- Það er mikilvægt að árásir einhverra stríðasmanna á franska þjóð og kenna sig við íslam í hagræðingarskyni verði ekki túlkaðar sem árásir á okkur íslenska þjóð.
Þetta er ekki árás á Ísland eða á íslenska menningu. Þetta er árás á franska stríðsherra sem stjórna ríkisstjórn Frakklands og halda uppi stórfelldu stríði í arapalöndum.
Franska ríkisstjórnin hefur verið í umtalsverðum stríðsrekstri í Sýrlandi og eitthvað víðar fyrir botni Miðjarðarhafsins árum saman. Í árásum franskra hermanna með fullkomnum stríðsflugvélum er ekki bara verið drepa einhverja hermenn heldur einnig á börn og aðra saklausa íbúa þessara landssvæða.
Þetta stríð frakka er ekki styrjöld háð fyrir íslendinga. Ekki heldur herferðir Bandaríkjamanna á þessum svæðum.
Íslendingar hafa ekki verið spurð sem þjóð og ekki Alþingi rætt málið á þeim nótum.En engin veit hvað utanríkisráðherrann gasprar yfir rauðvínsglasi á fundum erlendis.
Því er fáránlegt að við íslendingar tjáum okkur þannig að óþverrinn sem átti sér stað í París sé árás á íslenska menningu og mannlíf eða lífsform.
Ekki frekar en árásir vesturveldanna, tyrkja og rússa á þetta fólk er ekki á okkar ábyrgð.
Ekki í okkar nafni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 17:29 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.