímur, sem hefur orðið til þess að fyrirtækin hafa mörg getað firrt sig ábyrgð. En einnig að í mörgum starfsgreinum eru gerðir svo nefndir markaðslaunasamningar. 

En opinberir starfsmenn njóta ekki markaðslauna og ekki heldur það fólk sem dregur fram lífið á bótum sem dæmi eftirlaunafólk, fatlaðir og þeir sem eru á atvinnuleysisbótum. Þegar þessari kjarasamningalotu lýkur má búast við því að atvinnuleysisbætur verði lækkaðar.

Kristbjörn Árnason, 8.6.2015 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband