Nú er tíminn til að ræða ábendingar ríkisendurskoðunar

  • Undir dagskrárliðnum störf forseta
  • 51,1 gegn 48,9
  • Sumir ríkisstarfsmenn a.m.k. virðast fagna lengri viðveru á vinnustað. Þetta kalla maður að sýna viljan í verki.

Það eru alþingismenn sem svo sannarlega sýna það í verki hversu ánægðir þeir eru með að fá að láta ljós sitt skína. Þingmenn allra flokka eru greinilega í mikilli samkeppni á meðan þingið flýtur stjórnlaust að því er virðist fram yfir mitt sumar. Því nú fer sumri brátt að halla og dagurinn að styttast óðum.

Af einhverri tilviljum er sjónvarpið opið hér á miðjum degi og heyra má að þingmenn keppast við ræðuhöldin um hin ólíkustu málefni undir dagskrárlið er ber nafnið ,,Störf alþingis“ og einkum um störf forseta Alþingis.

Þessar ræður eru margar um margt merkilegar og rætt mörg verulega þörf málefni. Svo góðar eru þessar ræður, að forsetinn þakkar jafnan fyrir auðmjúklega og það jafnvel með höfuðhneigingu.

En ég verð að segja það, að ég hef áhyggjur afþessu. Þeir hljóta að eiga rétt á sumarfríi þessir púlshestar. Mér heyrist þeir ætla að syngja saman ,,Rís unga Íslands merki"

Nú voru sumir búnir að fá nóg og ýttu á takkann

Kristbjörn Árnason's photo.

mbl.is Móti stefnu vegna fólks með skerta starfsgetu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband