18.6.2015 | 13:48
Tímamót, enginn friður lengur fyrir hégómaskap á Austurvelli
- Ævinlega er Guðni Jóhannesson varfær í ályktunum sínum um menn og málefni er rætt er við hann t.d. á RÚV.
- Vissulega eru það tímamót þegar unga skólafólkið andmælir ríkisvaldinu og hégómanum á Austurvelli
En Guðni gætir þess mjög vel að gerast ekki talsmaður ákveðins rétttrúnaðar í stefnumiðum. Auðvelt er yfirleitt að vera sammála þessum sagnfræðingi vegna fagmennsku hans.
Nú er aðgæsla hans svo sterk, að hann skautar fram hjá ákveðnum staðreyndum sem nauðsynlegt er að hafa í huga.
- Hvað sem menn segja, að þá eru hörð átök í samfélaginu sem hinn orðvari Magnús Pétursson fyrrum ríkissáttasemjari orðaði svo vel á dögunum.
* - Það er tekist á um þjóðarauðinn og arðinn af honum.
Það er rétt, að almennt hefur almenningur viðhaft vopnahlé í þessum átökum á 17. júní flest árin, en ráðamenn þjóðarinnar hafa nánast aldrei virt slíkt vopnahlé, því nær ævinlega hafa forsetisráðherrar á hverjum tíma notað þennan ræðustól á Austurvelli fyrir mjög skæðan og harðann áróður.
Núverandi forsætisráðherra er þekktur fyrir merkingar-lausan áróður og fyrir að gefa loforð í allar áttir sem ekki hefur staðið til að uppfylla. Að halda því svo fram að loforð hafi verið uppfyllt þegar svo er alls ekki.
Hávaðinn á Austurvelli beindist gegn ráðamönnum á Íslandi sem misnota það hlé sem verið hefur á þessum stað, misnota einnig þjóðsöngin í þágu eigins áróðurs.
Þær hefðir og siðir sem þarna hafa verið á leiksviðinu er orðinn falsviðburður sem er merkingalaus fyrir flesta enda hafa fáir mætt á þessa viðburði síðustu árin.
- Þá átta sig æ fleiri á þeirri staðreynd að Jón Sigurðsson var aldrei þjóðhetja allrar þjóðarinnar.
* - Hann er í raun bara táknmynd fyrir yfirstéttina í landinu fyrr á árum.
* - Núverandi forsætisráðherra er táknmynd fyrir þau öfl í landinu sem hafa farið í bakið á venjulegu launafólki.
* - Nú ætlar hann að afnema höftin af frjálshyggju-öflunum en keyra launamenn aftur inn í höft frjálshyggjunnar og fjármagnsaflanna í landinu.
Aðgreindu ekki mótmælendur frá öðrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 13:53 | Facebook
Athugasemdir
Fiskaminni útvegsmoggans
Leiðari Morgunblaðsins er fróðlegur og um leið sögulegur. Þar er talað um helgispjöll mótmælenda sem séu einsdæmi.
Hér treystir málgagn útvegsmanna að lesendur fiskiblaðsins hafi fiskaminni.
Eins og finna má með léttri leit í Morgunblaðinu voru mótmæli Falun gong 17.júní 2002.
Þá voru Raddir fólksins með mótmæli og framíköll 2009 sem vakti litla athygli.
En líklegast hafa þessi mótmæli styggt forsætisráðherra sem sama dag varð uppvís að því að kunna ekki textann í baráttusöngnum -Öxar við ána-.
Hann er heldur ekki líklegur að skunda á Þingvöll.
Kristbjörn Árnason, 18.6.2015 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.