Íslenska hagsmunapólitíkin

  • Það er eðlilegt að hrósa Halldóri Halldórssyni odd­vita Sjálf­stæðis­flokks­ins í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur
    *
  • fyrir varfarna og málefnalega afstöðu gagnvart ábendingum Rögnunefndar um hugsanlega besta kostinn í flugvallarmálum innanlandsflugs.
    *
  • Einnig verður að hrósa honum fyrir að standa uppi í hárinu á hagsmunagæslu Morgunblaðsins í dag.

Þetta er óvænt lending segir Halldór en hann er landsbyggðarmaður  í grunninn. Hann viðurkennir að þessi niðurstaða komi honum  því svo­lítið á óvart.

Þessi niðurstaða kom reyndar flestum á óvart einkum og sérstaklega hagsmunagæsluaðilum er bentu sífellt á Rögnunefndina, treystu því að nefndin myndi segja að skynsamlegast væri að halda áfram með Vatnsmýrarvöllinn. 

Allir þessir aðilar töldu 100% öruggt að það yrði niðurstaða Rögnunefndar. Halldór tekur undir allt það sem Rögnuhópur segir.

Þetta segir landsmönnum e.t.v. eitthvað um hvernig vinnubrögðin voru á árum áður þegar nýjir flugvalla-kostir voru kannaðir. Líklegt er að hagsmunir rekstraraðila einna hafi verið ráðandi um niðurstöður.

Langflestir sem eru fyrst og fremst hagsmunagæslu aðilar og hafa tjáð sig láta ekki almenna hagsmuni ráða sjónarmiðum sínum heldur aðeins sín þröngu hagsmunasjónarmið.

M.ö.o. gamla einstaklingshyggju-pólitíkin. Það virðist ekki örla á þeirri hugsun að láta almenningsheill ráða för.

Það er ekkert verið að hugsa um þær fórnir sem Reykvíkingar og íbúar á Kársnesi hafa mátt færa vegna núverandi staðsetningu flugvallarins.

Reykvíkingar búsettir í miðborginni höfðu sætt sig við þá málamiðlun að framtíðastaðsetning Landsspítalans yrði við Hringbraut þrátt fyrir umtalsverðar fórnir þeirra þess vegna. 

Nú gætu rökin við þessa staðsetningu sjúkrahúsins breyst og spurningin um hvort það væri ekki vænlegra að hafa sjúkrahúsið við Vífilsstaði.

Jafnvel tveir ráðherrar hafa gert sig barnalega vegna niðurstöðu Rögnunefndar, einnig landskunnur náttúru-verndarsinni sem ekki vill viðurkenna, að það yrði mikilvægt náttúruverndarmál að færa flugvöllinn burt úr miðborginni.

Það eru mjög miklar líkur á því, að í framtíðinni færist þéttbýlið á suðvesturlandshorninu meir og meir út á Reykjanesskagann með ströndinni.

En huga verður að sjúkraflugi, þar er brýnast að laga flugvelli úti um allt land sem eru í miklu ólagi víða. Þar eru flöskuhálsarnir.

Síðan er líklegt að innan tíðar verði það allt öðruvísi flugvélar sem verða notaðar til sjúkraflugs sem ekki þurfa flugvelli.

Ekki gengur að líta alltaf framhjá þeirri staðreynd, að það eru ekki endilega flugvellir þar sem fólk verður veikt eða slasast á landsbyggðinni.

Það kemur fram í Rögnuáliti.


mbl.is Hvassahraun var óvænt lending
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Telur sig hafa umboð þjóðarinnar

 

Gunnar Bragi um flugvallarniðurstöðu: „Kemur
ekki til greina að ríkið beri þann kostnað“

Harðorður vegna skýrslu Rögnunefndar


„22 milljarðar króna í nýjan flugvöll. Kemur ekki til greina að ríkið beri þann kostnað, augljóst að Dagur ætlar borgarbúum að borga brúsann,“ skrifar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra á Facebook-síðu sinni. 

Tilefnið er sú niður­staða stýri­hóps rík­isins, Reykja­vík­ur­borg­ar og Icelanda­ir að Hvassa­hraun sé besti kost­ur­inn fyr­ir nýj­an inn­an­lands­flug­völl. Nefndinni var falið að kanna aðra kosti en Reykja­vík­ur­flug­völl í Vatns­mýri, en áætlað er að stofn­kostnaður nýs flug­vall­ar sé um 22 millj­arðar króna.

Kristbjörn Árnason, 26.6.2015 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband