23.3.2016 | 00:15
Það er óþarft að reyna að gera lítið úr forsetanum
- Hann þarf enga hjálp við það, ef út í það er farið
Þótt ég hafi verið ósáttur með frammistöðu Ólafs Ragnars á margan hátt og einkum eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kom út. þá er óþarfi að uppnefna hann.
- En málflutningur hans um þennan hrylling í Belgíu er honum ekki samboðinn.
Hann minntist ekki orði á það, að Belgía ásamt ýmsum löndum í ESB eins og t.d. Frakkland eiga í stríði við fólk í Sýrlandi og í fleiri löndum fyrir botni Miðjarðarhafsins.
- Þar eru drepnir menn í þúsundatali af herjum þessara landa á hverju ári.
Ef þessi herkóngahryllingur í Sýrlandi og í Írak eru hryðjuverkamenn sem ég efast ekkert um, eru Evrópskir hermenn í fullkomnum herflugvélum það ekkert síður.
- En sérstaklega þeir þjóðhöfðingjar í Evrópu sem stjórna þessum ófögnuði.
Það er auðvitað alvarlegt þegar maður eins og Dr. Ólafur Ragnar Grímsson stjórnmálafræðingur og fyrrum prófessor í fræðunum skuli ekki minnast á báðar hliðar málsins.
En auðvitað var þetta ekki árás á lýðræðið á Íslandi eða í Evrópu yfirleitt sem stendur víða á brauðfótum í álfunni og en síður árás á kristna trú. Þetta var bara árás á konungsveldið Belgíu.
Belgía er auðvitað gamalt nýlenduveldi og hafa gert ýmsa miður fallega hluti sem þetta þjóðríki getur ekki státað af.
Atlaga að lýðræði okkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 00:42 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.