22.12.2015 | 13:31
Jólakveðjur
- Kæru vinir, bæði frændfólk og félagar í netheimum, ykkur vil ég senda mínu bestu óskir um hamingjuríka jólahátíð og farsæld á nýju ári.
Það varð ljóst nú skömmu fyrir jólin að íslendingar eignuðust vitnisburð um tilveru frelsaras með þessari mynd af albanska drengnum sem var sóttur um miðja nótt til að flytja hann alvarlega veikan í burtu frá landinu.
Sjá má á myndinni að drengurinn gætir bangsans mjög vel sem minnti okkur íslendinga á skyldur okkar gagnvart þessum dreng og raunar öðrum börnum sem okkur er falið að gæta og fara með eins og væri okkar minnstu bræður og systur.
Nú er góður tími fyrir okkur eftirlaunafólk sem höfum alla ævina stritað samkvæmt lægstu launaflokkum, að ganga hægt um gleðinnar dyr um hátíðarnar og gá vel að okkur.
Um leið og við skimum eftir börnum sem þurfa á okkur að halda.
Þessi bær í Svefneyjum var fæðingastaður afa míns. Hann var raunar fóstri pabba. En faðir minn fæddist verbúðum í Keflavík á Hellissandi og eru löngu farnar undir sjó.
Hann var fluttur hreppaflutningum til Svefneyja 1920 og ólst síðan upp í Skáleyjum. Þau bæjarhús eru löngu farin undir gras enda í sama stíl og bæjarhúsin sem myndin sýnir.
Þannig minnumst við best foreldra okkar sem ólust upp í örbirgð á Íslandi í gjarnan í kulda og trekk í ónýtum húsum um þetta leiti ársins. Þá gat trosið komið sér vel í þurrabúðunum þegar lítið var annað að fá til matar.
Gleðileg Jól kæru vinir, munum að Jesú sem við minnumst nú jólin var flóttamaður stærstan hluta úr ævi sinni.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt 23.12.2015 kl. 12:42 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.