Enn í þéttbýlinu?

  • Það mætti að skaðlausu fækka póstsendingum í Reykjavík í heimahús þannig að borinn verði út póstur t.d. tvisvar til þrisvar í viku og að fyrirtæki fengju pósthólf.

póstur

Þannig mætti fækka verulega þeim sem bera út póstinn.

Til þess að sátt náist um slíkt í t.d. Reykjavík yrði að hækka laun gangandi póstmanna um 40 - 50% og að þeir fái sérstakt vetrarálag.

Þannig að þeir fengju sérstakan launaflokk í hlutafalli hærri en þeir hafa nú og viðmiðunar taxtar verði aðrir en nú. Áreynslu álag fyrir að burðast með miklar birðar í hvað veðri sem er.  

Þannig mætti fækka mjög fólki sem starfar samkvæmt lægstu launaflokkum. Þá væri það skilyrði sett að forstjórum í þessu fyrir tæki yrði fækkað niður í einn og fyrrum forstjórum boðum deildarstjóra staða.

pósturinn Páll

Þá yrði það einnig skilyrði að yfirmönnum Póstsins væri bannað að starfa með öðrum fyrirtækjum, skyldum eða óskyldum hvort sem það væri að sitja stjórnum eða vera einhverjir yfirmenn að öðru tagi.

Þá ætti að vera regla, að allar bifreiðar Póstsins séu aðeins flutninga -og eða vinnubílar sem ekki megi nota til heimilisnota. Þeir séu geymdir á vinnustöð hvers og eins um nætur og á frídögum. Sú regla gildir einnig um yfirmenn þessa fyrirtækis.

Að forstjóramenningin sem ríkir í þessu fyrirtæki verði algjörlega lögð af. Þá verði yfirmenn einnig að stimpla sig inn og út af vinnusvæði sem aðrir og eftir sömu reglu


mbl.is Engin niðurgreiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband