9.6.2015 | 14:40
Hækkun á virðisaukaskatti á landbúnaðarvörum ætti að þýða minnkandi styrki til landbúnaðar.
- Það er auðvitað launafólk sem styrkir landbúnaðarframleiðsluna á Íslandi. Það gera ekki aðrir
- Þetta er ansi stór sannleikur en hann skautar samt fram hjá mikilvægum punkti sem er, að niðurgreiðsla á íslenskri landbúnaðarvöru er ekki til að styrkja almenning og hefur aldrei gert það.
* - Hann til að halda niðri verðlagi á íslenskum landbúnaðarvörum og er því styrkur til bænda.
Allar slíkar fullyrðingar er óeðlilegur áróður ættaður frá bændasamtökunum. Menn mega ekki gleyma því að það er fyrst og fremst launafólk sem niðurgreiðir landbúnaðarvörur t.d. tekjuskatti og launasköttum á Íslandi.
Slíkir skattar eru greiddir af brúttótekjum launafólks + útsvar sem bændur greiða ekki eða önnur fyrirtæki.
En eðlilegt er að geta þess, að með því að hækka virðisaukaskattinn á landbúnaðarvörum minnka styrkirnir til bænda sem beinar greiðslur nema annað komi til.
Verði tollar á innfluttum landbúnaðarvörum lækkaðir mun það eitt og sér ekki lækka verð á innfluttum landbúnaðarvörum, nema að tollar séu óeðlilega háir.
Verð á erlendum landbúnaðarvörum á Íslandi stýrist fyrst og fremst á verði íslensku vörunnar og á gæðum hennar.
Tollar af mjólkurvörum lækki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 14:52 | Facebook
Athugasemdir
Hefur grweinarhöfundur athugað að Island trónar á toppi 20 landa hvað varðar gæði afurða ?
Eða hvað mörg störf landbúnaðurinn skapar !
Eða hvað mikinn gjaldeyri hann sparar- og hvað mikinn gjaldeyri við gætum fengið ef allar þær afurðir sem eftirspurn er eftir væru fluttar út ''? Bændur þyrftu ekki styrki ef væru færri milliliðir .
Erla Magna Alexandersdóttir, 14.6.2015 kl. 20:51
hvað kemur annars VIRÐISaukaskattur íslenskum bændum við ??????
Erla Magna Alexandersdóttir, 14.6.2015 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.