13.10.2015 | 13:23
Eðlileg fyrirspurn
- Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar hefur beint spurningum til Bankasýslu ríkisins, sem fer með 13% eignarhlut ríkisins í bankanum, þar sem m.a. er spurt hvort salan hafi mögulega falið í sér markaðsmisnotkun.
Því er eðlilegt að fulltrúi fyrir Bankasýsluna svari fyrirspurn þingmannsins.
En ekki sá starfsmaður ARION banka sem ber ábyrgð millistjórnanda í þessu máli.
Sjaldan er auðvelt að vera vitur eftirá og gera síðan breytingar á breytni sinn er tekur mið af gefinni reynslu.
Sem sést best á þróun bankanna um þessar mundir. Þróun sem fer gegn vilja almennings í landinu. Allt virðist vera á þeirri leið sem áður setti samfélagið á hliðina 2008.
Þessi jakkaklæddi drengur hleypur á sig er hann kallar gagnrýnina eftiráspeki og þykist geta gert lítið úr fyrirspurninni. Enginn sem ekki er innvígður í þennan banka gat vitað fyrirfram hvað bankinn ætlaði sér að gera.
Því verða gerendur málsins og fulltrúar þjóðarinnar í þessu máli að gera sér grein fyrir því að atferli bankans verður að standst gagnrýni eftirá. Þ.e.a.s. þegar sannleikurinn er kominn í ljós.
Það er morgunljóst, að svona vinnubrögð eru úrelt og fara gegn viðhorfi þjóðarinnar.
Segir gagnrýni vera eftiráspeki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 13:47 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.