4.7.2015 | 22:49
Þyrlur eru þarfaþing í ferðamanna landinu Íslandi
- Það er greinilegt að fjölga verður í þyrluflotanum á landinu.
* - Það er talið að þeir ferðamenn sem koma til landsins á þessu ári verði 4 sinnum fleiri en öll íslenska þjóðin til samans.
Stór hluti þessa ferðafólks er á ferð um hálendi landsins hluta ferðarinnar. Fólk á öllum aldri, í mismunandi ásigkomulagi og leggur oft á sig gríðarlegt erfiði til að upplifa landið.
Kostir þyrla til sjúkra- og björgunaflugs eru þeir að þessar flugvélar þurfa ekki flugvelli. Sjúkraflug þurfa yfirleitt að taka stuttan tíma því er mikilvægt að ef notaðar eru hefðbundnar venjulegar flugvélar að flugvelli séu ekki langt frá sjúkrahúsi.
En einnig að staðsetning sjúklinga séu rétt við flugvelli ef um slys er að ræða eða alvarleg veikindi. Það er rétt að hafa þetta í huga þegar menn hafa verið að rífast um Reykjavíkurflugvöll og flugvellir kosta mikla peninga. Þá er sama hvar þeir eru staðsettir.
Það er greinilegt að sú staðreynd að þyrlur þurfa ekki sérstaka flugvelli og geta flogið í mjög erfiðum veðrum við mjög erfið skilyrði. Að þyrlur eru að taka yfir allt sjúkraflug á Íslandi. Þær eru einnig að verða ódýrari heldur en þær voru fyrir mörgum árum síðan.
Bara þessar staðreyndir segja okkur, að það er óþrft að vera með stórann flugvöll í Reykjavík. Innanlandsflugvöllurinn gæti þess vegna verið bæði í Hvassahruni eða bara í Keflavík.
Fjögur þyrluútköll frá klukkan fjögur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Facebook
Athugasemdir
Sjúkraflug þurfa yfirleitt ekki að taka sérstaklega stuttan tíma. Sjúkraflug er oftast flutningur milli sjúkrahúsa. Sjúklingarnir eru í stöðugu ásigkomulagi og sjúkraflugið er vegna þess að sjúkrabílinn má ekki missa í marga klukkutíma. Fjarlægð flugvallar frá sjúkrahúsi er ekki stórt atriði.
Þyrlur eru ekki að taka yfir allt sjúkraflug á Íslandi. Vinnuþyrlur eru heldur ekki að verða neitt ódýrari en þær voru fyrir mörgum árum síðan. Og rekstrarkostnaðurinn gerir það að verkum að þær eru aðeins notaðar í neyð þar sem flugvélum verður ekki komið við. Nærri milljón á klukkutímann með þyrlu eða flugvél fyrir einhverja tíuþúsundkalla, valið er ekki erfitt.
Espolin (IP-tala skráð) 5.7.2015 kl. 03:59
Þegar samanburðarkostnaður er gerður verður einnig að taka inn í myndina kostað við við fjölmarga flugvelli og rekstrarkostnað þeirra. Ekki síst þegar vellir eru staðsettir inn í miðju þéttbýli.
Kristbjörn Árnason, 5.7.2015 kl. 08:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.