Dæmigerð stefna Sjálfstæðisflokksins í skattamálum

  • Veruleg skattahækkun á launafólki í Vestmannaeyjum, sérstaklega á láglaunafólki sem býr í leiguhúsnæði og eða í mjög litlum og ódýrum íbúðum. Sem eru þá gjarnan í kjöllurum og eða uppi í risíbúðum.
    *
  • Á móti eru skattar lækkaðir á stóreignafólki. Þessi stefna stóreignamanna er ekki ný og hefur gjarnan birst nágrannabæjum Reykjavíkur þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft meirihluta í sveitarstjórnum.

Þessi stefna þýðir auðvitað að fyrirtækin og eigendur þeirra sem gjarnan búa í stærstu húsunum í eyjvestmannaeyjarum, fá afslátt.

En fasteignagjöldin eru fyrst og fremst þjónustugjöld og lóðaleiga. Rétt eins og hafnargjöldin.

Fyrirtækin greiða engin útsvör og eigendur þeirra eiga fyrirtækin gjarnan í gegnum eignarhaldsfélög margskonar greiða engin útsvör af fjármagnstekjum sínum.

Þar fyrir utan eru hafnsækin fyrirtæki gjarnan með sérstaka afslætti.

En eigendur greiða sjálfir útsvar af opinberum tekjum sínum hjá fyrirtækjunum. Þessi útsvör eru gjarnan kölluð vinnukonuútsvör vegna þess, hversu lág þau eru almennt að þau eru sjaldnast í nokkru samræmi viðlífstíl þessa fólks.

Sjálfstæðisflokkurinn sýnir þarna sitt rétta andlit í skattamálum, efnaða fólkið greiðir litla sem enga skatta en láglaunafólk greiðir háa skatta.

  • En ef svona sveitarfélag getur veitt afslátt af sköttum væri eðlilegt að allir fengju sama afsláttinn, þ.e.a.s. sömu krónutöluna.

mbl.is Afgangur af rekstri í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband