21.3.2016 | 14:52
Er Mogginn að reyna breiða yfir mistök ráðherrans?
- Sérkennileg umræða Moggans
Reynt er að gera minna úr þeim aulaskap forsætisráðherrans hér á miðlinum um að gera ekki grein fyrir fjárreiðum sínum áður en hann fór í þessa pólitík.
Einkum vegna stórra orða hans um fólk er geymdi vel og illa fengið fé í skattaparadísum eftir hrunið.
En hann átti að vera hinn nýji formaður, formaður nýrra tíma í gamla Framsóknarflokksins í upprisu hans frá spillingar árunum.
Maðurinn sem átti að vera nýi formaður Framsóknaflokksins.
Maður með óspillt mannorð og hreint borð
sem almenningur áttu að geta treyst.
- *
- Á honum átti upprisa flokksins að hvíla og
gleyma átti spillingartímunum úr fortíð flokksins
og byrja upp á nýtt.
Ég er út af fyrir sig ekki að segja að hann hafi gert eitthvað sem var ólöglegt en hann stóð samskonar málum og það fólk sem hann hafði sem stærst orð um.
Engu breytir um eðli verknaðarins hvort gróði var af honum eða tap. Gjörningur var sá sami. Heiðarlegast hefði verið, ef hann hefði gert grein fyrir þessu fyrir fyrstu kosningarnar sem hann tók þátt í.
Í raun hefði hann átt að gera félögum sínum í Framsóknarflokknum grein fyrir þessu áður en hann fór í formannsslaginn á landsfundi flokksins.
- En auðvitað kom hann einnig illilega í bakið á fólkinu í flokknum sem hann leiðir.
Hann átti að vera frelsari flokksins. Maðurinn með barnslega og heiðarlega andlitið
og búttuðu kinnarnar.
Skattalegt hagræði úr sögunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 15:17 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.