Það er eðlilegt að ráðherra hafi þessar áhyggjur af einkunnagjöf í grunnskólum

  • Ég fékk mína síðustu uppsögn nú fyrir rúmum mánuði síðan eftir 25 ára starf sem kennari í grunnskóla. Enda sjötugur nú í haust.

Allan þennan tíma hefur þessi verðbóga í einkunnargjöf  verið viðverandi.  Þetta er einnig hluti af ímyndaðri samkeppni um góða bóknámsnemendur.

Ég var smíðakennari og var stoltur af mínu starfi, sagt hefur verið að ég hafi verið kröfuharður kennari og gert miklar kröfur til minna nemenda.  Fyrir nokkrum árum fékk ég ákúrur fyrir það að gefa almennt of lágar  einkunnir. 

Átti ég samtal við skólastjórann um þessar athugasemdir og benti honum á þá staðreynd að við kennarar ættum að nota allann einkunnarstigann.

En það hefur virðist hafa verið hefð í grunnskólum að ætlast er til að nemendur fái himinháar einkunnir í „List- og verkgreinum. 

En ég hafði auðvitað tekið eftir því að einkunnir voru himinháar í „list- og verkgreinum“ við skólann og kennarar urðu af þessum sökum  vinsælir af nemendum og foreldrum auk þess sem skólastjórnin var ánægð.  

Ég benti mínum yfirmanni á þá staðreynd að ég kenndi eftir nákvæmri námskrá og þar væri skilgreint hvernig námsmat færi fram.

Einnig benti ég á, að ef kennari væri nánast alltaf að gefa einkunnir þar sem lægstu einkunnir væru 8,0 væru kennarar ekki að gefa einkunn fyrir frammistöðu sína samkvæmt námskrá í námi.  Heldur bara að fá skraut í einkunnarbók.

Mér var refsað fyrir þetta, því þegar kom að valgreinum í  9. og 10. bekk síðari árin fékk ég ekki nemendur vegna þess að ég gerði kröfur um að nemendur legðu sig fram og gaf ekki nógu háar einkunnir.  Einkunnir sem gætu hækkað meðaltalseinkunnir nemenda.  

Væntanlegum verknámsnemendum er enginn greiði gerður með því að þeir fái falskar einkunnir ´“list- og verkgreinum. Slíkar einkunngjafir skemma fyrir nemendum.


mbl.is Skilur áhyggjur af einkunnaverðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband