Rögnunefndin fann nýtt flugvallarstæði

  • Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á kröfur Reykjavíkurborgar um að svokallaðri neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað.

Sömuleiðis var innanríkisráðherra gert að breyta skipulagi flugvallarins til samræmis við það.

Það liggur eiginlega ljóst fyrir, að hagsmuna aðilar sem eru svo sannarlega í baklandi núverandi ríkisstjórnar sætta sig ekki við þennan dóm að óreyndu. Málinu verður nær örugglega vísað til Hæstaréttar.

  • Flugvöllurinn á auðvitað ekki að vera inni í miðri borg og allra síst þegar nóg pláss er fyrir hann annar staðar.Það er og verður alltaf slysahætta af starfssemi flugvalla.

flugslysið í Reykjavík

„Í desember 2013 óskaði innanríkisráðuneytið eftir því að undirbúningur yrði hafin að lokun flugbrautarinnar, með þeim fyrirvara að ekkert yrði gert fyrr en að Rögnunefndin svokallaða myndi skila niðurstöðum sínum.

Skýrslu hennar var skilað í fyrra og niðurstaða nefndarinnar leysti ekki deilur um framtíð Reykjavíkurflugvallar á nokkurn hátt. Ákvörðun á grundvelli tillagna hennar liggur enn ekki fyrir“.

Hér er fullyrt að flugvallardeilan hafi ekki verið leyst með skýrslu og tillögum „Rögnunefndarinnar“. En fyrirfram ætluðu allir að sætta sig nefndarinnar.

Þetta er í meira lagi sérkennileg staðhæfing. Rögnunefndin vann sitt verk með sóma og komst að hlutlausri niðurstöðu. Nefndin hafði ákveðið erindisbréf sem allir sættu sig við fyrirfram

Því ljóst er að hagsmuna aðilar flugsins munu ekki sætta sig við neitt annað en að halda flugvellinum í Vatnsmýri þvert á hagsmuni borgarbúa. Þótt hagsmunum landsbyggðar sé að fullu mætt.

Það hefur alltaf legið ljóst fyrir að hægt væri að lengja brautina í átt til sjávar.

 

mbl.is Ríkið þarf að loka NA/SV flugbrautinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hagsmunaðilarnir (peningamennirnir m.a. í Valsmönnum hf.) munu aldrei sætta sig við að hagsmunir almennings í landinu fái að ráða....

ls (IP-tala skráð) 23.3.2016 kl. 09:55

2 identicon

Hver var matsspurning Rögnunefndarinnar ?

Doddi (IP-tala skráð) 25.3.2016 kl. 04:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband